16.ágúst: Skálin í Hlíðarfjalli farin í sundur

P8160045Fyrir rúmri viku síðan skrifaði ég um snjóskálina í Hlíðarfjalli. Ég tók síðan eftir því í fyrradag að snjórinn í skálinni er farinn í sundur þetta sumarið eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta hefur þannig gerst hvert einasta sumar frá 2003 en þá gerðist það í fyrsta sinn í manna minnum. Miðað við síðustu ár var sl. vetur töluvert snjóþungur og hélt ég raunar lengi vel að skálin myndi haldast þetta sumarið; vorhret og snjókoma til fjalla seinni hluta júlí myndu hugsanlega hjálpa til. En það er sumsé útséð mað það. Líklega fer það svo að það verði einsdæmi að skálin haldist yfir sumar og jafnvel algengt að hún hverfi alveg.

aths. 20.8. í skrifum mínum hef ég miðað við lóðrétta skarðið í neðri fönn en þannig hef ég alltaf skilið að "skálin fari í sundur". Það getur hins vegar vel verið misskilningur hjá mér, þ.e. að frekar sé miðað við lárétta skarðið milli efri og neðri skálar sem greinilega er ekki farið í sundur enn.


Bloggfærslur 18. ágúst 2009

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_2886
  • IMG_2891
  • IMG_2913
  • IMG_2915
  • IMG_2930

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 444934

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 428
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband