Hús dagsins: Bjarkarstígur 1

Bjarkarstígur  nefnist gata á norđanverđri Brekkunni. Gatan liggur á milli Munkaţverárstrćtis og Ţórunnarstrćtis og ţverar Helgamagrastrćti. Er hún í beinu framhaldi af Krabbastíg og var raunar ćtlađ ađ vera framhald af ţeirri götu, en fyrstu lóđunum sem úthlutađ var viđ götuna, áriđ 1942, töldust viđ Krabbastíg. Viđ Bjarkarstíg stendur hiđ valinkunna Davíđshús, hús Davíđs Stefánssonar frá Fagraskógi, og segir sagan, ađ Davíđ hafi ekki viljađ búa viđ götu kennda viđ krabba og nafninu ţví breytt. (Sbr. Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta, 2015: 26) Gatan liggur nánast beint upp brekkuna og er afar brött á neđri kaflanum milli Helgamagrastrćtis og Munkaţverárstrćtis og getur orđiđ heldur óskemmtileg yfirferđar í hálku. En útsýniđ yfir Oddeyrina og yfir pollinn á Vađlaheiđina er alls ekki óskemmtilegt, og mikill trjágróđur viđ götuna rammar ţađ skemmtilega inn. Viđ Bjarkarstíg standa 9 hús, byggđ árin 1942-1952. Bjarkarstígur er um 200 m langur.

Áriđ 1950 sótti Svavar Jóhannsson, PA090808forstöđumađur Bifreiđaeftirlitsins um árabil, um lóđ og byggingarleyfi neđst viđ sunnanverđan Bjarkarstíg. Á ţessum tíma var nokkur trjálundur á ţessum slóđum, sem líklega tilheyrđi Munkaţverárstrćti 13, en ţađ hús er á SV horni Munkaţverárstrćtis og Bjarkarstígs. En í bókun Byggingarnefndar segir svo um byggingaleyfi Svavars: „Eiganda skógargróđurs verđur gefin kostur á ađ bjarga honum og 2m breiđur stígur leyfđur austast á lóđ, suđur á reit bćjarins milli Bjarkarstígs og Hamarstígs“. Međ björgun skógargróđurs er líklega átt viđ flutning trjáplantna, sem ţarna hafa líklega ekki veriđ orđnar mjög gamlar eđa stórar. En Svavar fékk ađ byggja hús skv. uppdrćtti og lýsingu, en ţeirrar lýsingar er ekki getiđ í bókun Byggingarnefndar. En uppdráttinn ađ húsinu gerđi Tryggvi Sćmundsson.

Bjarkarstígur 1 er tvílyft steinsteypuhús í funkisstíl, međ lágu valmaţaki og skiptist í tvćr álmur, suđur og norđur og stendur sú nyrđri nokkuđ hćrra. Veggir eru múrsléttađir en einfaldir lóđréttir póstar eru í gluggum. Sambyggđur húsinu ađ suđaustanverđu er bílskúr, byggđur 1990 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Húsiđ, sem fullbyggt var áriđ 1952 og er yngst húsa viđ Bjarkarstíg hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en ţarna var um tíma umbođ Styrktarfélags vangefinna, sem en frú Björg Benediktsdóttir, eiginkona áđurnefnds Svavars starfrćkti ţađ. Bjarkarstígur 1 er í fyrirtaks hirđu og hefur líkast til alla tíđ hlotiđ afbragđs viđhald. Á lóđarmörkum er steyptur veggur og allur frágangur lóđar og húss er til mikillar prýđi. Húsakönnun 2015 metur húsiđ međ varđveislugildi sem hluti af ţeirri heild sem götumynd Bjarkarstígs er. Ein íbúđ mun í húsinu.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1948-57. Fundur nr. 1124, 21. júlí 1950. Fundur nr. 1127, 1. sept. 1950. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband