Hús dagsins: Strandgata 27

strandgata 27Við skoðun á færslum síðustu vikurnar komst ég að því að ég hafði ekki skrifað staf um Oddeyrina í rúman mánuð og yrði að bæta úr því hið snarasta. Síðast skrifaði ég um Gránufélagshúsin, þ.28.júlí en það er elsta hús á Oddeyrinni. Húsið hér til á hliðar skipar annað sætið en það er Strandgata 27 en það er reist 1876 af manni að nafni Jón Halldórsson. Upprunalega var þetta parhús, en austurhlutinn er löngu horfinn. Hann virðist hafa verið ein hæð og ris á meðan vesturhlutinn, þ.e. þetta hús var tvær hæðir og ris. Það þarf ekki annað en að líta á húsið til að sjá þar var verslun á jarðhæð. Hvernig sjáum við það ? Jú stóri glugginn á framhlið til hliðar við dyr bendir ótvírætt til þess. Íbúðaskipan hefur eflaust verið síbreytileg, þarna hafa vafalítið búið margar fjölskyldur í einu í eina tíð, síðan íbúðum smám saman fækkað og nú er þetta einbýlishús. Þá er það e.t.v. sérstakt með sögu þessa hús að það hefur raunar minnkað frá upphafi en mjög algengt er að þetta gömul hús að þau hafa verið stækkuð, byggt við þau oftar er en einu sinni. Þessi mynd er tekin snemma árs 2005.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 620
  • Frá upphafi: 420093

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband