Hús dagsins: Helgamagrastræti 15

Helgamagrastræti 15, sem stendur á suðvestan megin á P2240895horni Hamarstígs og Helgamagrastrætis, reisti Oddur Kristjánsson byggingameistari árið 1946, eftir teikningum Guðmundar Gunnarssonar.  Byggingarleyfi Odds hljóðaði upp á „Hús úr steinsteypu með valmaþaki, tvær hæðir með kjallara undir hluta hússins. Stærð 9,3x12,5m“.  Þessi lýsing á raunar enn við, enda húsið svo til óbreytt frá upphafi að ytra byrði. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki, á lágum kjallara. Útskot er suðurs og þaðan gengið út svalir á annarri hæð en inngöngudyr og steyptar tröppur norðaustan megin. Gluggapóstar eru ýmist lóðréttir eða þverpóstar, veggir eru múrsléttaðir en bárujárn á þaki.

Oddur Kristjánsson, sem byggði Helgamagrastræti 15 var fæddur árið 1901 í Saurbæ í Eyjafirði. Hann nam byggingariðn hjá Eggert Melsteð á Akureyri en fluttist austur á Fljótsdalshérað þar sem hann bjó og starfaði við iðn sína á fjórða áratugnum. Hann byggði þar þó nokkur hús og líklega er það þekktasta Skriðuklaustur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, sem byggt er 1939. Árið 1942 fluttist hann aftur til Akureyrar og byggði Helgamagrastræti 15 fjórum árum síðar. Oddur starfaði sem byggingameistari hjá Akureyrarbæ og kom að byggingu fjölmagra stórhýsa og opinberra bygginga í bænum, þ.á.m. P4010504sundlaugarhúsinu, sjúkrahúsinu, bæjarskrifstofum o.fl. Auk þess vann hann sem leiktjaldasmiður og leiksviðsstjóri hjá Leikfélagi Akureyri. Eiginkona Odds var Guðbjörg Guðmundsdóttir Kjerúlf,. Guðbjörg var frá Hafursá við Hallormstað á Hérðaði, en þess má geta, að þau kynntust þegar Oddur vann við byggingu íbúðarhúss þar. Oddur og Guðbjörg bjuggu hér til ársins 1971 að þau fluttust til Reykjavíkur.

Helgamagrastræti 15 er reisulegt hús og í góðri hirðu. Það mun teiknað sem tvíbýlishús, hvor íbúð á sinni hæð og er svo enn. Húsið hlýtur varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015 sem hluti af merkri heild. Á lóðinni ber mikið á gróskumiklum trjám, framan við húsið er mikið lerkitré  og á baklóðinni er gróskumikið og stæðilegt grenitré. Síðuhafi kann ekki að tegundagreina það nákvæmlega en myndi giska á annað hvort sitka- eða rauðgreni. En tréð er a.m.k. 15 m hátt og til mikillar prýði. Myndin af húsinu er tekin 24. febrúar 2019, en myndin af trénu er tekin 1. apríl 2017.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1037, þ. 2. nóv. 1945. Fundur nr. 1056, 3. maí 1946. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Skriðuklaustur, hús Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) rithöfundar. Oddur Kristjánsson mun hafa stýrt byggingu þessa merka og glæsta húss en húsið er byggt 1939. Sjö árum síðar byggði Oddur Helgamagrastræti 15. Myndin af Skriðuklaustri er tekin 28. júní 2007. 

P6280043


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll enn.  Guðbjörg var frá Hafurs, segir þú. Áttu við Hafursá, og er sá bær ekki á Héraði?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 6.7.2019 kl. 21:55

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Jú, að sjálfsögðu átti að standa þarna Hafursá, og sá bær er vitaskuld á Héraði, takk fyrir þetta. Leiðréttist hér með. 

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.7.2019 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 748
  • Frá upphafi: 419884

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband