Hús dagsins: Hlíðargata 5

Í mars 1941 fékk Friðjón Axfjörð lóð við Hlíðargötu,PA090840 að vestan, þá þriðju frá Lögbergsgötu. Um haustið fékk hann að reisa steinsteypt íbúðarhús, 10,85x8,50m að stærð, eina hæð á háum kjallara með skúrþaki. Friðjón, sem jafnframt teiknaði húsið, var afkastamikill múrara- og byggingameistari og byggði eða kom að byggingu margra húsa, stórra jafnt sem smárra, og þá oft í félagi við Gaston Ásmundsson. Á teikningum sínum að húsinu  kallar Friðjón einmitt húsið „Hús Friðjóns og Gastons“. Nokkrum árum síðar byggði Friðjón hús á Bjarkarstíg 3,  en hann hefur líklega ekki verið búsettur lengi hér. Á meðal allra fyrstu íbúa hússins var frú Hólmfríður Jónsdóttir en hún lést 1944 og margir hafa búið hér síðan. Hlíðargata 5 er reisulegt funkishús, steinsteypt á kjallara með einhalla aflíðandi þaki og stölluðum þakkanti, og mjóu útskoti til norðausturs og inndregnum inngöngudyrum í kverk á milli. Þak er pappaklætt og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Húsið einfalt og látlaust og í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Húsið mun nokkurn veginn óbreytt frá upphafi að ytra byrði. Í Húsakönnun 2015 telst það hafa varðveislugildi sem hluti þeirrar samstæðu heildar sem húsaröðin við Hlíðargötu er. Þar er einnig tekið fram, að „Athuga mætti litaval betur með hliðsjón af stíl hússins“ (Ak.bær, Teiknistofa arkitekta 2015: 115). Þá var húsið grænleitt, en þegar meðfylgjandi mynd er tekin þann 9. Október skartar húsið hvítum lit. Ein íbúð er í húsinu.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr.868 , þ. 7. mars  1941. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 884, 17. sept. 1941. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband