Hús dagsins; Strandgata 3 og 7. Timbur og Steinsteypa. Andstæður

Í síðustu færslu var ég með einskonar andstæðuþema þar sem ég birti myndir af gamalli háspennulínu í Vaðlaheiði að vetri til annars vegar og risastórri mastrastæðu í Orlando að sumri til hins vegar (ekki það að komi mikill vetur á þeim stað). Í þessum húsapistli eru andstæðurnar ráðandi og í þetta sinn Nýtt og Gamalt og raunar stórt og lítið líka. En á þessari mynd sem er af Strandgötu 5 t.v. og fyrir miðri mynd og 7 t.h. kallast skemmtilega á gamli og nýji tíminn í byggingarlist, P2110021timbur og steinsteypa.

Strandgata 3 var byggð árin 1998 til 2000 og er því langyngsta hús sem ég hef tekið fyrir í Húsum dagsins hingað til. Bygging þessa húss var ekki óumdeild, enda þótti mörgum þetta helst til of stórt fyrir þennan stað, enda húsið á 7 hæðum og sennilega 25-30 metrar þar sem það er hæst. Þess má einnig geta að aðeins sést um helmingur hússins á þessari mynd, en þriggja hæða álma meðfram Geislagötu er í hvarfi á bak við Strandgötu 7 á þessari mynd. Áður en stórhýsið reis var þarna bílastæði og plan sem var vinsælt til hjólabrettaiðkunar.  Í Strandgötu 3 er að finna afgreiðslu Íslandspóst, verslanir og skrifstofur og íbúðir eru á efri hæðum í hæsta hlutanum.

Strandgata 7 var reist 1907. Þar mun hafa verið rekið hótel fyrstu áratugina en Kaupfélag Verkamanna eignaðist húsið ásamt verkalýðsfélögum, þar sem félögin höfðu skrifstofur og samkomusal. Gekk þá húsið undir nafninu Verkalýðshúsið. Húsgagnaverslunin Augsýn var til húsa þarna um áratugaskeið en flutti úr því 1997. Þá var þetta hús var komið í mikla niðurníðslu en það var endurbyggt  fljótlega var þar opnað kaffihúsið Kaffi Akureyri sem enn er starfandi.

En sagan er ekki öll sögð. Við Lónsbakka, rétt norðan þéttbýlismarka Akureyrar stendur þetta hús sem kallast Berghóll. Þetta hús var reist 1908 og stóð þar sem nú er Strandgata 3 (en við Strandgötu var það aftur á móti nr. 5 ). Árið 1970 var það hins vegar flutt þessa 5km leið norður að Lónsbakka þar sem það stendur enn. Nú eru í Berghóli að ég held 2 íbúðir en það var verslunarhús meðan það stóð við Strandgötuna, lengi vel sápuverslun. Myndirnar í færslunni eru teknar 2007, efri myndin í febrúar en myndin af Berghóli að kvöldi 21.maí  gegnum bílrúðu á ferð ( þ.e. bíllinn er á ferð ekki rúðan Smile )

P5210025


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 420122

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband