Lund ætti frekar að friða!

Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, hef ég lýst því áliti mínu, að fyrrum býli eigi að njóta friðunar. Hvað þá ef um ræðir fyrrum stórbýli og nokkurs konar herragarð, sem umlykjandi hverfi dregur nafn sitt af! (sbr. LUNDAhverfi). Lundarhúsin eru sérlega glæstar byggingar og til mikillar prýði í umhverfi sínu. Ojú, ég veit að það er skortur á íbúðarhúsnæði og að núverandi nýtingarhlutfall á Lundarlóð er eflaust lélegt. Það kemur nefnilega fyrir, að okkur sem viljum varðveita eldri hús og byggðir, sé borið það á brýn, að vera á móti uppbyggingu nýrra íbúða og húsnæðis og framþróun byggða. En lóðin kringum Lund er víðlend, og það HLÝTUR AÐ VERA HÆGT hægt að byggja eitthvað smærra að grunnfleti, eða kannski bara eitt fjölbýlishús, í stað tveggja, án þess að slátra hinum tæplega aldargömlu byggingum. Þá er eflaust hægt að innrétta nokkrar íbúðir í Lundi sjálfum, íbúðarhúsinu jafnt sem fjósinu. Auðvitað er þetta líka spurning um kostnað og hagkvæmni en þau sjónarmið ein og sér mega ekki valta yfir öll önnur.Varðveisla menningarminja skiptir líka máli.

Ég tók Lund fyrir á þessari síðu fyrir áratug síðan, sjá hér:

https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1280679/

Lundur

 

 

 


mbl.is Lagt til að Lundur verði rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 81
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 557
  • Frá upphafi: 417778

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 354
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband