Hús dagsins: Bjarkarstígur 5

Voriđ 1943 fékk Sigurđur Svanbergsson lóđ viđ sunnanverđan KrabbastígPA090813 (sem hlaut nafniđ Bjarkarstígur fáeinum vikum síđar), beint á móti húsi Davíđs Stefánssonar, sem ţá var nýlega risiđ, og vestur af lóđum Friđjóns Axfjörđ, ţ.e. Bjarkarstíg 1 og 3, en ţar risu ekki hús fyrr en nokkrum árum síđar. Húsiđ reisti Sigurđur eftir eigin teikningum, fullbyggt var húsiđ 1946, en lýsingu virđist ekki ađ finna í fundargerđum Byggingarnefndum (ađ venju međ fyrirvara um, ađ höfundur hafi ekki leitađ til fulls).

 En Bjarkarstígur 5 er tvílyft steinsteypuhús međ lágu valmaţaki ţaki. Á norđurhliđ eru steyptar tröppur á efri hćđ og snúa ţćr til vesturs en á suđurhliđ eru svalir. Einfaldir ţverpóstar eru í gluggum, bárujárn á ţaki og veggir múrhúđađir. Húsiđ hefur veriđ íbúđarhús međ tveimur íbúđum, líklega frá upphafi og hefur lítiđ veriđ breytt ađ ytra byrđi. Sigurđur Svanbergsson, sem byggđi ţetta hús og bjó ásamt fjölskyldu sinni um árabil gegndi stöđu Vatnsveitustjóra um áratugaskeiđ, eđa frá 1954 til 1990. Fađir hans, Svanberg Sigurgeirsson frá Lögmannshlíđ hafđi áđur gegnt sama starfi á fyrri hluta 20. aldar, en Sigurđur starfađi viđ Vatnsveituna frá barnsaldri og allt til sjötugs eđa til ársins 1990. Á fimmta áratugnum bjó hér einnig Sigurđur Eyvald,  sem afgreiddi blađiđ Alţýđumanninn  héđan. Ritstjóri blađsins, Bragi Sigurjónsson var einmitt búsettur í húsinu fyrir ofan, Bjarkarstíg 7.

En Bjarkarstígur 5 er glćsilegt funkishús í afbragđs góđri hirđu og lítur vel út. Í Húsakönnun 2015  er ţađ sagt hluti af heild samstćđra en ólíkra húsa og hefur 1. stigs varđveislugildi. Á lóđarmörkum er steyptur kantur međ stöplum og járnavirki. Veggurinn fylgir  landhallanum skemmtilega, en Bjarkarstígur er afar brattur ţarna. Sá  veggur er upprunalegur og er í mjög góđri hirđu og til mikillar prýđi líkt og húsiđ sjálft og lóđin. Lóđin er vel gróin og ţar má m.a. finna nokkur gróskumikil birkitré. Sem er ţó nokkuđ viđeigandi, á Bjarkarstíg. Myndin er tekin ţann 9. október 2018.

 Heimildir:  Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 943, 28. maí 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband