Hús dagsins: Hlíðargata 4

Árið 1942 fékk Georg Jónsson lóð við Hlíðargötu og leyfi til að byggja hús, eina hæð á háum kjallara, byggt úr steinsteypu með skúrþaki. Húsið að stærð 10,1x7,45m að auki útskot að sunnanverðu 4,4x2,3m. Teikningar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.PA090842

Hlíðargata 4 er einlyft steinsteypuhús með aflíðandi einhalla þaki, innrammað með stölluðum kanti og útskoti eða lítilli álmu til suðurs. Í kverkinni milli suðurálmu og húss eru steyptar tröppur og forstofubygging út timbri með miklum gluggum. Þak mun pappaklætt og einfaldir lóðréttir póstar í flestum gluggum en steiningarmúr á veggjum.  Steiningin (stundum ranglega kölluð skeljasandur) hefur það orð á sér að vera viðhaldsfrí, en víst er, að slitsterk og endingargóð er hún. Þessi klæðning var afar algeng á steinhúsum um og fyrir miðja 20. öld og í mörgum tilfellum sér lítið sem ekkert á eftir 70 – 80 ár. Fljótt á litið virðist svo vera tilfellið með Hlíðargötu 4 en ljóst má vera að húsið er í afbragðs góðri hirðu og hefur líkast til verið alla tíð. Árið 1992 var byggð lítils háttar viðbót við húsið, forstofubygging og tröppur eftir teikningum Gísla Kristinssonar. Að öðru leyti er húsið óbreytt á upphafi. Það hefur varðveislugildi skv. Húsakönnun 2015 sem hluti af samstæðri heild funkishúsa.  Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð og hefur verið svo frá upphafi, ef marka má teikningar. Myndin er tekin þ. 9. okt. 2018.

 

 

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.901 , þ. 6. mars  1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband