Hús dagsins: Helgamagrastræti 45

Páll Friðfinnsson, byggingameistari í Munkaþverárstræti 42, P5030891teiknaði og byggði árin 1943-45 tvö hús við neðanvert Helgamagrastrætið, númer 44 og 45. Í febrúar 1944 sótti Páll Friðfinnsson og fékk lóð nr.35 við Helgamagrastræti en bygginganefnd upplýsir á sama fundi að lóðin sé nr. 45. Páll fékk að byggja íbúðarhús á einni hæð á kjallara og með lágu valmaþaki. Húsið byggt úr steinsteypu með steinlofti, stærð að grunnfleti 9,5x7,5m auk útskots að austan 5x1,5m. Tekið er fram að kjallari megi ekki vera niðurgrafinn meira en 0,8m.  Teikningarnar að húsinu gerði Páll Friðfinnsson, svo sem áður hefur komið fram. Fullbyggt var húsið 1945, þannig að svo skemmtilega vill til, að Helgamagrastræti 45 er byggt ´45 wink.

Helgamagrastræti 45 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, sléttum múr á veggjum, bárujárn á þaki og einföldum lóðréttum póstum í gluggum. Á framhlið er útskot og í kverkinni á milli inngöngudyr á efri hæð og tröppur upp að þeim.

Elsta heimildin sem timarit.is gefur upp um Helgamagrastræti 45 er frá 6. ágúst 1953 þar sem Sigurður Jóhannesson á Landsímastöðinni auglýsir húsið til sölu. Tólf árum síðar, eða í desember 1965 auglýsir Ottó Pálsson húsið til sölu. Húsið er teiknað sem einbýlishús og hefur væntanlega verið það fyrstu áratugina, en árið 1983 er efri hæðin hins vegar auglýst til sölu, þannig að einhvern tíma fyrir þann tíma hefur húsinu verið skipt upp. Margir hafa átt hér og búið um lengri og skemmri tíma og á tímabili var í húsinu orlofsíbúð Landssambands lögreglumanna.

Húsið er í mjög góðri hirðu og lóð vel gróin og hirt, gróskumikil birkitré auk smærri runna og trjáa. Húsið er nokkurn vegin óbreytt frá upprunalegri gerð og hlýtur það í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild, hluti af samfelldri röð funkishúsa. Helgamagrastræti er líklega ein lengsta samfellda röð funkishúsa á Akureyri, enda gatan töluvert löng á Akureyrskan mælikvarða íbúðagatna. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 965, 25. feb. 1944. Fundur nr. 975, 12. maí 1944.  Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 420165

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband