Hús dagsins: Lundargata 15

lundargata 15Lundargata 15 var reist 1898 af manni að nafni Jósef Jónsson. Sonur hans var hinn kunni glímukappi og athafnamaður Jóhannes á Borg. Hann var þó ekki fæddur í þessu húsi, enda fæddur fimmtán árum áður en það var byggt en hann bjó þarna eitthvað fram á fullorðinsár. Húsið mun upprunalega hafa verið einlyft með háu risi, líkt og næstu hús við Lundargötu en hækkað um eina hæð um 1920. Í þessu húsi var eitt elsta ungmennafélag landsins, Ungmennafélag Akureyrar, stofnað árið 1906 og var Jóhannes Jónsson einn stofnenda. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, nú eru tvær íbúðir hvor á sinni hæð en gætu auðvitað hafa verið fleiri áður. Í bókinni Oddeyri eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur (1996) er húsið sagt vera einfalt og látlaust og falla vel inn í götumyndina og hafa varðveislugildi sem hluti af þeirri heild. Þessi mynd er tekin í janúar 2005.

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur gömlu byggðina á Oddeyri skal hiklaust mælt með bók Guðnýjar Gerðar, bókina ætti að vera hægt að finna á flestum bókasöfnum. Það er nákvæm skýrsla þar sem hvert einasta hús í eldri hluta Norðurgötu, Strandgötu, Lundargötu, Grundargötu, Hríseyjargötu og Gránufélagsgötu er tekið fyrir, farið yfir sögu þess og byggingargerð og varðveislugildi þess tilgreint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 458
  • Frá upphafi: 420158

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 331
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband