Hús dagsins: Helgamagrastrćti 40

Helgamagrastrćti 40 reistu ţeir Páll Gunnarsson kennari og tengdafađir hans, Hólmgeir P5030896Ţorsteinsson, bóndi á Hrafnagili áriđ 1946. Síđla árs 1945 og voriđ 1946 fékk  Hólmgeir annars vegar lóđina og hins vegar byggingarleyfi fyrir hönd Páls. Í bókunum bygginganefndar kemur ekkert fram um stćrđ og gerđ hússins, ađeins ađ Hólmgeir fái byggingaleyfi samkvćmt teikningum Haraldar Ţorvaldssonar. Engu ađ síđur mun Guđmundur Gunnarsson hafa gert teikningarnar ađ húsinu, sem ekki eru ađgengilegar á Landupplýsingakerfinu, en kemur fram hér á teikningum Ágústs Hafsteinssonar.

Helgamagrastrćti 40 er tvílyft steinhús  međ lágu valmaţaki. Útskot til vesturs á framhliđ og í kverkinni á milli eru svalir sem skaga út fyrir suđurhliđ og ná ađ útskoti til suđurs. Svalirnar voru stćkkađir í núverandi mynd áriđ 2002, eftir teikningum Bjarna Reykjalín Einfaldir lóđréttir póstar eru í gluggum og bárujárn er á ţaki en veggir eru múrhúđađir.

Páll Gunnarsson og kona hans, Guđrún Margrét Hólmgeirsdóttir bjuggu hér um áratugaskeiđ, allt ţar til hún lést áriđ 1983. Páll, sem  var fćddur í Garđi í Fnjóskadal, kenndi um árabil viđ Barnaskóla Akureyrar, var ţar skólastjóri og var einnig formađur Barnaverndarnefndar Akureyrar. Páll Gunnarsson lést áriđ 1991. Guđrún var fćdd á Grund í Eyjafirđi, en móđir hennar var Valgerđur Magnúsdóttir, dóttir hins valinkunna athafnamanns og stórbónda Magnúsar á Grund. Ţau Páll og Guđrún munu hafa haft mikiđ yndi af garđyrkju, og segir í minningargrein Ragnars Jónassonar um Pál ađ ţau hafi rćktađ fallegan gróđurreit úr grýttum og rýrum jarđvegi, og ţar hafi Páll unađ viđ rćktun trjáa og matjurta. Enn standa nokkur stćđilega reynitré á lóđinni, enda ţótt fallegi gróđurreiturinn hafi vafalítiđ tekiđ ţó nokkuđ breytingum frá tíđ Páls og Guđrúnar. Enda hafa margir átt hér heima síđan, en öllum eigendum auđnast ađ hirđa vel um lóđ og hús. Húsiđ er í mjög góđri hirđu og lítur vel út. Á lóđarmörkum er steyptur veggur međ stöplum ađ götu, líkt og tíđkast víđa viđ Helgamagrastrćtiđ.

Helgamagrastrćti 40 hlýtur í Húsakönnun 2015 varđveislugildi 1 sem hluti af áhugaverđri heild. Myndin er tekin ţann 3. maí 2019, en svo vill til, ađ ţann dag voru einmitt liđin rétt 73 ár frá ţví ađ Hólmgeiri Ţorsteinssyni var veitt byggingaleyfi fyrir húsinu.

 

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 1039, 23. nóv. 1945. Fundur nr. 1052, 3. maí 1946. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • PC070970
 • PB240992
 • PB170988
 • PB030982
 • PA270988

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 232
 • Sl. sólarhring: 248
 • Sl. viku: 1173
 • Frá upphafi: 259488

Annađ

 • Innlit í dag: 121
 • Innlit sl. viku: 762
 • Gestir í dag: 118
 • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband