Hús dagsins: Sniðgata 2

Þrjú hús standa við Sniðgötu, tvö sunnanmegin og eitt norðanmegin,P2180714 þ.e. nr. 2. Húsið reisti Baldur Svanlaugsson árið 1935 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en hann fékk lóðina vorið 1934, var það fyrsta lóðin sem úthlutað var við Sniðgötu. Nokkru síðar, eða í lok september sama ár fékk Baldur leyfi til að reisa hús á lóðinni, steinsteypt 10,8x8,5m að stærð og kjallari undir hálfu húsinu (þ.e. eystri hluta).

Sniðgata 2 er steinsteypt funkishús með aflíðandi einhalla þaki undir flötum þakkanti. Undri eystri hluta hússins er hár kjallari en lágur grunnur undir þeim vestari; húsið myndi líklega kallast byggt á pöllum.  Krosspóstar eru í gluggum og þakpappi á þaki, og á suðvesturhorni er horngluggi. Eystri hluti hússins stendur eilítið framar en sá vestari, og eru inngöngudyr í kverkinni á milli álmanna. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús. Baldur Svanlaugsson bjó ekki í mörg ár á Sniðgötu, en 1939 reisir hann hús við Bjarmastíg 3. Árið 1940 eru íbúar hússins þau Sigtryggur Júlíusson og Jóhanna Jóhannesdóttir en þau sem lengst bjuggu í Sniðgötu 2 eða frá um 1950 og fram yfir aldamót voru þau Benedikt Sæmundsson skipstjóri og Rebekka Jónsdóttir.

Sniðgata 2 er sögð í upprunalegri mynd í Húsakönnun 2015 en húsið er í mjög góðu standi, gluggapóstar t.a.m. nýlegir og raunar allur frágangur húss og umhverfis sem um nýlegt hús væri að ræða, húsið hefur greinilega hlotið vandaðar endurbætur á allra síðustu árum. Lóðin er snyrtileg og vel gróin, þar má m.a. finna steypta tjörn. Við götu er steyptur, upprunalegur kantur og myndar hann skemmtilega heild, til mikillar prýði í umhverfinu. Myndin er tekin þ. 18. feb 2018.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 721, 17. maí 1934. Fundur nr. 734, 29. Sept 1934.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 417804

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband