Hús dagsins: Bjarkarstígur 3

Bjarkarstíg 3 reisti Friðjón Axfjörð  múrarameistari árið 1945. PA090810Friðjón fékk árið 1942 leigðar tvær neðstu lóðir við Krabbastíg, en þær voru inni í trjágarði sem tilheyrðu húsi hans við Munkaþverárstræti 13.  Þremur árum síðar fékk hann að byggja hús eftir eigin teikningum úr steinsteypu, ein hæð á kjallara með steingólfi, 13,5x6,35m auk útskota til suðurs, 5,45x7,65m að stærð og til norðurs, 2,1x1,25m. Þess má geta, að í millitíðinni hafði gatan skipt um nafn, en árið 1943 var ákveðið að gatan, sem átti að vera framhald Krabbastígs héti Bjarkarstígur sem hún heitir og síðan.

En Bjarkarstígur 3 er nokkuð stórbrotið funkishús, einlyft á háum kjallara, gæti jafnvel talist tvílyft austanmegin þar sem lóð er lægst en hæðarmismunur er nokkur á lóðum á þessu svæði. Húsið er með flötu þaki og með lóðréttum póstum í gluggum. Þakklæðning er sögð óþekkt í Húsakönnun 2015, en þakdúkur er ekki óalgengur á flötum þökum sem þessum. Friðjón Axfjörð sem byggði húsið, nam múriðn af Tryggva Jónatanssyni og mun m.a. fyrstur manna á Eyjafjarðarsvæðinu lært hleðslu verksmiðjukatla. Átti hann heiðurinn af kötlum í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, Skagaströnd og Raufarhöfn. Félagi hans í iðninni var Gaston Ásmundsson, en hann byggði einmitt húsið á móti, Bjarkarstíg 4 eftir teikningum Friðjóns. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en sjálfsagt eiga einhverjir erfitt með að  trúa því að í Bjarkarstíg 3 hafi verið rekin bílasala ! Enda er það svo, að bílasölur nútímans þekja oftar en ekki heilu hektarana af bílum. En það er nú engu að síður svo, að á 6. og 7. áratug 20. aldar rak Baldur Svanlaugsson bifreiðasölu sína þarna. En það var raunar ekki óalgengt að bílasölur væru inni í hverfum enda voru bílasölur þess tíma yfirleitt mun smærri í sniðum en bílasölur nútímans, þar sem fleiri hektarar eru þétt skipaðir bílum. Bjarkarstígur 3 er snyrtilegt og vel við haldið hús; virðist raunar sem nýtt að sjá og til mikillar prýði, eða eins og segir í Húsakönnun 2015: „Reisulegt og óvenjulegt funkishús sem sómir sér vel í götumyndinni [...]“ (Ak. Bær, Teiknistofa Arkitekta o.fl. 2015: 30) Lóðin er auk þess vel gróin, m.a. birki og reynitrjám. E.t.v. er þar að finna einhver tré sem Friðjón Axfjörð gróðursetti á fimmta áratug 20. aldar. Myndin er tekin þann 9. október 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 1024, 20. júlí 1945. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 420100

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband