Svívirðilegt athæfi

Svívirðilegt athæfi og ekkert minna en tilræði. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, en af frásögninni að dæma virðist þetta hafa verið einhver undirliggjandi pirringur gerenda, sbr. frásögn Maríu Agnar: "Ég er ekki búin að átta mig á því hvað fólk get­ur hatað hjól­reiðafólk mikið". Því miður virðist vera til örsmár hópur fólks sem telur hjólreiðafólk þriðja flokks borgara eða allt að því réttdræpt: Af því að hjólreiðafólk er "alltaf fyrir" og "fer ekki eftir reglum"  séu svona djöfuls ofbeldisverk allt að því réttlætanleg. Til allrar lukku er það mest "í kjaftinum" eða kannski öllu heldur á lyklaborðum þessa smáa hóps. Þetta kom nokkuð berlega í ljós fyrr í sumar, þegar ekið var á hjólreiðamann á Laugavegi. Það var nánast ótrúlegt að horfa upp á það á athugasemdakerfum, að fjölmargir tóku beinlínis upp hanskann fyrir ódæðismanninn og að hjólreiðamaðurinn, eða hjólreiðamenn yfirhöfuð gætu bara sjálfum sér um kennt fyrir svona lagað. Af því að hjólreiðafólk "tefur umferðina", er "alltaf fyrir" og "fer ekki eftir umferðarreglum" veldur ótta og óþægindum hjá gangandi vegfarendum. Alhæfingar-rugl og þrugl- þó vissulega séu til dæmi um þetta allt saman. Sem betur fer virðast ekki hafa verið borið á sömu viðbrögðum við þessa frétt. Og af því nú haustar og styttist og veturinn og þá hljómar reglulega söngurinn um að "hjól eiga að vera inni á veturna" og "það á bara að hjóla á sumrin" og að það sé peningasóun að ryðja hjólastíga. Auðvitað má fólk hafa sínar skoðanir á hjólreiðafólki og hjólreiðum sem samgöngumáta.  En allir hljóta að vera sammála um það, að svona lagað er ólíðandi- eins og allt annað ofbeldi!

 


mbl.is Lenti næstum undir bíl eftir árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskir bílstjórar:

Hjartveikir 10%,

heilabilaðir 15%,

heilalausir 20%,

gigtveikir 10%,

hafa aldrei fengið ökuskírteini 10%,

hafa misst ökuskírteinið 15%,

eru á Viagra í umferðinni 5%,

ölvaðir undir stýri 5%,

dópaðir undir stýri 5%,

í þokkalega góðu ástandi 5%. cool

Þorsteinn Briem, 3.10.2022 kl. 23:58

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þetta er áhugaverð tölfræði laughing. (Sjálfsagt mætti taka saman eitthvað álíka um hjólreiðafólk wink)

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.10.2022 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband