Hús dagsins: Helgamagrastræti 25

Helgamagrastræti 25 reisti Snæbjörn Þorleifsson P5030906bifreiðaeftirlitsmaður og ökukennari árið 1945. Hann falaðist eftir lóðinni norðan við hús Guðmundar Tómassonar, þ.e. Helgamagrastræti 23. Á sama tíma hafði Rafveita Akureyrar uppi áform um að reisa spennistöð þarna og var lóðarveitingin háð þeim skilyrðum, að Snæbjörn næði samkomulagi við rafveitustjóra. Svo virðist, sem þeir samningar Snæbjörns og Rafveitunnar hafi þegar náðst, því á þessum sama fundi Byggingarnefndar liggur fyrir, að spennistöðin verði í kjallara hússins. Fékk Snæbjörn þannig byggingarleyfi,  fyrir húsi á einni hæð á kjallara, steinsteyptu með steingólfi. Kjallari undir hálfu húsinu. Stærð 12,65x8,85m auk útskots að austan 5,5x1m.  Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Axfjörð.

Helgamagrastræti 25 er einlyft steinhús, og flokkast undir einfalt funkis. Húsið skiptist raunar í tvær álmur, sú syðri er á lágum grunni með valmaþaki en sú ytri á háum kjallara og með valmaþaki. Byggingarlag á borð við þetta, að hluti hús standi „hálfri hæð“ ofar er jafnan kallað „byggt á pöllum“. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum, veggir múrsléttaðir og bárujárn á þaki.

Snæbjörn Þorleifsson, sem fæddur var á Grýtu í Öngulsstaðahreppi, var um árabil fulltrúi hjá Bifreiðaeftirlitinu og ökukennari, en starfaði áður sem bifreiðarstjóri. Hann var einn þeirra fyrstu hér í bæ til þess að öðlast ökuréttindi; handhafi ökuskírteinis nr. 14. Snæbjörn bjó hér til æviloka, en hann lést árið 1959, aðeins 58 ára að aldri. Snæbjörn Þorleifsson var kvæntur Jóhönnu Þorvaldsdóttur. Ýmsir hafa átt húsið og búið þar, svo sem gengur og gerist með tæplega 75 ára gömul hús. Árið 1994 var þakið endurnýjað; núverandi valmaþak byggt, eftir teikningum Birgis Ágústssonar.

Húsið er í mjög góðri hirðu og lítur vel út, og tekur sem hornhús þátt götumyndumP5030905 Bjarkarstígs og Helgamagrastrætis. Húsið hlýtur varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015, sem hluti af áhugaverðri heild. Á lóðarmörkum er, líkt og víðs vegar við Helgamagrastrætið, steyptur veggur með járnavirki og lóðin er vel gróin og í góðri hirðu.  Ber þar e.t.v. mest á mikilli ösp, sem síðuhafi giskar á að sé Alaskaösp á norðvesturhorni lóðar. Öspin er a.m.k. 15 m há, jafnvel öðru hvoru megin við 20 metrana. Ein íbúð er í húsinu. Myndirnar eru teknar þann 3. maí 2019.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1009, þ. 6. apríl 1945. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 420107

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband