Hús dagsins: Bjarkarstígur 4

Áriđ 1942 sótti Gaston Ásmundsson múrari um lóđ viđ Krabbastíg, ţá ţriđju fráPA090814 Helgamagrastrćti en fćr ekki í fyrr en í annarri tilraun, og er ţá tekiđ fram, ađ gatan verđi ekki lögđ ţessa leiđ ţađ sumariđ (1942). Ári síđar fćr hann lóđarleigu framlengda um eitt ár, en um sama leiti fékk ţessi efri hluti Krabbastígs heitiđ Bjarkarstígur. Gaston fékk leyfi til ađ reisa hús úr steinsteypu međ flötu steinţaki, 13,10x9,75m ásamt útskoti ađ austan 1x6,5m og útskoti ađ sunnan 1x4,6m, ein hćđ á kjallara. Teikningarnar gerđi Friđjón Axfjörđ, sem einmitt byggđi húsiđ á móti, Bjarkarstíg 3.

Bjarkarstígur 4 er einlyft steinsteypuhús međ flötu ţaki og á háum kjallara. Gluggar eru međ einföldum lóđréttum póstum og horngluggar í anda funkisstefnunnar m.a. á NV horni. Útskot ađ framan er međ ávölum brúnum og á SA horni hússins eru svalir í kverkinni milli suđur- og austur útskota. Á vesturhliđ eru steyptar tröppur upp ađ inngöngudyrum. Lítiđ ţakhýsi stendur upp úr flötu ţaki, líkt og brú á skipi og gefur húsinu sinn sérstaka og sérlega skemmtilega svip. Húsin númer 3 og 4 viđ Bjarkarstíg eru hvort um sig sérlega reisuleg og sérstök funkishús. Bćđi eru ţau reist eftir teikningum Friđjóns Axfjörđ, en Gaston Ásmundsson gekk einmitt í félag viđ hann og saman stóđu ţeir ađ hinum ýmsu stórbyggingum. Má ţar nefna Hússtjórnarskólann á Laugalandi og Gagnfrćđaskólann á Akureyri. Ţeir samstarfsmennirnir bjuggu ţó ekki í mörg ár hvor á móti öđrum, ţví áriđ 1948 eignađist og fluttist í húsiđ  Jón G. Sólnes, bankastjóri og síđar alţingismađur, ásamt fjölskyldu sinni og bjó hann ţarna til allt til ćviloka 1986.

 En húsiđ, sem er allsérstćtt og svipmikiđ er metiđ međ 2. stigs varđveislugildi, sem „vel útfćrt funkishús emđ vísun til erlendra fyrirmynda“. Ekki spillir fyrir, ađ húsiđ er í mjög góđu standi og hefur sjálfsagt alla tíđ hlotiđ gott viđhald. Lóđin er einnig stór og vel gróin m.a. gróskumiklum reynitrjám. Á bakviđ húsiđ er dálítill túnbleđill ásamt klöpp, semP5130723 löngum hefur nýst íbúum Bjarkarstígs, Helgamagrastrćtis og Munkaţverárstrćtis til leikja, útivistar, ánćgju og yndisauka. Ţađan er gott útsýni yfir Oddeyri og yfir Pollinn, eins og sjá á međfylgjandi mynd sem tekin er á fögrum vordegi, sunnudaginn 13. maí 2018 og horft til SA. Myndin af húsinu er tekin ţ. 9. Okt. 2018, og ţarna má sjá virđulegan Land Rover, árgerđ líklega nćrri 1970 í hlađvarpanum. Sjálfsagt er saga hans ekki ómerkari en hins glćsta 75 ára gamla funkishúss á Bjarkarstíg 4.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar Fundargerđir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 943, 11. júní 1943. Fundur nr. 955, 3. sept. 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband