Hús dagsins: Bjarkarstígur 3

Bjarkarstíg 3 reisti Friđjón Axfjörđ  múrarameistari áriđ 1945. PA090810Friđjón fékk áriđ 1942 leigđar tvćr neđstu lóđir viđ Krabbastíg, en ţćr voru inni í trjágarđi sem tilheyrđu húsi hans viđ Munkaţverárstrćti 13.  Ţremur árum síđar fékk hann ađ byggja hús eftir eigin teikningum úr steinsteypu, ein hćđ á kjallara međ steingólfi, 13,5x6,35m auk útskota til suđurs, 5,45x7,65m ađ stćrđ og til norđurs, 2,1x1,25m. Ţess má geta, ađ í millitíđinni hafđi gatan skipt um nafn, en áriđ 1943 var ákveđiđ ađ gatan, sem átti ađ vera framhald Krabbastígs héti Bjarkarstígur sem hún heitir og síđan.

En Bjarkarstígur 3 er nokkuđ stórbrotiđ funkishús, einlyft á háum kjallara, gćti jafnvel talist tvílyft austanmegin ţar sem lóđ er lćgst en hćđarmismunur er nokkur á lóđum á ţessu svćđi. Húsiđ er međ flötu ţaki og međ lóđréttum póstum í gluggum. Ţakklćđning er sögđ óţekkt í Húsakönnun 2015, en ţakdúkur er ekki óalgengur á flötum ţökum sem ţessum. Friđjón Axfjörđ sem byggđi húsiđ, nam múriđn af Tryggva Jónatanssyni og mun m.a. fyrstur manna á Eyjafjarđarsvćđinu lćrt hleđslu verksmiđjukatla. Átti hann heiđurinn af kötlum í Síldarverksmiđjum ríkisins á Siglufirđi, Skagaströnd og Raufarhöfn. Félagi hans í iđninni var Gaston Ásmundsson, en hann byggđi einmitt húsiđ á móti, Bjarkarstíg 4 eftir teikningum Friđjóns. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en sjálfsagt eiga einhverjir erfitt međ ađ  trúa ţví ađ í Bjarkarstíg 3 hafi veriđ rekin bílasala ! Enda er ţađ svo, ađ bílasölur nútímans ţekja oftar en ekki heilu hektarana af bílum. En ţađ er nú engu ađ síđur svo, ađ á 6. og 7. áratug 20. aldar rak Baldur Svanlaugsson bifreiđasölu sína ţarna. En ţađ var raunar ekki óalgengt ađ bílasölur vćru inni í hverfum enda voru bílasölur ţess tíma yfirleitt mun smćrri í sniđum en bílasölur nútímans, ţar sem fleiri hektarar eru ţétt skipađir bílum. Bjarkarstígur 3 er snyrtilegt og vel viđ haldiđ hús; virđist raunar sem nýtt ađ sjá og til mikillar prýđi, eđa eins og segir í Húsakönnun 2015: „Reisulegt og óvenjulegt funkishús sem sómir sér vel í götumyndinni [...]“ (Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta o.fl. 2015: 30) Lóđin er auk ţess vel gróin, m.a. birki og reynitrjám. E.t.v. er ţar ađ finna einhver tré sem Friđjón Axfjörđ gróđursetti á fimmta áratug 20. aldar. Myndin er tekin ţann 9. október 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 1024, 20. júlí 1945. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • PA090813
 • P5130723
 • PA090814
 • PA090810
 • PA090811

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 241
 • Sl. viku: 645
 • Frá upphafi: 219575

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 459
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband