Hús dagsins: Hafnarstræti 20; Höepfnershús

p3110010.jpg Hin eiginlega Akureyri var upprunalega lítil eyri neðan Búðargils. Fyrir þá sem ekki þekkja Búðargil þá skal til glöggvunar nefnt að ísbúðin Brynja sem allir landsmenn þekkja stendur neðan við Búðargils. Eyrin hefur fyrir löngu verið umkringd af landfyllingum. En á þessum stað standa tvö vegleg timburhús frá fyrri hluta 20.aldar, Thulíníusarhús nr. 18 (byggt 1902) og húsið á myndinni hér til hliðar Höepfnershús. En húsið byggði Carl Johan Höepfner, danskur kaupmaður árið 1911. Húsið mun byggt eftir dönskum teikningum enda þykir það sýna dönsk einkenni. Húsið er eitt af seinustu stórhýsum "timburaldar" á Akureyri en á þessum tíma var steinsteypan að ryðja sér æ meira til rúms. Verslað var á neðri hæð en efri hæðir nýttar undir íbúðir, skrifstofur. KEA eignaðist síðar húsið og  þarna var rekin lítil verslun sem mig minnir að hafi kallast Kirnan. Mér þótti alltaf spennandi að koma við í þeirri sjoppu. Þarna fékk ég eitt sinn það besta kex sem ég hef smakkað. Ég sá það hvergi annars staðar og ekki sá ég það heldur aftur þarna. Ekki man ég hvað það hét, en kexið var nær eiginlega nær því að vera gegnheil súkkulaðiplata með kexi neðan á. Verslun þessi leið undir lok um 1993 en þar á eftir var rekin gæludýraverslun í verslunarrýminu til 2005. Nú er húsið að ég held allt notað sem gistiheimili, en efri hæðir hafa verið nýttar undir slíkt eitthvað lengur. Þessi mynd er tekin í mars 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 417800

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband