Hús dagsins: Lögbergsgata 5

Árið 1939 fékk Geir Þormar lóð við sunnanverða Lögbergsgötu, PA090819 þá næstu vestan við Gunnar Eiríksson [Lögbergsgata 3]. Þá fékk Geir einnig byggingarleyfi fyrir íbúðarhús úr steinsteypu, einni hæð á kjallara 7,5x8m, ekki fylgir frekari lýsing á húsinu. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Tómasson.

Lögbergsgata 5 er einlyft steinsteypuhús með lágu risi á háum kjallara, eða jarðhæð, eða byggt á pöllum, því svo virðist sem vestari hluti hússins standi eilítið hærra en sá eystri. Þannig er risið „mishátt“ þ.e. hærra og brattara austan megin. Á framhlið eru inngöngudyr og tröppur auk bílskúrsdyra, en kjallari vesturhluta er að hluta til innbyggður bílskúr. Á bakhlið eru svalir til suðurs. Lóðréttir póstar eru í gluggum, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir.

Í upphafi var Lögbergsgata 5 einfalt funkishús með flötu þaki, ekki ósvipað næsta húsi nr. 3. Árið 1961 var byggt við húsið eftir teikningum Guðlaugs Friðþjófssonar. Var þá byggt við húsið til vesturs, íbúðarrými á efri hæð og bílskúr á jarðhæð. Yfir öllu húsinu var risþak, brattara austan megin enda vesturhluti hærri. Segir í Húsakönnun 2015 að húsið hafi þá fengið „[...] módernískt yfirbragð í samræmi við húsatísku þess tíma“ (Ak. bær, Teiknistofa Arkitekta 2015: 148). Horngluggar funkisstefnunnar eru enn til staðar austan megin á húsinu. Ýmsir hafa átt húsið og búið í gegn um tíðina. Geir Guttormsson Þormar, sá er byggði húsið, var tréskurðarmeistari og kennari við Gagnfræðaskólann hér í bæ þar sem hann kenndi m.a. teikningu og „handavinnu pilta“. Hann lést árið 1951, aðeins 53 ára að aldri. Á 10. áratug 20. aldar hafði Kranaleiga Benedikts Leóssonar aðsetur í húsinu. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út og er til mikillar prýði í götumynd Lögbergsgötu. Lóðin er einnig vel hirt og gróin, t.d. er nokkuð gróskumikið reynitré framan við húsið, austarlega á lóð. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 9. Október 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 830, þ. 14. mars 1939. Fundur nr. 837, 13. júní 1939. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 767
  • Frá upphafi: 419903

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 605
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband