Hús dagsins: Hríseyjargata 17

Hríseyjargötu 17 reistu þau Þorvaldur Sveinn Guðjónsson PB180859og Helga Margrét Sigurjónsdóttir árið 1943. Þorvaldur fékk í desember 1942 lóðina um leið og Snorri Sigfússon, sem nýlega hafði reist hús á Hríseyjargötu 16, afsalaði sér henni. Ekki er getið um byggingarleyfi til handa Þorvaldi eða heldur lýsingu á húsi, en það virðist í upphafi hafa verið svipað Hríseyjargötu 15 sem Oddur Kristjánsson reisti 1942. Þ.e. með útskoti eða forstofubyggingu að framanverðu eftir hálfri hlið hússins, til NA. Fljótt á litið mætti áætla að Hríseyjargata 17 og 15 séu reist eftir sömu teikningu (Guðmundar Gunnarssonar), vegna mikilla líkinda t.d. varðandi útskotið að framan og gluggasetningu. Árið 1977 var byggt við húsið til suðurs, eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar, steinsteypt bygging 4,15x7,30m að stærð. Á sama tíma var einnig byggður bílskúr á NV horn lóðar.   

Hríseyjargata 17 er einlyft steinsteypuhús með valmaþaki og skiptist raunar í tvær álmur, annars vegar upprunalegt hús og hins vegar viðbyggingu til norðurs. Á milli viðbyggingar og útskots að framan er nokkurs konar port og þar eru inngöngudyr. Lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í flestu gluggum en á suðurálmu er stór og víður gluggi, sem höfundur myndi kalla „stofuglugga“.  Bárujárn er á þaki en veggir múrsléttaðir. Þess má geta, að húsið var innan sömu fjölskyldu í rúm 70 ár en þau Þorvaldur og Helga bjuggu hér fram yfir aldamótin, og raunar allt til síðustu daga en hann lést 2007 og hún 2015. Þorvaldur, sem var fæddur á Enni í Unadal í Skagafirði starfaði allan sinn starfsaldur við netagerð og stofnaði netagerðina Odda ásamt Sigfúsi Baldvinssyni. Hríseyjargata 17 er líkt og nærliggjandi hús, einfalt og látlaust og í góðri hirðu, gluggar og þak virðast t.d. nýleg. Viðbygging fellur vel að húsinu og gefur húsinu sérstakan og skemmtilegan svip. Þá er á lóðarmörkum steyptur kantur með járnavirki, sem er væntanlega upprunalegur en í afbragðs góðri hirðu. Myndin er tekin í einmuna haustblíðu sunnudaginn 18. nóvember 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 933, 11. des 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 419894

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband