Hús dagsins: Bjarkarstígur 5

Vorið 1943 fékk Sigurður Svanbergsson lóð við sunnanverðan KrabbastígPA090813 (sem hlaut nafnið Bjarkarstígur fáeinum vikum síðar), beint á móti húsi Davíðs Stefánssonar, sem þá var nýlega risið, og vestur af lóðum Friðjóns Axfjörð, þ.e. Bjarkarstíg 1 og 3, en þar risu ekki hús fyrr en nokkrum árum síðar. Húsið reisti Sigurður eftir eigin teikningum, fullbyggt var húsið 1946, en lýsingu virðist ekki að finna í fundargerðum Byggingarnefndum (að venju með fyrirvara um, að höfundur hafi ekki leitað til fulls).

 En Bjarkarstígur 5 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki þaki. Á norðurhlið eru steyptar tröppur á efri hæð og snúa þær til vesturs en á suðurhlið eru svalir. Einfaldir þverpóstar eru í gluggum, bárujárn á þaki og veggir múrhúðaðir. Húsið hefur verið íbúðarhús með tveimur íbúðum, líklega frá upphafi og hefur lítið verið breytt að ytra byrði. Sigurður Svanbergsson, sem byggði þetta hús og bjó ásamt fjölskyldu sinni um árabil gegndi stöðu Vatnsveitustjóra um áratugaskeið, eða frá 1954 til 1990. Faðir hans, Svanberg Sigurgeirsson frá Lögmannshlíð hafði áður gegnt sama starfi á fyrri hluta 20. aldar, en Sigurður starfaði við Vatnsveituna frá barnsaldri og allt til sjötugs eða til ársins 1990. Á fimmta áratugnum bjó hér einnig Sigurður Eyvald,  sem afgreiddi blaðið Alþýðumanninn  héðan. Ritstjóri blaðsins, Bragi Sigurjónsson var einmitt búsettur í húsinu fyrir ofan, Bjarkarstíg 7.

En Bjarkarstígur 5 er glæsilegt funkishús í afbragðs góðri hirðu og lítur vel út. Í Húsakönnun 2015  er það sagt hluti af heild samstæðra en ólíkra húsa og hefur 1. stigs varðveislugildi. Á lóðarmörkum er steyptur kantur með stöplum og járnavirki. Veggurinn fylgir  landhallanum skemmtilega, en Bjarkarstígur er afar brattur þarna. Sá  veggur er upprunalegur og er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði líkt og húsið sjálft og lóðin. Lóðin er vel gróin og þar má m.a. finna nokkur gróskumikil birkitré. Sem er þó nokkuð viðeigandi, á Bjarkarstíg. Myndin er tekin þann 9. október 2018.

 Heimildir:  Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 943, 28. maí 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 463
  • Frá upphafi: 419244

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband