Svipmyndir að sunnan

Um daginn birti ég nokkrar myndir, teknar á Eyjafjarðarsvæðinu. Hér koma nokkrar myndir, teknar sl. vikur á suðvesturhorninu.

20190704_223045

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til NV af Ásfjalli ofan Hafnarfjarðar í kvöldsólinni þann 4. júlí sl.

20190704_223013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til vesturs af Ásfjalli horft yfir Reykjanesskagan norðanverðan. Lengst til vinstri er hinn formfagri Keilir (379 m) en þarna má einnig sjá Trölladyngju (402m) nær miðri mynd.

P7060903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Innri Njarðvík, böðuð kvöldsól að kvöldi laugardagsins 6. júlí sl. Þarna er Keilir nokkurn veginn fyrir miðri mynd. Horft frá Grænásbraut á Ásbrú.

P7130901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru tvær "kynslóðir" Garðskagavita, sá eldri til vinstri er byggðu 1897 en sá yngri, lengst til hægri er byggður 1944. Myndin tekin í fjörunni í Garðhúsavík við Garðskaga laugardaginn 13. júlí sl.

P7130906

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margt má finna í fjöru, t.d. fjörukál (Cakile arctica) sem vex víða við Reykjanesskagann, þ.á.m. við Garðskaga. 

P7140899

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suðvestan megin á Reykjanesskaganum má sjá Brimketil, nokkurs konar skál eða skessuketil í hrauninu við flæðarmálið, sem að jafnaði er full af öldum Atlantshafsins sem þarna dynja af ákafa. Myndin tekin sl. sunnudag, 14. júlí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 763
  • Frá upphafi: 419854

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 604
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband