Hús dagsins: Aðalstræti 13

P7200037 Aðalstræti 13 þar sem brann í dag var byggt árið 1898. Reyndar var talað um það í Sjónvarpsfréttum í kvöld að það væri 112 ára en skv. Akureyrarbók Steindór Steindórssonar (1993) og Fasteignamati Ríkisins er það byggt 1898. Er þetta af nokkuð hefðbundinni gerð timburhúsa þess tíma, hefur trúlega verið einlyft með risi og miðjukvisti en eins og með svo mörg eldri hús hefur það verið marg viðbyggt og stækkað. Nú er húsið parhús en íbúðaskipan hefur eflaust verið önnur í upphafi. Húsið virðist töluvert skemmt en fyrir öllu er að ekki urðu slys á fólki.  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem ég tók um 8 leytið í kvöld.P7200036 

 Á myndinni hér að neðan má svo sjá svokallaðan reiðing, en það eru torfmottur sem lagðar voru undir byrðar klyfjahesta.  Með  honum voru hús gjarnan einangruð, enda líklega það besta sem var í boði ( steinull var t.a.m. sjaldgæf  um 1900...) . En  hann er mikill eldsmatur, sérstaklega ef hann hefur fengið að þorna milli þilja í meira en 100 ár !

 

P7200039

 

 

 

 


mbl.is Eldsvoði á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 420104

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 477
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband