Hús dagsins: Helgamagrastræti 22

Árið 1945 fékk Valdemar Sigurðsson lóð og byggingarleyfi á lóð, sem þá taldist Helgamagrastræti 16, P5030915ásamt byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi; 11,6x7,5m að grunnfleti með útskoti, 5,6x1m til suðurs, kjallari úr steinsteypu, íbúðarhæðir úr steinsteypu og valmaþak úr timbri. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Magnússon og fullbyggt var húsið 1946. Hvers vegna og hvenær Helgamagrastræti 16 varð að 22 liggur ekki fyrir. Heimilisfangið Helgamagrastræti 22 kemur ekki fyrir á timarit.is fyrr en 1959, en Helgamagrastræti 16 aðeins einu sinni. Gæti í því tilviki aðeins verið um að ræða villu, því þar segir frá andláti Kristínar Sigfúsdóttur skálds, sem sögð er búsett þar. Þarna er væntanlega átt við næstu götu neðan við á Ytri Brekkunni, Munkaþverárstræti 16, en þar var Kristín búsett síðustu æviárin. En svo sem rakið er í greininni um Helgamagrastræti 20 vantar númerin 14, 16 og 18 inn í götuna.

Helgamagrastræti 22 er einlyft steinhús (steinsteypa og r-steinn) á háum kjallara eða jarðhæð og með lágu valmaþaki. Útskot er til suðurs og í kverkinni á milli inngöngudyr og steyptar tröppur. Á austurhlið er steypt viðbygging og fellur hún vel að húsinu.  Bárujárn er á þaki og múrhúð á veggjum, en einfaldir lóðréttir póstar með láréttum neðri fögum í gluggum (Eða einfaldir lóðréttir póstar með lóðréttum opnanlegum fögum). Voldugur sólpallur úr timbri við suðurhlið en þar er hæðarmismunur lóðar nýttur þannig að pallurinn er áfastur inngangi á hæð.  

Ekki er það venjan hér, að rekja eigenda- og íbúasögu húsanna í þaula. En það liggur hins vegar fyrir að Valdemar Sigurðsson, sem byggði húsið seldi það Kristjáni Pálssyni haustið 1959 og er það skjalfest í Viðskiptatíðindum fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu þann 1. des. 1959. Kristján var vélfræðingur, fæddur á Flateyri og bjó hann hér til æviloka 1972 og ekkja hans, Ása Helgadóttir frá Ísafirði um árabil eftir hans dag. Hafa síðan ýmsir búið hér en öllum auðnast að halda húsi og lóð vel við. Árið 2002 var byggt við húsið til austurs og þaki breytt, eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar.

Húsið er í mjög góðri hirðu og lóðin vel gróin og hirt. Baklóð hússins liggur að skemmtilegum, ca. 0,4 ha. túnbletti sem liggur á milli Helgamagrastrætis í austri, Hamarstígs í suðri, Bjarkarstígs í norðri og Munkaþverárstræti í austri. Þessi græni blettur er, eftir því sem ég kemst næst nafnlaus, en  þarna er um að ræða skemmtilega græna perlu í grónu hverfi. Í Húsakönnun 2015 hlýtur Helgamagrastræti 22 1. stigs varðveislugildi sem hluti af áhugaverðri heild. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1011, þ. 20. aprí 1945. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 166
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 775
  • Frá upphafi: 419866

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband