Hús dagsins: Hríseyjargata 16

Snemma árs 1942 fékk Snorri Sigfússon verkstjóri lóð og byggingarleyfi við Hríseyjargötu, næst sunnan við Þorgils Baldvinsson, þ.e. Hríseyjargötu 18. PB180853Fékk Snorri leyfi til að reisa steinsteypt íbúðarhús, eina hæð á lágum sökkli og með járnklæddu valmaþaki úr timbri, 11,3x9,1m að grunnfleti. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Hríseyjargata 16 er einlyft steinsteypuhús með valmaþaki og á lágum grunni, með hornglugga í anda funkisstefnunar til SV. Á NA horni er lítil bakbygging. Bárujárn er á þaki en lóðréttir þrískipti póstar með láréttu opnanlegu fagi fyrir miðju í gluggum.

Snorri Sigfússon virðist ekki hafa búið hér mörg ár en síðar sama ár og hann fékk leyfi til að byggja þetta hús, afsalar hann sér lóðinni gegnt þessari, þ.e. Hríseyjargötu 17.  Mögulega hugðist hann byggja þar annað hús. Árið 1948 búa í húsinu þau Magnús Jóhannsson skipstjóri og Ragnhildur Ólafsdóttir.  Ýmsir hafa átt húsið og búið hér þessi 76 ár en húsið hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald. Það er a.m.k. í góðri hirðu, þak virðist t.d. nýlegt. Ein íbúð er í húsinu og hefur verið svo alla tíð. Á lóðarmörkum er steypt girðing með járnavirki, svo sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið er byggt. Eftir því sem ég kemst næst, hefur ekki verið unnin formleg húsakönnun fyrir þennan nyrðri hluta Hríseyjargötu og því liggur varðveislugildi hússins ekki fyrir. En skoðun síðuhafa hefur þegar komið fram, að þessi funkishúsaröð við Hríseyjargötu ætti að hafa varðveislugildi, ásamt með sams konar röð við Ægisgötu. Myndin er tekin þann 18. nóv. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 896, 6. feb. 1942.  Fundur nr. 898, 20. Feb 1942. Fundur nr. 933, 11. des 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 419888

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 594
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband