Hús dagsins: Hafnarstræti 96; París

P2110025Hafnarstræti 96 er eitt þeirra húsa sem setur svip á miðbæinn, stendur ofarlega í göngugötunni. Helsta sérkenni hússins eru turnarnir tveir og skreyttur kvistur- undir áhrifum frá norska Sveitzer stílnum. Húsið er byggt 1913 af kaupmanninum Sigvalda Jóhannessyni og nefndi hann verslun sína París. Nokkur önnur hús á Akureyri bera nöfn erlendra stórborga. Nærtækasta dæmið er Hamborg, Hafnarstræti 94 (byggt 1909) hvíta húsið til hægri. Í Aðalstræti er húsið Berlín og tvö önnur hús í Hafnarstræti voru kölluð Rotterdam og Jerúsalem. Síðustu tvö eru horfin fyrir mörgum áratugum. Verslunarrekstur hefur verið á neðstu hæð hússins öll þessi 96 ár og núna er rekið þarna kaffihúsið Bláa Kannan og Blómabúð Akureyrar er tiltölulega nýflutt úr húsinu en hún hafði verið þarna áratugum saman. Kjallari var innréttaður sem krá fyrir um tíu árum síðan og er þar nú hinn víðfrægi tónleikastaður Græni Hatturinn.  Lengi vel var fataverslun á annarri hæð hússins en nú er búið á efri hæðum. Þá var þarna vinsæl leikfangaverslun sem var aldrei kölluð annað en Siggi Gúmm, eftir eigandanum, en getur vel hugsast að hún hafi heitað eitthvað allt annað. Það var mikið ævintýri fyrir unga menn að koma í þá sjoppu og  dót kennt við Playmo, Lego, GI-Joe, He-Man og Rambo freistaði ansi oft og stundum svo mikið að þeir urðu óþarflega argir og frekir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þetta er fallegt hús, einmitt vegna turnanna

Ragnheiður , 22.8.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Nákvæmlega, ef ekki væri fyrir turnanna væri þetta hús  ósköp hversdagslegt.

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.8.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 74
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 417771

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband