Hús dagsins: Helgamagrastræti 21

Helgamagrastræti 21 reisti Ragnar Jóhannesson búfræðingur og P5030909verslunarmaður frá Engimýri í Öxnadal árið 1946. Hann fékk haustið 1945 lóð og byggingarleyfi við Helgamagrastræti, þá þriðju norðan við Halldór Halldórsson [Hamarstígur 10] auk byggingaleyfis. Þess má geta, að téður Halldór teiknaði einmitt hús Ragnars, sem fékk byggingarleyfi fyrir húsi, einni hæð á kjallara, með flötu þaki. Veggir og loft úr steinsteypu, stærð 12x9,2m. Það má segja, að kjallari hússins sé í allra hæsta lagi og raunar álítur sá sem þetta ritar nær að segja húsið á tveimur hæðum eða tvílyft.

Helgamagrastræti 21 er tvílyft steinsteypuhús, einfalt og stórt funkis, með flötu þaki og útskotum að norðan og sunnan sem og að framan og í kverkinni þar eru inngöngudyr og steyptar tröppur, með tröppulaga handriði. Á suðurhlið eru svalir. Veggir eru klæddir steiningu, þak pappaklætt og lóðréttir póstar í gluggum.

Ragnar Jóhannesson, sem byggði húsið mun hafa búið hér í um áratug en vorið 1955 auglýsir hann húsið, sem er „2 4 herbergja íbúðarhæðir“ til sölu. Þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf á aðalskrifstofu SÍS, en hann hafði fengist við ýmis verslunar- og skrifstofustörf hér í bæ. Eignkona Ragnars Jóhannessonar var Margrét Jósepsdóttir, fædd á Vatnsleysu í Skagafirði. Þau hjónin voru ötult garðræktarfólk og hlutu árið 1954 verðlaun Fegrunarfélags Akureyrar fyrir garðinn hér að Helgamagrastræti 21.

Enn er garðurinn gróskumikill og vel hirtur; þar eru m.a. nokkur  reynitré. Nokkur hæðarmunur er á lóðunum við austanvert Helgamagrastrætið og standa húsin líklega 2-3m ofan götubrúnar. Upp við brekkuna á lóðarmörkum er steyptur veggur, sem mun upprunalegur. Hann er í góðri hirðu, líkt og lóðin og húsið sjálft. Helgamagrastræti 21 hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1, sem hluti af áhugaverðri heild. Og það má með sanni segja, að hinn mikla heild funkishúsa frá fimmta áratug 20. aldar við Helgamagrastrætið sé áhugaverð. Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 955, 3. Sept. 1945. Fundur 957, 24. sept. 1945.  Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Mér sýnist að engin leið sé inn í þessi hús nr.17-23 nema upp tröppurnar, þótt bílastæði sé milli 21 og 23. Eða er hægt að komast að þeim frá Þórunnarstræti? Ekki myndi mig langa til að ganga þarna niður+upp á hverjum degi að vetrarlagi. Þurfa ekki íbúar sjálfir að moka snjóinn, þar sem tröppurnar eru inni á lóðunum?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.7.2019 kl. 14:09

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Þetta stemmir já, tröppurnar frá Helgamagrastrætinu eru líklega eina leiðin að þessum húsum. Ég veit ekki til þess, að gengt sé að þessum húsum frá Þórunnarstrætinu; má vera að svo sé í einhverjum tilfellum. En þessu er svosem svipað farið Þórunnarstrætismegin, þar sem húsin standa eilítið hærra en götubrún. Og rétt er það, íbúar bera ábyrgð á mokstri, a.m.k. að lóðarmörkum. Ég get ímyndað mér, að snjómokstur geti verið drjúgur á þessum slóðum sem og t.d. í Oddeyrargötunni, Munkaþverárstræti og Eyrarlandsvegi, þar sem hús standa mörg hver hátt og innarlega á lóðum.

Kveðja, Arnór Bliki.

Arnór Bliki Hallmundsson, 25.7.2019 kl. 19:40

3 identicon

Sæll aftur. Ég fór að skoða Þórunnarstrætið, og sýnist nr.118 vera skrítið hús. Þar liggja tröppur upp en engar dyr við þær. Þetta Google Street View er 2ja ára gamalt, svo kannski hefur þetta breyst. Ég kem til Akureyrar í ágúst, og þá skoða ég þetta.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 26.7.2019 kl. 13:17

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl aftur. Þú segir nokkuð, hef ekki tekið eftir þessu. Gef þessu auga næst þegar ég fer um Þórunnarstrætið. Kveðja, Arnór. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 27.7.2019 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband