Hús dagsins: Norðurgata 39

Á reitnum sem afmarkast af Eyrarvegi í suðri, Sólvöllum í vestri, Víðivöllum í norðri og Norðurgötu í austri standa fjölmörg sams konar hús, parhús með láguP4220982 risi. Þessi byggð eru hús sem Byggingafélag Akureyrar reisti á fimmta áratug 20. aldar, eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar  og voru ætluð sem verkamannabústaðir.

26. ágúst 1939 fékk Byggingafélag Akureyrar einfaldlega „allar lóðir norðan Fjólugötu og við Eyrargötu“. Á þeim tíma markaði Fjólugata nokkurn veginn endimörk þéttbýlis Oddeyrar í norðri en umrædd Eyrargata, næsta gata norðan við, hlaut síðar nafnið Eyrarvegur. Byggingafélagið vildi að ekki yrði skylt að byggja þar fyrr en að 10 – 15 árum liðnum. Orðið var við þessu, en húsin risu eitt af öðru á næsta áratug. Norðurgata 39 og 41 voru byggð 1946-47.

Norðurgata 39 er einlyft steinhús með lágu risi, krosspóstum í gluggum og með steiningarmúr á veggjum. Húsið er parhús og telst suðurhlutinn 39a og norðurhlutinn 39b.

Á meðal fyrstu íbúa hússins voru þau Jón A. Jónsson málarameistari, ættaður úr Skagafirði og Hörgárdal og Hjördís Stefánsdóttir frá Haganesi við Mývatn. Þau munu hafa flutt inn í 39a árið 1946.  Húsið mun næsta lítið breytt frá upphafi og er í góðri hirðu. Hafa síðan margir búið í húsinu um lengri eða skemmri en öllum eigendum auðnast að halda húsinu og umhverfi þess mjög vel við. Húsið er a.m.k. í afbragðs hirðu. Árið 2001 var byggður bílskúr, eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar, við norðvesturhorn hússins. Höfundi er ekki kunnugt um varðveislugildi hússins, en húsið er annars vegar hluti umfangsmikillar samstæðar heildar verkamannabústaða frá fimmta áratug 20. aldar og hins vegar götumyndar Norðurgötu. Myndin er tekin þ. 22. apríl 2021.

Heimildir:  Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 841, 26. ágúst 1939.

Manntalsspjaldskrá fyrir Akureyri. 1941-50. Hvort tveggja varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 72
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 548
  • Frá upphafi: 417769

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband