Hús dagsins: Hríseyjargata 18

Það er óneitanlega dálítið skemmtileg tilviljun, að maður frá Hrísey byggi hús við PB180854Hríseyjargötu. En kannski var það enginn tilviljun að Hríseyingurinn Þorgils Baldvinsson, sjómaður og verkamaður, skyldi sækja um lóð og byggingarleyfi við Hríseyjargötu. En það var árið 1941, og skyldi hús Þorgils vera ein hæð á lágum grunni með lágu valmaþaki, byggt úr r-steini, 8,8x7,2m að stærð auk útskots við NA- horn, 1,8x3m. Húsið er þannig ekki ósvipað þeim húsum sem risu við götuna um þetta leyti. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hver teiknaði húsið.

Hríseyjargata 18 er einlyft steinhús með háu valmaþaki. Í gluggum eru lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum en bárujárn á þaki. Horngluggar í anda funkisstefnunar eru á SV horni. Þorgils, sá er byggði húsið,  bjó líklega aðeins 2 – 3 ár hér, því 1944 selur hann húsið og flytur aftur til Hríseyjar þar sem hann bjó alla tíð síðan ( hann lést 1967) Ýmsir hafa búið í húsinu gegn um tíðina, en sé heimilisfanginu flett upp á timarit.is koma upp 16 niðurstöður, sú elsta frá haustinu 1952 þar sem Edda nokkur Scheving, hér búsett, auglýsir eftir nemendum í upplestrartíma. Húsið er í megindráttum óbreytt frá upphafi. Árið 2003 var byggður bílskúr eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar, steypt bygging með flötu þaki á norðausturhorni lóðar  sem tengist húsinu við útskotið að norðaustanverðu. Mjög vel hefur tekist til við frágang og tengingu viðbyggingar við eldra hús.

Hríseyjargata 18 er smekklegt og látlaust hús í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Lóð er einnig vel hirt og gróin, m.a. eru þar nokkur gróskumikil reynitré. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki, væntanlega upprunalegur. Eftir því sem sá sem þetta ritar kemst næst hefur ekki verið unnin húsakönnun fyrir þennan ytri hluta Hríseyjargötu þannig að varðveislugildi Hríseyjargötu 18 liggur ekki fyrir. Það er hins vegar álit þess sem þetta ritar, að Hríseyjargatan sem heild eigi öll að njóta varðveislugildis. Myndin er tekin þann 18. nóv. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 876, 6. júní 1941. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 419732

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband