Hús dagsins: Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn

P6050024Aðalstræti 14 eða Gamli Spítalinn var reistur 1835 og er því næst elsta hús sem enn stendur á Akureyri. Er húsið talið fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið hérlendis. En húsið reistu þeir Baldvin Hinriksson og Eggert Johnsen, sá fyrrnefndi hóf bygginguna og seldi húsið óklárað til Eggerts sem lauk byggingunni. Fyrstu 40 árin var húsið íbúðarhús en árið 1873 gaf kaupmaðurinn Friðrik C.M. Gudmann bænum húsið sem hæli fyrir sjúklinga eða spítala. Var spítalinn vígður 7.júlí 1874. Þá var reist viðbygging norðan við húsið ( ljósgræn t.h.) og var hún lengst af einlyft með háu risi. Sjúkrarými voru á efri hæð suðurhluta en íbúð fyrir lækni. Líkhús og þvottahús var í norðurenda sem og baðhús fyrir almenning, líkast til það fyrsta á Akureyri. Húsið var spítali í um aldarfjórðung en 1898 fluttist spítalinn í nýtt og vandað hús við Spítalaveg. Síðan þá hefur húsið verið íbúðarhús lengst af. Enn er búið í norðurendanum, en hann eyðilagðist í eldsvoða 1961 og var gjörbreytt við endurbyggingu. Ekki hefur verið búið í suðurenda í áratugi en sá hluti hafði merkilega lítið verið breytt í gegn um tíðina. Unnið hefur verið að endurgerð hans í um áratug en öll sú endurgerð miðast við að halda sem í mest hið upprunalega. Við endurgerðina hefur m.a. fundist gamalt eldstæði sem ekki var vitað um; það hafði verið falið undir veggjum einhvern tíma, hugsanlega þegar húsið var innréttað sem spítali. Þá hefur grjóthlaðinn kjallari verið endurhlaðinn. Öfugt við mörg eldri hús mun Gamla Spítalanum alla tíð hafa verið vel við haldið og aldrei verið í niðurníðslu í lengri tíma. Eftir því sem ég best veit er hugmyndin sú að opna í húsinu lækningaminjasafn þegar endurgerð þess líkur. Þessi mynd er tekin í júní 2006 en húsið hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá, m.a. verið málað og settir í það nýir gluggar og útihurð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 420107

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband