Hús dagsins: Helgamagrastræti 5

Helgamagrastræti 5 reisti Agnar Guðlaugsson árið 1936 á lóð P2240898sem hann fékk útvísað ásamt húsgrunni, frá Samvinnubyggingafélaginu. Líkt og nærliggjandi hús er það byggt eftir teikningu Þóris Baldvinssonar og er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með lágu valmaþaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, sem og svalir á efri hæð á SA horni. Perluákast  er á veggjum og eru þeir málaðir í múrlit en pappi á þaki.

Agnar Guðlaugsson, sem byggði Helgamagrastræti 5, starfaði m.a. sem fulltrúi hjá KEA, einnig sem deildarstjóri og sá um innkaup hjá félaginu. En þessi hús syðst við Helgamagrastræti voru einmitt reist fyrir starfsmenn Kaupfélagsins, sem stóðu að Samvinnubyggingafélaginu. Agnar lést í árslok árið 1939, aðeins 36 ára. Ekkja Agnars, Sigrún Pétursdóttir bjó hér áfram um árabil eftir lát hans. Húsið hefur mest alla tíð verið einbýli en þó voru þarna a.m.k. tvær íbúðir á tímabili. Húsið er lítið sem ekkert breytt frá upphaflegri gerð, en hefur þó alla tíð verið vel við haldið.

Helgamagrastræti 5 hlýtur í Húsakönnun 2015 2. stigs varðveislugildi sem hluti þeirrar merku heildar, sem funkishúsaröð Samvinnubyggingafélagsins er. Húsið er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði sem og lóðin sem er vel gróin og ræktarleg. Sigrún Pétursdóttir mun hafa ræktað garð sinn af alúð og natni á sínum tíma, og mögulega hefur hún gróðursett lerkitrén sem áberandi eru og prýða mjög garðinn á Helgamagrastræti 5. Trjágróður setur mikinn svip á Helgamagrastrætið, líkt og gjörvalla Ytri Brekkuna. (Alkunna er, að þessi hluti bæjarins er sem skógur á að líta þegar horft er yfir Pollinn til Akureyrar af hlíðum Vaðlaheiðar).P8310023 Á lóðinni stendur  gróskumikið og verklegt Evrópulerki suðaustan hússins, og er það talað með merkari trjám á Akureyrar; rataði a.m.k. í bæklingin Merk tré árið 2005. Þá var hæð þess 11,5m en væntanlega er það orðið eitthvað hærra þegar þetta er ritað, tæpum hálfum öðrum áratug síðar.  Hér er mynd sem tekin var í ágústlok 2013 í Trjágöngu Skógræktarfélagsins um Brekkuna. Myndin ef húsinu er tekin þann 24. febrúar 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 767, þ. 4. jan. 1936. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 608
  • Frá upphafi: 420081

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 458
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband