Hús við Aðalstræti

Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Akureyrar. Hún er ein helsta gata Innbæjarins, eða kannski réttara sagt Fjörunnar, og liggur undir snarbrattri Brekkunni sem nú er að mestu skógi vaxin. Ég hef tekið hana fyrir að stórum hluta en fáein hús á ég þar eftir og hjálpar þessi listi mér við að finna út úr því hver þau hús eru. Elstu pistlarnir mínir eru frá sumrinu 2009 en húsin við Aðalstrætið hef ég tekið jöfnum höndum við og við frá upphafi þessarar síðu. Elstu greinarnar eru stuttar og minna af upplýsingum sem koma fram þar en síðar fór ég að gerast kröfuharðari við sjálfan mig um umfang pistlana. Athugið einnig, að í einhverjum tilfellum getur byggingarár húsanna sem gefið er upp hér stangast á við það sem í pistlunum segir en í þessari upptalningu miða ég við þetta rit hér að mestu leiti. Þá miða ég byggingarár við það hvenær upprunalegu hlutar húsanna voru byggðir. 

Aðalstræti 2 (1850*)

Aðalstræti 3; Brynja (1946)

Aðalstræti 4; Gamla Apótekið (1859)

Aðalstræti 5 (1946) 

Aðalstræti 6 (1850)

Aðalstræti 8 (1929)

Aðalstræti 10; Berlín (1902)

Aðalstræti 12 (1958)

Aðalstræti 13 (1898)

Aðalstræti 14; Gamli Spítalinn (1835)

Aðalstræti 15 (1903)

Aðalstræti 16 (1900)

Aðalstræti 17 (1899)

Aðalstræti 19 (1905)

Aðalstræti 20 (1897)

Aðalstræti 21 (1921)

Aðalstræti 22 (1898)

Aðalstræti 24 (1903)

Aðalstræti 28 (1928)

Aðalstræti 30 (1929)

Aðalstræti 32 (1888)

Aðalstræti 34 (1877)

Aðalstræti 36 (1877)

Aðalstræti 38 (1892)

Aðalstræti 40 (1851)

Aðalstræti 42 (1852)

Aðalstræti 44 (1854)

Aðalstræti 46 (1849)

Aðalstræti 50 (1849)

Aðalstræti 52 (1840)

Aðalstræti 54; Nonnahús (1849)

Aðalstræti 54b (1896)

Aðalstræti 58; Kirkjuhvoll (1934)

Aðalstræti 62 (1846)

Aðalstræti 63 (1903)

Aðalstræti 66** (1843)

Aðalstræti 66b (1850)

Aðalstræti 68 (1953)

Aðalstræti 70 (1943)

Aðalstræti 72 (1933)

Aðalstræti 74 (1857)

Aðalstræti 80 (1914)

Aðalstræti 82 (1951)

* Fasteignaskrá segir Aðalstræti 2 byggt 1886 en hér miða ég við hvenær upprunalegu hlutar hússins voru byggðir. Hér er um að ræða hús byggt í mörgum áföngum.

**Ég segist fjalla um Aðalstræti 66 í færslunni sem helguð er 66b en mér finnst sú umfjöllun engan vegin fullnægjandi. Því mun ég taka A-66 fyrir sérstaklega í færslu seinna.

Heimildir (byggingarár húsa): Hjörleifur Stefánsson (2012). Húsakönnun 2012 Fjaran og Innbærinn. Óprentað en aðgengilegt á pdf-formi, sjá tengil hér að ofan.

Þetta eru þau hús sem ég hef fjallað um og mun fjalla um við Aðalstrætið. Fleiri hús standa við götuna en hér miða ég þau sem byggð voru fyrir miðja 20.öld eða svona hér um bil. Ekki það að ég telji nýrri hús neitt ómerkilegri eða slíkt en ég hef hér á þessari síðu einbeitt mér að eldri húsum með sögu er mest spenntur fyrir þeim hluta sögunnar sem enginn eða a.m.k. færri muna. Hér að neðan er listi yfir öll húsin við Aðalstræti, og þar kemur fram að meðalaldur húsanna við götuna er rétt tæp 111 ár ! 

(Ath. tvísmella þarf á mynd og skoða hana sér svo upplýsingar verði læsilegar). 
adalstraeti-excel

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 767
  • Frá upphafi: 417049

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband