Hús dagsins: Lækjargata 14

Lækjargötu 14 reisti Sigurður Sumarliðason skipstjóri árið 1914 og á því húsið aldarafmæli þegar þetta er ritað.P9140033 Húsið er reist úr múrsteinum og flutti Sigurður þá inn sjálfur á skipi sínu- en ekki fylgir sögunni hvað skipið hét. Húsið er einlyft hús á háum kjallara og með lágu valmaþaki auk bakbygginga sem eru steinsteyptar. Inngangur er á austurhlið og að honum eru steyptar tröppur. Krosspóstar eru í gluggum. Ekki leið á löngu frá byggingu hússins að byggt var við það en árið 1926 var byggður steinsteyptur skúr á bakhlið þess. Húsið hefur líkast til alltaf verið einbýlishús með geymslurýmum í kjallara. Ytra byrði hússins í meginatriðum lítið breyst þessi 100 ár sem það hefur staðið, en á mynd frá 1915 ( Steindór Steindórsson 1993: 160) er ekki búið að múrhúða húsið en sem áður segir er það hlaðið úr múrsteini. Húsið er í góðu standi og lítur vel út. Þrátt fyrir að vera aldargamalt er það eitt yngsta húsið í Lækjargötu og eitt fárra steinhúsa við götuna en flest húsin við götuna eru byggð fyrir aldamótin 1900. Ég hef nú fjallað um hvert einasta hús við þá ágætu götu og hér að neðan birti ég von bráðar tengla á allar umfjallanir mínar um Lækjargötuna. Þessi mynd er tekin 14.september 2014.

 Heimildir:  Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur

 

 Hér eru færslur sem ég hef skrifað um húsin í Lækjargötu:

Lækjargata 2- 2a og 2b

Lækjargata 3

Lækjargata 4

Lækjargata 6

Lækjargata 7

Lækjargata 9 og 9a

Lækjargata 11

Lækjargata 11a

Lækjargata 18 og 22. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband