Hús dagsins: Hríseyjargata 15

Hríseyjargötu 15 reisti Oddur Kristjánsson frá Glćsibć áriđ 1942.PB180850 Hann fékk leyfi til ađ reisa hús skv. „framlögđum uppdrćtti“.  Húsiđ var byggt úr steinsteypu, 9x10m ađ grunnfleti auk útskots 6,9x2,0m ađ austan, međ tvöföldum veggjum, ţak valmaţak úr timbri, járnklćtt. Teikningar ađ húsinu gerđi Guđmundur Gunnarsson. Sú lýsing, sem gefin er upp í bókun Byggingarnefndar á ađ mestu leyti viđ enn í dag, húsiđ er einlyft steinsteypuhús međ bárujárnsklćddu valmaţaki og lóđréttum gluggapósti. Á framhliđ hússins er útskot  og inngöngudyr í kverkinni á milli og framan viđ hana steyptur pallur međ snotru handriđi.  Suđvestan viđ húsiđ er bílskúr, og mun hann byggđur 2006 eftir teikningum Hauks Haraldssonar.  

Oddur Kristjánsson og kona hans, Margrét Jóhannsdóttir frá Bragholti bjuggu hér um áratugaskeiđ, en hún lést 1968 og hann 1973, en Jóhann sonur ţeirra bjó hér allt fram yfir aldamót. Ţannig var húsiđ innan sömu fjölskyldu í yfir 60 ár og hafa ţannig ekki veriđ margir eigendur ađ ţessu 76 ára gamla húsi. Oddur, sem var valinkunnur söngmađur og söng međ Karlakórnum Geysi og fyrirrennara hans sem stofnađur var upp úr aldamótum. Oddur, sem fćddur var áriđ 1883 á Dagverđareyri, segir frá endurminningum í örđu bindi bókaflokksins „Aldnir hafa orđiđ“. Lýsir hann m.a. byggingu Hríseyjargötu 15, „[...] ţá lagđi ég hart ađ mér, var vaktmađur á nóttunni en byggđi á daginn, og eiginlega var enginn tími til ađ sofa fyrr en byggingu var lokiđ [...] „ (Oddur Kristjánsson (Erlingur Davíđsson) 1973: 74)  Líklega hefur húsinu alla tíđ veriđ vel viđ haldiđ en ţađ er sem nýtt ađ sjá og hefur greinilega nokkuđ nýlega hlotiđ endurbćtur s.s. nýtt ţak og glugga. Húsiđ mun ađ mestu óbreytt frá fyrstu gerđ (ytra útlit) og frágangur hússins allur hinn snyrtilegasti og glćstasti. Lóđ er gróin og vel hirt og er hún innrömmuđ af smekklegri timburgirđingu, sem er í stíl viđ handriđ á palli viđ inngöngudyr. Ég hef ţegar líst ţví áliti, ađ ég tel ađ funkishúsaröđin viđ norđanverđa Hríeyjargötu ćtti ađ hafa varđveislugildi og ţar er Hríseyjargata 15 svo sannarlega ekki undanskilin. Myndin er tekin ţann 18. nóv. 2018.

 

 

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 927, 2. okt. 1942. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Erlingur Davíđsson. 1973. Aldnir hafa orđiđ II bindi: Oddur Kristjánsson frá Glćsibć. Akureyri: Skjaldborg.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • PC070970
 • PB240992
 • PB170988
 • PB030982
 • PA270988

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 232
 • Sl. sólarhring: 246
 • Sl. viku: 1173
 • Frá upphafi: 259488

Annađ

 • Innlit í dag: 121
 • Innlit sl. viku: 762
 • Gestir í dag: 118
 • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband