Hús dagsins: Sniđgata 3

Efsta húsiđ, eđa öllu heldur efra húsiđ viđ sunnanverđa Sniđgötu er hús nr. 3, en ţađ reistu ţau Kristófer Vilhjálmsson  áriđ 1942. Hann fékk leyfi til ađ reisa hús, eina hćđ á háum kjallara úr steinsteypu međ steyptu gólfi og ţaki.P2180716 Stćrđ á grunnfleti 10,4x8,5 auk útskots ađ vestan, 1x3,6m. Teikningarnar ađ húsinu gerđi Halldór Halldórsson. Á ţessum tíma voru steyptar plötur undir ţökum og milli hćđa ađ ryđja sér til rúms, en á fyrstu áratugum steinsteypunnar var algengast ađ ađeins útveggir vćru steyptir en innveggir og milliloft úr timbri. En svo er semsagt ekki í tilfelli Sniđgötu 3. 

Sniđgata 3 er í Húsakönnun 2015 sagt „nokkuđ sérstakt funkishús“, einlyft steinsteypuhús međ flötu ţaki og á háum kjallara međ steiningarmúr og líklega međ ţakpappa á ţaki. Einfaldir ţverpóstar međ tvískiptum efri fögum eru í flestum gluggum og horngluggar á ţremur hornum, en NA horn  gluggalaust. Ţar er steyptar tröppur upp ađ inngöngudyrum, međ stölluđu (tröppulaga) steyptu handriđi. Kristófer Vilhjálmsson bjó hér alla sína tíđ frá ţví hann byggđi húsiđ, en hann lést 2006.  Hann var verslunarmađur og gegndi hinum ýmsu embćttisstörfum, m.a. formađur Félags Verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Líklega er húsiđ, sem alla tíđ hefur veriđ íbúđarhús ađ mestu óbreytt frá upphafi ađ yrta byrđi, ţađ hefur t.d. ekki veriđ byggt viđ húsiđ. Viđ götu er einnig vegleg girđing međ steyptum stöplum og járnavirki sem er vćntanlega frá svipuđum tíma og húsiđ var byggt. Lóđ hússins liggur ađ lóđ Amtsbókasafnsins, og á međfylgjandi mynd má sjá hluta af bakhliđ ţess nćrri vinstra horni. Ţannig má segja, ađ íbúar Sniđgötu 3 búi svo vel, ađ hafa Amtsbókasafniđ „í bakgarđinum“. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48.  Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 910, 15. maí 1942

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • PC070970
 • PB240992
 • PB170988
 • PB030982
 • PA270988

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 216
 • Sl. sólarhring: 237
 • Sl. viku: 1157
 • Frá upphafi: 259472

Annađ

 • Innlit í dag: 112
 • Innlit sl. viku: 753
 • Gestir í dag: 109
 • IP-tölur í dag: 107

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband