Hús dagsins: Helgamagrastræti 53

Við Helgamagrastræti standa aðeins þrjú hús, sem byggð eru eftir 1950. P5030883Eru það Leikskólinn Hólmasól sem byggður er 2005, Helgamagrastræti 10 sem byggt er 1985 og Helgamagrastræti 53, sem jafnframt er nyrsta og lang-langstærsta hús götunnar. Helgamagrastræti er fimm hæða fjölbýlishús byggt 1990 eftir teikningum Hauks Haraldssonar. Að byggingunni, sem hófst 1988, stóð Híbýli hf. En ekki vildi betur til en svo haustið 1989 varð félagið  gjaldþrota og kom Akureyrarbær að því að ljúka við bygginguna. Um innréttingu íbúða sáu SJS verktakar. Efsta hæðin er svokölluð „penthouse“ nokkurs konar hús ofan á húsi, eða einbýli ofan á fjölbýli. Hún er minni að grunnfleti en húsið sjálft en þar eru tvær íbúðir. Annars eru fimm íbúðir á hverri af fjórum hæðum hússins, alls 22 íbúðir í öllu húsinu. Lesendur hafa eflaust veitt því athygli, að sá sem þetta ritar, minnist á það í hverri einustu húsagrein, að margir hafa búið eða ýmsir hafi búið í húsunum gegn um tíðina. Og enda þótt þetta hús sé miklum mun yngra en flest þau hús sem fjallað hefur verið um hér á það svo sannarlega við hér.

Helgamagrastræti 53 liggur raunar að þremur götum, norðurhlið snýr að Munkaþverárstræti sem tengist Þórunnarstræti og þverar Helgamagrastrætið, sem liggur áfram til norðurs og tengist Brekkugötu við Hamarkotsklöpp (Myllunef). Þar snýr húsið mót Lögreglustöðinni, sem stendur við Þórunnarstrætið. Og að þeirri götu snýr einmitt vesturhlið Helgamagrastrætis 53. Aðkoman að húsinu og bílastæði hússins austanmegin er hins vegar við Helgamagrastrætið og telst húsið því standa við þá götu. Helgamagrastræti 53 er eitt stærsta húsið á Ytri Brekkunni, hvað varðar hæð og rúmtak og er áberandi kennileiti. Hærri eru þó blokkirnar Baldurshagi og Myllan við neðst við Brekkugötu. En þó má halda því til haga, að enda þótt Helgamagrastræti 53 sé gjörólíkt nærliggjandi húsum að stærð og gerð, er húsið með valmaþaki líkt og funkishúsaröðin næst sunnan og ofan við. Húsakönnun 2015 telur ekki tímabært að meta varðveislugildi hússins, enda tiltölulega nýlegt til þess að gera. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Helgamagrastræti 53 er eitt þriggja húsa af 43 við Helgamagrastræti,PC070970 sem byggð eru eftir 1950. Yngsta húsið er Leikskólinn Hólmasól, sem byggður er 2005 og liggur á milli húsa nr. 27 og 45 við götuna. Enda þótt leikskólinn og lóð hans sé þetta nýlegur má segja að hann standi á gömlum merg, því á þessari lóð var leikvöllur frá því um miðja 20. öld, að Helgamagrastrætið var að byggjast. Myndin af Hólmasól er tekin þann 7.desember 2019; og þarna má sjá græn lauf á trjám og runnum.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 462
  • Frá upphafi: 419243

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband