Hús dagsins: Helgamagrastræti 38

Í mars 1942 fékk Vilhjálmur Jónsson lóð við Helgamagrastræti að vestan, P5030897fimmtu lóð norðan Krabbastígs [sem ári síðar varð Bjarkarstígur]. Í júní sama ár var Vilhjálmi veitt byggingaleyfi: Íbúðarhús, ein hæð á kjallara með lágu valmaþaki. Útveggir úr r-steini og loft úr steinsteypu. Stærð hússins 9,3x8,5m auk útskota; 1,2x6,0m að norðan og 1,0x4,2m að sunnan. Teikningarnar að Helgamagrastræti 38 gerði Halldór Halldórsson.

Tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki. Útskot eða inngönguskúr er til norðurs en miklar steyptar tröppur upp að inngöngudyrum efri hæðar á framhlið. Steining er á veggjum, bárujárn á þaki en einfaldir póstar í gluggum. Horngluggar í anda funkisstefnunnar til suðurs. Miklar tröppur liggja frá bílaplani neðst á lóð, og hafa þær nýlega verið endursteyptar.

Vilhjálmur var fæddur á Ystabæ í Hrísey, var vélvirki og bifvélavirki og stundaði auk þess ökukennslu. Hann fékkst einnig um árabil við öryggiseftirlit með vélknúnum ökutækjum  Vilhjálmur Jónsson og eiginkona hans, Magnea Daníelsdóttir bjuggu hér um árabil, eða þar til Vilhjálmur lést árið 1972. Þess má geta, að þau hjónin Vilhjálmur og Magnea voru bæði fædd sama dag, 15. janúar 1905.  Á fimmta áratugnum bjó hér einnig Gunnar Hallgrímsson tannlæknir frá Dalvík. Hann nam tannlækningar í Kaupmannahöfn  og lauk prófi þar 1936 en settist að á Akureyri 1938, þar sem starfrækti tannlæknastofu sína í Hafnarstræti 96, París. Gunnar fórst  í hinu skelfilega flugslysi í Héðinsfirði þann 29. maí 1947.  Helgamagrastræti 38 er stórglæsilegt hús og hefur nýlega hlotið miklar endurbætur, hvort tveggja hús og lóð  og er frágangur þess allur hinn snyrtilegasti. Útitröppur hafa m.a. verið endursteyptar, árið 2012 eftir teikningum Loga Más Einarssonar (núverandi formaður Samfylkingarinnar). Svo sem sjá má hafa endurbætur á hús og lóð heppnast stórkostlega og húsið og allt umhverfi þess til mikillar prýði.  Í Húsakönnun 2015 hlýtur Helgamagrastræti 38 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 901, 6. mars 1942. Fundur nr. 913, 5. júní 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband