Hús dagsins: Lögbergsgata 9

Á fundi sínum þann 26. ágúst 1938 veitti PA090817Byggingarnefnd Akureyrar Bjarna Kristjánssyni efstu lóðina við sunnanverða Lögbergsgötu. Svo vildi til, að á sama fundi var einnig tekin fyrir umsókn Marinós L. Stefánssonar um sömu lóð en Bjarna veitt lóðin. Ekki er að sjá annað en að Bjarni hafði hreppt hnossið einfaldlega vegna þess, að erindi hans var tekið fyrr fyrir á fundinum; fyrstur kemur fyrstur fær. En í því samhengi má nefna, að svo vildi til, að Bjarni og Marinó höfðu skrifað umsóknarbréf sín sama dag, þ.e. 20. ágúst. En Bjarni fékk lóðina á þessum fundi ásamt byggingarleyfi (oftast fengu menn lóðirnar fyrst og svo gátu liðið vikur eða mánuðir þar til menn fengu byggingarleyfi). Bjarni fékk að byggja íbúðarhús, eina hæð á kjallara, 9x8,2m að grunnfleti, með flötu þaki, kjallari úr steinsteypu og þak úr timbri. Teikningarnar gerði Guðmundur Magnússon og var húsið fullbyggt 1939.

Lögbergsgata 9 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara með flötu þaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru á þremur hornum, NV, SV og SA og á suðurhlið eru steyptar tröppur og inngöngudyr. Krosspóstar eru í gluggum, þakpappi á þaki og veggir múrsléttaðir.

Skömmu eftir byggingu hússins eða 1940 eignuðust húsið þau Jón Eðvarð Jónsson rakarameistari og Ingibjörg Sigurðardóttir og bjuggu þau þarna í rúma hálfa öld eða til æviloka. Hann lést 1993 en hún 1996. Húsið var einbýli í upphafi en síðar var innréttað íbúðarrými í kjallara. Húsið hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald en húsið er að mestu óbreytt frá upphafi og hefur varðveislugildi 1 skv. Húsakönnun 2015. Árið 1989 kviknaði í á neðri hæð hússins og varð þá töluvert tjón en allt var endurbyggt með glæsibrag.  Húsið er í mjög góðri hirðu og lítur vel út, gluggapóstar virðast t.d. nýlegir. Á lóðinni stendur einnig bílskúr, byggður árið 2005 eftir teikningum Haraldar Árnasonar.  Lóðin er einnig vel hirt og gróin, á lóðarmörkum er steyptur veggur með timburverki á milli stöpla. Ein

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 821, þ. 26. ágúst 1938. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband