Hús dagsins: Munkaţverárstrćti 29

Munkaţverárstrćti 29 mun vera byggt áriđ 1951, en ekki gat höfundur fundiđ neinar heimildir um húsiđ í fundargerđarbókum Bygginganefndar frá árunum 1948 – 57. P2180731Alltént kemur Munkaţverárstrćti 29 hvergi fyrir í „registrum“ í fundargerđunum, og ekki gat höfundur séđ ţađ í neinum fundargerđum áranna 1950 og 1951. Nöfn ţeirra sem skráđ eru til heimilis ţarna fyrstu ár eftir byggingu er heldur ekki ţar ađ finna. (Ađ sjálfsögu er sá fyrirvari, ađ höfundi hafi einfaldlega yfirsést eđa hreinlega ekki leitađ nógu vel). Teikningarnar gerđi Tryggvi Jónatansson og vera má, ađ hann hafi stýrt byggingu hússins.

 Áriđ 1954 búa ţarna skv. Íbúaskrá ţau Agnar Tómasson og Sigurlaug Óskarsdóttir,en ţar kemur fram ađ ţau hafi flutt út ţađ ár. Ţá fluttu í húsiđ ţau Friđrik Adolfsson og Jenný Lind Valdimarsdóttir og leigđu ţau húsiđ af Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Elsta heimildin sem finna má á timarit.is er frá september 1953 ţar sem Jóna Kjartansdóttir óskar eftir stúlku til innanhússtarfa.  Áriđ 1962 keyptu húsiđ ţau Stefán Stefánsson verslunarstjóri hjá KEA og María Jónína Adolfsdóttir og bjuggu ţau ţarna um árabil.  Byggđu ţau viđ húsiđ um 1967, álmu til austurs en teikningarnar ađ henni gerđi Birgir Ágústsson. Húsiđ er einlyft steinsteypuhús međ einhalla ţaki til tveggja átta, ţ.e. ţak eystri hluta hallar til vesturs en ţak vestri hluta, viđbyggingar hallar til austurs. Gluggar eru međ einföldum póstum og ţakdúkur eđa pappi á ţaki. Á miđri suđurhliđ er sólskáli og á lóđarmörkum er upprunaleg girđing, steyptir stöplar međ járnavirki. Á framhliđ er mjótt útskot eftir hálfri hliđ og inngöngudyr í kverkinni á milli. Međalaldur húsa viđ Munkaţverárstrćti áriđ 2018 er 80 ár, og er Munkaţverárstrćti 29, byggt 1951, annađ yngsta húsiđ viđ götuna. Ţađ er engu ađ síđur í góđu samrćmi viđ heildarmynd götunnar, enda er aldursmunur hússins og nćrliggjandi húsa svosem ekki sláandi. Húsiđ er hluti hinnar löngu og samstćđu heildar funkishúsa viđ götuna, og viđbygging ţykir vera lítt áberandi, skv. Húsakönnun 2015, sem metur húsiđ međ 1. stigs varđveislugildis, líkt og langflest húsin viđ Munkaţverárstrćti. Á lóđarmörkum er upprunaleg girđing, steyptir stöplar međ járnavirki og lóđin vel gróin og í góđri hirđu. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018 en ţann dag brá sá sem ţetta ritar sér í ljósmyndaleiđangur um nyrđri hluta Munkaţverárstrćtiđ.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Íbúaskrá Akureyrar 1954. Varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Spjaldskrármanntal á Akureyri 1951- 60. Varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll vertu

Mig langar ađ koma međ ábendingar.

1)Ţau sem keyptu húsiđ 1962 Sambandi íslenskra Samvinnufélaga voru hjónin Stefán Stefánsson og María Jónína Adolfsdóttir.

Systir Maríu, Guđrún Adolfsdóttir bjó međ eiginmanni sínum, ÁsgrímiG. Stefánssyni á öđrum stađ í sömu götu.

2) Foreldrar minir leigđu húsiđ af Sambandi íslenskra Samvinnufélaga frá 1954 til 1962.Fađir minn hét Friđrik Adolfsson og móđir mín heitir Jenny Lind Valdimarsdóttir.

Ţađ voru systkyni María, Guđrún og Friđrik.

Kveđja

Valdimar Leó Friđriksson

Valdimar Leó Friđriksson (IP-tala skráđ) 21.9.2018 kl. 11:15

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Heill og sćll Valdimar

Ţakka kćrlega gagnlegar ábendingar; rétt skal vera rétt. Ţađ kemur einmitt fram í spjaldskrármanntali Akureyrar 1954, ađ ţau Agnar og Sigurlaug hafi flutt út á árinu. Ţá hefur nöfnum ţeirra systra hefur greinilega slegiđ saman hjá mér,biđst velvirđingar á ţví; Guđrún Adolfsdóttir og Ásgrímur bjuggu auđvitađ í Munkaţverárstrćti 37 sem ég fjallađi um nýlega hér. Eitt er víst, ađ ég ćtla ađ athuga hvort ég finni ekki einhverjar fćrslur tengdar SíS í bókunum Byggingarnefndar frá 1950-´51.

Bestu kveđjur og ţakkir,

Arnór Bliki. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.9.2018 kl. 10:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband