Hús dagsins: Laugargata 1

Laugargata er tiltölulega stutt sem liggur í N-S samsíða Möðruvallastræti, milli Skólastígs í norðri og Hrafnagilsstrætis í suðri. Við hana standa aðeins þrjú hús, eitt vestanmegin og tvö austanmegin og eru þau byggð 1944-47. Laugargata er um 90m að lengd skv. grófri mælingu á kortavef ja.is.

Laugargötu 1 reisti Guðmundur Gunnarsson byggingarmeistari árið 1944PC070960 eftir eigin teikningum. Honum var úthlutað  lóð næst sunnan Gunnars Larsens (þ.e. Skólastíg 5) og leyfi til að byggja hús úr steinsteypu, eina hæð á háum kjallara með valmaþaki, að stærð 9,5x9,5m, og taldist þessi lóð við Skólastíg.  Það var ekki fyrr en í nóvemberlok 1944 sem heitið Laugargata var samþykkt á þvergötunni frá Hrafnagilsstræti að Grófargilil, austan Gagnfræðaskólans, en Guðmundur fékk lóðina og byggingarleyfi 30. júní það ár.

Sú lýsing sem gefin er upp fyrir Laugargötu 1 í byggingarleyfinu á að mestu leyti við það enn, það er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara, eða jarðhæð, með lágu valmaþaki. Steining er á veggjum, bárujárn á þaki og skiptir póstar í gluggum, og á framhlið síður, margskiptur gluggi sem setur vissan svip á húsið. Nyrsti hluti framhlið skagar lítið eitt fram og í kverkinni á milli steyptar tröppur á hæð með skrautlegu steyptu handriði.

Guðmundur Gunnarsson, sem byggði húsið, var fæddur á Þinganesi í Hornafirði. Hann starfaði sem byggingameistari, teiknaði fjölmörg hús á Akureyri og kenndi fagteikningu við Iðnskólann á Akureyri. Svo fátt eitt sé nefnt. Hann var einnig lengi vel einn af helstu máttarstólpum Leikfélags Akureyrar, þar sem lék í fjölmörgum sýningum og fékks einnig við leikstjórn. Guðmundur var kvæntur Önnu Tryggvadóttur. Þau bjuggu hér um áratugaskeið, en íbúar hússins og eigendur eru væntanlega orðnir þó nokkrir eftir þeirra tíð.

Húsið hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald, virkar traustlegt og í góðu standi. Steyptir „pilar“ á handriði og síður gluggi á framhlið setja á það skemmtilegan svip. Þá er á lóðarmörkum steypt girðing með járnavirki, einnig í góðri hirðu. Í Húsakönnun 2016 er húsið metið með miðlungs, eða 5. stigs varðveislugildi og flokkast undir svokallað byggingameistarafunkis; funkisstíll aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Myndin er tekin þann 7. desember 2019.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 981, 30. júní 1944. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband