Hús dagsins: Holtagata 4

Á meðal þess sem Bygginarnefnd Akureyrar tók fyrir á síðasta fundi sínum PA090823á árinu 1941, 29. des., var að úthluta Stefáni Reykjalín lóðina Holtagötu 4. Hálfu ári síðar, eða 3. júlí 1942 tók nefndin fyrir afsal Stefáns á lóðinni til Björns Guðmundssonar. Birni var jafnframt veitt leyfi til að reisa hús, eftir teikningum Stefáns, á lóðinni; húsið á einni hæð á lágum kjallara og með valmaþaki, byggt úr steinsteypu og með steinlofti yfir kjallara. Stærð hússins 9,3x7,8m auk útskots, 4,0x1,0m að vestan. Húsið hefur væntanlega verið risið árið 1943, en það er a.m.k. skráð byggingarár þess.

Holtagata 4 er steinhús, einlyft á háum kjallara og með valmaþaki. Hluti framhliðar skagar fram og í kverkinni er bogadregið útskot; anddyri og steyptar tröppur upp að því. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum og horngluggar í anda funkisstefnunnar til suðurs, en sexrúðugluggar (franskir gluggar) á andyrisskála. Veggir eru múrhúðaðir og bárujárn á þaki. Anddyrisbyggingin er svo að segja nýleg, eða ríflega 20 ára gömul, byggð 1997 eftir teikningum Aðalsteins Viðars Júlíussonar.   

Björn Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúi, sá er byggði húsið og kona hans, Ragnheiður Brynjólfsdóttir bjuggu hér bæði til æviloka, hann lést 1979 og hún 1993. Þannig bjó sama fjölskyldan hér í hálfa öld og líkast til hefur húsinu alla tíð verið vel við haldið. Húsið er að mestu leyti óbreytt frá upphafi að ytra byrði, að undanskilinni forstofubyggingu sem setur ákveðinn svip á húsið, sem er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í skemmtilegri götumynd Holtagötu. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 897, þ. 29. des. 1941. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband