Hús dagsins: Akureyrarkirkja

p2110031.jpg Í dag tek ég fyrir  eitt helsta  kennileiti Akureyrar, Akureyrarkirkju en hún stendur á einkar áberandi stað ofan Grófargils og sést langt að. Turnarnir eru tveir og snúa í norðaustur. En Akureyrarkirkju var reist árið 1940 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Turnarnir eru um 28m háir og að öllum líkindum hefur þetta verið hæsta bygging Akureyrar á þeim tíma. Raunar eru fáar hærri byggingar í bænum í dag. Kirkjan er steinsteypt og klædd skeljasandi og rúmar um 500 manns í sæti.  Allir gluggar í skipi og kór eru steindir og einn þeirra á sér merkilega sögu en hann er fenginn úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi eftir að hún eyðilagðist í loftárás í seinni heimstyrjöld, 1943. Um 1990 var reist safnaðarheimili við kirkjuna neðanjarðar og lengi vel var tyrft yfir það þannig að það var einna líkast því að gluggar þess væru á brekkunni sjálfri. Því var hins vegar breytt við endubætur á brekkunni og aðkomunni sunnan megin.

Ekki er hægt að fjalla um Akureyrarkirkju án þess að minnast á tröppurnar mörgu sem liggja upp að henni frá horni Kaupangshorni og Hafnarstrætis. Menn eru ekki sammála um hversu margar þær eru en ég hef oft talið þær og yfirleitt hef ég fengið út töluna 110. Einhvern tíma datt mér reyndar í hug að einfaldast væri að telja bara hjallana og telja tröppurnar í einum og margfalda svo fjöldan. En það er ekki svo einfalt, því tröppurnar eru mismargar í hverjum hjalli, á bilinu 9-11. Það sem getur aftur á móti ruglað menn varðandi fjöldi trappana eru aðrar tröppur við anddyri Hótel Kea, neðan við hinar eiginlegu kirkjutröppur. Þær eru ef ég man rétt sex, þ.a. ef við teljum þær með eru tröppurnar orðnar 116. Mæli ég eindregið með léttu skokki upp kirkjutröppurnar. Myndirnar í þessari færslu eru teknar í apríl 2006 og febrúar 2007.p4180084.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband