Fćrsluflokkur: Bloggar

Hús dagsins: Bjarkarstígur 5

Voriđ 1943 fékk Sigurđur Svanbergsson lóđ viđ sunnanverđan KrabbastígPA090813 (sem hlaut nafniđ Bjarkarstígur fáeinum vikum síđar), beint á móti húsi Davíđs Stefánssonar, sem ţá var nýlega risiđ, og vestur af lóđum Friđjóns Axfjörđ, ţ.e. Bjarkarstíg 1 og 3, en ţar risu ekki hús fyrr en nokkrum árum síđar. Húsiđ reisti Sigurđur eftir eigin teikningum, fullbyggt var húsiđ 1946, en lýsingu virđist ekki ađ finna í fundargerđum Byggingarnefndum (ađ venju međ fyrirvara um, ađ höfundur hafi ekki leitađ til fulls).

 En Bjarkarstígur 5 er tvílyft steinsteypuhús međ lágu valmaţaki ţaki. Á norđurhliđ eru steyptar tröppur á efri hćđ og snúa ţćr til vesturs en á suđurhliđ eru svalir. Einfaldir ţverpóstar eru í gluggum, bárujárn á ţaki og veggir múrhúđađir. Húsiđ hefur veriđ íbúđarhús međ tveimur íbúđum, líklega frá upphafi og hefur lítiđ veriđ breytt ađ ytra byrđi. Sigurđur Svanbergsson, sem byggđi ţetta hús og bjó ásamt fjölskyldu sinni um árabil gegndi stöđu Vatnsveitustjóra um áratugaskeiđ, eđa frá 1954 til 1990. Fađir hans, Svanberg Sigurgeirsson frá Lögmannshlíđ hafđi áđur gegnt sama starfi á fyrri hluta 20. aldar, en Sigurđur starfađi viđ Vatnsveituna frá barnsaldri og allt til sjötugs eđa til ársins 1990. Á fimmta áratugnum bjó hér einnig Sigurđur Eyvald,  sem afgreiddi blađiđ Alţýđumanninn  héđan. Ritstjóri blađsins, Bragi Sigurjónsson var einmitt búsettur í húsinu fyrir ofan, Bjarkarstíg 7.

En Bjarkarstígur 5 er glćsilegt funkishús í afbragđs góđri hirđu og lítur vel út. Í Húsakönnun 2015  er ţađ sagt hluti af heild samstćđra en ólíkra húsa og hefur 1. stigs varđveislugildi. Á lóđarmörkum er steyptur kantur međ stöplum og járnavirki. Veggurinn fylgir  landhallanum skemmtilega, en Bjarkarstígur er afar brattur ţarna. Sá  veggur er upprunalegur og er í mjög góđri hirđu og til mikillar prýđi líkt og húsiđ sjálft og lóđin. Lóđin er vel gróin og ţar má m.a. finna nokkur gróskumikil birkitré. Sem er ţó nokkuđ viđeigandi, á Bjarkarstíg. Myndin er tekin ţann 9. október 2018.

 Heimildir:  Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 943, 28. maí 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

 


Hús dagsins: Bjarkarstígur 4

Áriđ 1942 sótti Gaston Ásmundsson múrari um lóđ viđ Krabbastíg, ţá ţriđju fráPA090814 Helgamagrastrćti en fćr ekki í fyrr en í annarri tilraun, og er ţá tekiđ fram, ađ gatan verđi ekki lögđ ţessa leiđ ţađ sumariđ (1942). Ári síđar fćr hann lóđarleigu framlengda um eitt ár, en um sama leiti fékk ţessi efri hluti Krabbastígs heitiđ Bjarkarstígur. Gaston fékk leyfi til ađ reisa hús úr steinsteypu međ flötu steinţaki, 13,10x9,75m ásamt útskoti ađ austan 1x6,5m og útskoti ađ sunnan 1x4,6m, ein hćđ á kjallara. Teikningarnar gerđi Friđjón Axfjörđ, sem einmitt byggđi húsiđ á móti, Bjarkarstíg 3.

Bjarkarstígur 4 er einlyft steinsteypuhús međ flötu ţaki og á háum kjallara. Gluggar eru međ einföldum lóđréttum póstum og horngluggar í anda funkisstefnunnar m.a. á NV horni. Útskot ađ framan er međ ávölum brúnum og á SA horni hússins eru svalir í kverkinni milli suđur- og austur útskota. Á vesturhliđ eru steyptar tröppur upp ađ inngöngudyrum. Lítiđ ţakhýsi stendur upp úr flötu ţaki, líkt og brú á skipi og gefur húsinu sinn sérstaka og sérlega skemmtilega svip. Húsin númer 3 og 4 viđ Bjarkarstíg eru hvort um sig sérlega reisuleg og sérstök funkishús. Bćđi eru ţau reist eftir teikningum Friđjóns Axfjörđ, en Gaston Ásmundsson gekk einmitt í félag viđ hann og saman stóđu ţeir ađ hinum ýmsu stórbyggingum. Má ţar nefna Hússtjórnarskólann á Laugalandi og Gagnfrćđaskólann á Akureyri. Ţeir samstarfsmennirnir bjuggu ţó ekki í mörg ár hvor á móti öđrum, ţví áriđ 1948 eignađist og fluttist í húsiđ  Jón G. Sólnes, bankastjóri og síđar alţingismađur, ásamt fjölskyldu sinni og bjó hann ţarna til allt til ćviloka 1986.

 En húsiđ, sem er allsérstćtt og svipmikiđ er metiđ međ 2. stigs varđveislugildi, sem „vel útfćrt funkishús emđ vísun til erlendra fyrirmynda“. Ekki spillir fyrir, ađ húsiđ er í mjög góđu standi og hefur sjálfsagt alla tíđ hlotiđ gott viđhald. Lóđin er einnig stór og vel gróin m.a. gróskumiklum reynitrjám. Á bakviđ húsiđ er dálítill túnbleđill ásamt klöpp, semP5130723 löngum hefur nýst íbúum Bjarkarstígs, Helgamagrastrćtis og Munkaţverárstrćtis til leikja, útivistar, ánćgju og yndisauka. Ţađan er gott útsýni yfir Oddeyri og yfir Pollinn, eins og sjá á međfylgjandi mynd sem tekin er á fögrum vordegi, sunnudaginn 13. maí 2018 og horft til SA. Myndin af húsinu er tekin ţ. 9. Okt. 2018, og ţarna má sjá virđulegan Land Rover, árgerđ líklega nćrri 1970 í hlađvarpanum. Sjálfsagt er saga hans ekki ómerkari en hins glćsta 75 ára gamla funkishúss á Bjarkarstíg 4.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar Fundargerđir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 943, 11. júní 1943. Fundur nr. 955, 3. sept. 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


Hús dagsins: Bjarkarstígur 3

Bjarkarstíg 3 reisti Friđjón Axfjörđ  múrarameistari áriđ 1945. PA090810Friđjón fékk áriđ 1942 leigđar tvćr neđstu lóđir viđ Krabbastíg, en ţćr voru inni í trjágarđi sem tilheyrđu húsi hans viđ Munkaţverárstrćti 13.  Ţremur árum síđar fékk hann ađ byggja hús eftir eigin teikningum úr steinsteypu, ein hćđ á kjallara međ steingólfi, 13,5x6,35m auk útskota til suđurs, 5,45x7,65m ađ stćrđ og til norđurs, 2,1x1,25m. Ţess má geta, ađ í millitíđinni hafđi gatan skipt um nafn, en áriđ 1943 var ákveđiđ ađ gatan, sem átti ađ vera framhald Krabbastígs héti Bjarkarstígur sem hún heitir og síđan.

En Bjarkarstígur 3 er nokkuđ stórbrotiđ funkishús, einlyft á háum kjallara, gćti jafnvel talist tvílyft austanmegin ţar sem lóđ er lćgst en hćđarmismunur er nokkur á lóđum á ţessu svćđi. Húsiđ er međ flötu ţaki og međ lóđréttum póstum í gluggum. Ţakklćđning er sögđ óţekkt í Húsakönnun 2015, en ţakdúkur er ekki óalgengur á flötum ţökum sem ţessum. Friđjón Axfjörđ sem byggđi húsiđ, nam múriđn af Tryggva Jónatanssyni og mun m.a. fyrstur manna á Eyjafjarđarsvćđinu lćrt hleđslu verksmiđjukatla. Átti hann heiđurinn af kötlum í Síldarverksmiđjum ríkisins á Siglufirđi, Skagaströnd og Raufarhöfn. Félagi hans í iđninni var Gaston Ásmundsson, en hann byggđi einmitt húsiđ á móti, Bjarkarstíg 4 eftir teikningum Friđjóns. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en sjálfsagt eiga einhverjir erfitt međ ađ  trúa ţví ađ í Bjarkarstíg 3 hafi veriđ rekin bílasala ! Enda er ţađ svo, ađ bílasölur nútímans ţekja oftar en ekki heilu hektarana af bílum. En ţađ er nú engu ađ síđur svo, ađ á 6. og 7. áratug 20. aldar rak Baldur Svanlaugsson bifreiđasölu sína ţarna. En ţađ var raunar ekki óalgengt ađ bílasölur vćru inni í hverfum enda voru bílasölur ţess tíma yfirleitt mun smćrri í sniđum en bílasölur nútímans, ţar sem fleiri hektarar eru ţétt skipađir bílum. Bjarkarstígur 3 er snyrtilegt og vel viđ haldiđ hús; virđist raunar sem nýtt ađ sjá og til mikillar prýđi, eđa eins og segir í Húsakönnun 2015: „Reisulegt og óvenjulegt funkishús sem sómir sér vel í götumyndinni [...]“ (Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta o.fl. 2015: 30) Lóđin er auk ţess vel gróin, m.a. birki og reynitrjám. E.t.v. er ţar ađ finna einhver tré sem Friđjón Axfjörđ gróđursetti á fimmta áratug 20. aldar. Myndin er tekin ţann 9. október 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 1024, 20. júlí 1945. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


Hús dagsins: Bjarkarstígur 2

Adam Magnússon trésmíđameistari sóttist snemma árs 1942 eftir PA090811lóđ viđ Krabbastíg og fékk nćstu lóđ vestan viđ Pál Pálsson, ţ.e. Munkaţverárstrćti 17. Ţegar honum var úthlutađ lóđin var jafnframt tekiđ fram, ađ gatan yrđi ekki lögđ ađ Helgamagrastrćti ţađ sumariđ [1942]. En Adam fékk ađ byggja  íbúđarhús, eftir eigin teikningu, úr steinsteypu međ steinlofti og valmaţaki úr timbri, 10,0x9,0m auk útskots 4,1x1,0m. Skömmu eftir ađ húsiđ reis, eđa ţann 18. júní 1943 ákvađ Byggingarnefnd Akureyrar ađ gatan, sem átti ađ vera hluti Krabbastígs á milli Munkaţverárstrćtis og Helgamagrastrćtis skyldi heita Bjarkarstígur.

Bjarkarstígur 2 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og međ valmaţaki, steiningu á veggjum og bárujárni á ţaki, lóđréttum póstum í gluggum og horngluggum í anda funkisstefnunnar til SA. Vestari hluti framhliđ skagar eilítiđ fram (umrćtt útskot í bókun Byggingarnefndar) og í kverkinni á milli eru inngöngudyr ásamt svölum. Svalir ţessar gefa húsinu ákveđinn svip, bogadregnar viđ horn hússins og međ járnavirki ofan á steyptu handriđi. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en auk ţess starfrćkti Adam trésmíđaverkstćđi ţarna. Hann á einnig heiđurinn af húsinu Munkaţverárstrćti 8 en ţađ byggđi hann áriđ 1932, auk ţess sem hann teiknađi húsiđ Bjarkarstíg 7, sem byggt var 1944. Bjarkarstígur 2 er traustlegt og reisulegt funkishús í góđri hirđu og lóđ er einnig vel gróin og í góđri hirđu. Ţar eru m.a. býsna gróskumikil reynitré.  Í húsinu er ein íbúđ. Myndin er tekin ţ. 9. október 2018

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundur nr. 946, 18. júní 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


Hús dagsins: Bjarkarstígur 1

Bjarkarstígur  nefnist gata á norđanverđri Brekkunni. Gatan liggur á milli Munkaţverárstrćtis og Ţórunnarstrćtis og ţverar Helgamagrastrćti. Er hún í beinu framhaldi af Krabbastíg og var raunar ćtlađ ađ vera framhald af ţeirri götu, en fyrstu lóđunum sem úthlutađ var viđ götuna, áriđ 1942, töldust viđ Krabbastíg. Viđ Bjarkarstíg stendur hiđ valinkunna Davíđshús, hús Davíđs Stefánssonar frá Fagraskógi, og segir sagan, ađ Davíđ hafi ekki viljađ búa viđ götu kennda viđ krabba og nafninu ţví breytt. (Sbr. Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta, 2015: 26) Gatan liggur nánast beint upp brekkuna og er afar brött á neđri kaflanum milli Helgamagrastrćtis og Munkaţverárstrćtis og getur orđiđ heldur óskemmtileg yfirferđar í hálku. En útsýniđ yfir Oddeyrina og yfir pollinn á Vađlaheiđina er alls ekki óskemmtilegt, og mikill trjágróđur viđ götuna rammar ţađ skemmtilega inn. Viđ Bjarkarstíg standa 9 hús, byggđ árin 1942-1952. Bjarkarstígur er um 200 m langur.

Áriđ 1950 sótti Svavar Jóhannsson, PA090808starfsmađur Bifreiđaeftirlitsins um árabil, um lóđ og byggingarleyfi neđst viđ sunnanverđan Bjarkarstíg. Á ţessum tíma var nokkur trjálundur á ţessum slóđum, sem líklega tilheyrđi Munkaţverárstrćti 13, en ţađ hús er á SV horni Munkaţverárstrćtis og Bjarkarstígs. En í bókun Byggingarnefndar segir svo um byggingaleyfi Svavars: „Eiganda skógargróđurs verđur gefin kostur á ađ bjarga honum og 2m breiđur stígur leyfđur austast á lóđ, suđur á reit bćjarins milli Bjarkarstígs og Hamarstígs“. Međ björgun skógargróđurs er líklega átt viđ flutning trjáplantna, sem ţarna hafa líklega ekki veriđ orđnar mjög gamlar eđa stórar. En Svavar fékk ađ byggja hús skv. uppdrćtti og lýsingu, en ţeirrar lýsingar er ekki getiđ í bókun Byggingarnefndar. En uppdráttinn ađ húsinu gerđi Tryggvi Sćmundsson.

Bjarkarstígur 1 er tvílyft steinsteypuhús í funkisstíl, međ lágu valmaţaki og skiptist í tvćr álmur, suđur og norđur og stendur sú nyrđri nokkuđ hćrra. Veggir eru múrsléttađir en einfaldir lóđréttir póstar eru í gluggum. Sambyggđur húsinu ađ suđaustanverđu er bílskúr, byggđur 1990 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Húsiđ, sem fullbyggt var áriđ 1952 og er yngst húsa viđ Bjarkarstíg hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en ţarna var um tíma umbođ Styrktarfélags vangefinna, sem en frú Björg Benediktsdóttir, eiginkona áđurnefnds Svavars starfrćkti ţađ. Bjarkarstígur 1 er í fyrirtaks hirđu og hefur líkast til alla tíđ hlotiđ afbragđs viđhald. Á lóđarmörkum er steyptur veggur og allur frágangur lóđar og húss er til mikillar prýđi. Húsakönnun 2015 metur húsiđ međ varđveislugildi sem hluti af ţeirri heild sem götumynd Bjarkarstígs er. Ein íbúđ mun í húsinu.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1948-57. Fundur nr. 1124, 21. júlí 1950. Fundur nr. 1127, 1. sept. 1950. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


Hús dagsins: Sniđgata 3

Efsta húsiđ, eđa öllu heldur efra húsiđ viđ sunnanverđa Sniđgötu er hús nr. 3, en ţađ reistu ţau Kristófer Vilhjálmsson  áriđ 1942. Hann fékk leyfi til ađ reisa hús, eina hćđ á háum kjallara úr steinsteypu međ steyptu gólfi og ţaki.P2180716 Stćrđ á grunnfleti 10,4x8,5 auk útskots ađ vestan, 1x3,6m. Teikningarnar ađ húsinu gerđi Halldór Halldórsson. Á ţessum tíma voru steyptar plötur undir ţökum og milli hćđa ađ ryđja sér til rúms, en á fyrstu áratugum steinsteypunnar var algengast ađ ađeins útveggir vćru steyptir en innveggir og milliloft úr timbri. En svo er semsagt ekki í tilfelli Sniđgötu 3. 

Sniđgata 3 er í Húsakönnun 2015 sagt „nokkuđ sérstakt funkishús“, einlyft steinsteypuhús međ flötu ţaki og á háum kjallara međ steiningarmúr og líklega međ ţakpappa á ţaki. Einfaldir ţverpóstar međ tvískiptum efri fögum eru í flestum gluggum og horngluggar á ţremur hornum, en NA horn  gluggalaust. Ţar er steyptar tröppur upp ađ inngöngudyrum, međ stölluđu (tröppulaga) steyptu handriđi. Kristófer Vilhjálmsson bjó hér alla sína tíđ frá ţví hann byggđi húsiđ, en hann lést 2006.  Hann var verslunarmađur og gegndi hinum ýmsu embćttisstörfum, m.a. formađur Félags Verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Líklega er húsiđ, sem alla tíđ hefur veriđ íbúđarhús ađ mestu óbreytt frá upphafi ađ yrta byrđi, ţađ hefur t.d. ekki veriđ byggt viđ húsiđ. Viđ götu er einnig vegleg girđing međ steyptum stöplum og járnavirki sem er vćntanlega frá svipuđum tíma og húsiđ var byggt. Lóđ hússins liggur ađ lóđ Amtsbókasafnsins, og á međfylgjandi mynd má sjá hluta af bakhliđ ţess nćrri vinstra horni. Ţannig má segja, ađ íbúar Sniđgötu 3 búi svo vel, ađ hafa Amtsbókasafniđ „í bakgarđinum“. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48.  Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 910, 15. maí 1942

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Sniđgata 2

Ţrjú hús standa viđ Sniđgötu, tvö sunnanmegin og eitt norđanmegin,P2180714 ţ.e. nr. 2. Húsiđ reisti Baldur Svanlaugsson áriđ 1935 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en hann fékk lóđina voriđ 1934, var ţađ fyrsta lóđin sem úthlutađ var viđ Sniđgötu. Nokkru síđar, eđa í lok september sama ár fékk Baldur leyfi til ađ reisa hús á lóđinni, steinsteypt 10,8x8,5m ađ stćrđ og kjallari undir hálfu húsinu (ţ.e. eystri hluta).

Sniđgata 2 er steinsteypt funkishús međ aflíđandi einhalla ţaki undir flötum ţakkanti. Undri eystri hluta hússins er hár kjallari en lágur grunnur undir ţeim vestari; húsiđ myndi líklega kallast byggt á pöllum.  Krosspóstar eru í gluggum og ţakpappi á ţaki, og á suđvesturhorni er horngluggi. Eystri hluti hússins stendur eilítiđ framar en sá vestari, og eru inngöngudyr í kverkinni á milli álmanna. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ einbýlishús. Baldur Svanlaugsson bjó ekki í mörg ár á Sniđgötu, en 1939 reisir hann hús viđ Bjarmastíg 3. Áriđ 1940 eru íbúar hússins ţau Sigtryggur Júlíusson og Jóhanna Jóhannesdóttir en ţau sem lengst bjuggu í Sniđgötu 2 eđa frá um 1950 og fram yfir aldamót voru ţau Benedikt Sćmundsson skipstjóri og Rebekka Jónsdóttir.

Sniđgata 2 er sögđ í upprunalegri mynd í Húsakönnun 2015 en húsiđ er í mjög góđu standi, gluggapóstar t.a.m. nýlegir og raunar allur frágangur húss og umhverfis sem um nýlegt hús vćri ađ rćđa, húsiđ hefur greinilega hlotiđ vandađar endurbćtur á allra síđustu árum. Lóđin er snyrtileg og vel gróin, ţar má m.a. finna steypta tjörn. Viđ götu er steyptur, upprunalegur kantur og myndar hann skemmtilega heild, til mikillar prýđi í umhverfinu. Myndin er tekin ţ. 18. feb 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1930-35. Fundur nr. 721, 17. maí 1934. Fundur nr. 734, 29. Sept 1934.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Sniđgata 1

Sniđgata er ein af styttri og brattari götum bćjarins og liggur á milli Brekkugötu og Munkaţverárstrćtis og skásker hallan til suđvesturs, uppfrá norđurgafli Brekkugötu 25. Viđ götuna standa einungis ţrjú hús, byggđ árin 1935- 40. Sniđgata er einungis um 80 metra löng.

Neđsta, eđa öllu heldur neđra ţar eđ húsin eru einungis tvö,P2180715 húsiđ viđ Sniđgötu sunnanverđa er hús nr. 1, tvílyft steinsteypuhús í Funkisstíl. Húsiđ byggđi Júlíus Davíđsson um 1936-37, en hann fékk lóđ og  byggingarleyfi haustiđ 1935 og fékk ađ reisa íbúđarhús úr steinsteypu, 8x9m eina hćđ á kjallara. Gerđ var krafa um, ađ burđarveggir kjallara vćru 20 cm ţykkir. Ári síđar er Júlíusi leyft ađ hafa steinloft á húsinu (hefur líklega veriđ gert ráđ fyrir timburlofti í upphafi) og r-stein í útveggjum og loks fékk hann ađ breyta ţaki úr skúrţaki í valmaţak. Húsakönnun 2015 segir Stefán Reykjalín hafa teiknađ húsiđ, en upprunalegar teikningar er ekki ađ finna á Landupplýsingakerfisvefnum, en ţar má sjá nýlegar útlits- og uppmćlingarteikningar Ađalsteins V. Júlíussonar og ţar kemur fram, ađ ţćr séu unnar út frá teikningum Gunnars Pálsson frá 23.9.1935. Fullbyggt mun húsiđ hafa veriđ 1940, ţađ er alltént skráđ byggingarár hússins. Húsiđ hefur hins vegar veriđ risiđ voriđ 1939, en ţann 5. apríl ţađ ár auglýsir Júlíus Davíđsson stofu til leigu í húsinu.

Sniđgata 1 er einlyft steinhús á háum kjallara, sem er ađ hluta óniđurgrafinn vegna mishćđar á lóđ, og međ einhalla aflíđandi ţaki; sk. skúrţaki. Veggir eru múrhúđađir, bárujárn á ţaki og gluggapósta mćtti kannski kalla H-pósta, ţar eđ ţeir mynda nokkurs konar H, tvö lóđrétt fög nćrri jöđrum og eitt lárétt opnanlegt fag á milli ţeirra. Á austurhliđ er útskot eđa forstofubygging međ steyptum tröppum ađ götu en og viđbygging til austurs.

Áriđ 1956 var byggđur bílskúr á lóđinni eftir teikningum Stefáns Reykjalín og byggt viđ húsiđ til austurs, einnig eftir teikningum Stefáns en ekki er vitađ hvenćr ţaki var breytt úr valmaţaki í einhalla aflíđandi ţak; mögulega hefur ţađ veriđ á sama tíma. En Sniđgata 1 er ekki eina húsiđ á ţessum slóđum sem Júlíus Davíđsson byggđi, ţví skömmu áđur hafđi hann reist Hamarstíg 1 og nokkrum árum fyrr Oddeyrargötu 22 ásamt Ásgeiri Kristjánssyni. Síđar byggđi hann Munkaţverárstrćti 33. Sniđgata 1 hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús og margir ţar átt heima gegn um tíđina. Tvćr íbúđir eru í húsinu, hvor á sinni hćđ og líklega hefur sú íbúđaskipan veriđ mest alla tíđ. Húsiđ er í góđri hirđu og lítur vel út, og segir í Húsakönnun 2015 ađ ţađ sé „talsvert breytt frá upprunalegri mynd en stendur ágćtlega međ ţeim breytingum“ (Ak.bćr, Teiknistofa Arkitekta 2015: 214). Ţađ er nefnilega vel hćgt ađ bćta viđ og breyta eldri húsum án ţess ađ ţađ lýti ţau, sem sannast m.a. á Sniđgötu 1. Myndin er tekin ţann 18. febrúar 2018.

Heimildir:Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf  

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41.  Fundur nr. 757, 16. sept. 1935. Fundur nr. 3. Okt. 1935. Fundur nr. 773, 27. apríl 1936. Fundur nr. 778, 7. ágúst 1936.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Svipmyndir héđan og ţađan frá Akureyri og nágrenni

Oft fer ég út ađ viđra mig, og oftar en ekki er myndavélin međ í för. Hér eru nokkur skemmtileg sjónarhorn frá síđustu mánuđum og misserum.

P5210747Samkomubrú nefnist ný göngubrú á stígnum sem liggur međfram Drottningarbraut. Um er ađ rćđa kćrkomna og skemmtilega viđbót viđ ţennan ágćta stíg, ţó sitt sýnist hverjum um ţessa framkvćmd og nauđsyn hennar. Brúin var vígđ viđ hátíđlega athöfn ţ. 23. ágúst sl. og tilkynnt um nafniđ um leiđ- en auglýst var eftir tillögum um nafn. Myndirnar eru teknar annars vegar 21. maí og 19. ágúst hins vegar. Á seinni myndinni sést Samkomuhúsiđ í baksýn, en nafn brúarinnar vísar vćntanlega til ţess.

 

 

 

 

P8190799

 

   

 

 

 

 

 

 

 

Á dögunum var lokiđ viđ malbikun göngu- og hjólreiđastígs, sem liggur í beinu framhaldi af umrćddum stíg međfram Drottningarbraut og alveg suđur ađ Hrafnagil, um 13 km frá Miđbćnum. Um er ađ rćđa mikla samgöngubót fyrir gangandi og hlaupandi og kannski sérstaklega hjólandi. Ađ ekki sé minnst á akandi, en ţađ er ekkert sérlega ţćgilegt fyrir ökumenn ađ ţurfa ađ sveigja og hćgja á sér vegna umferđar gangandi og hjólandi. Ţessi mynd er tekin skammt frá Hvammi, sem er ysta býliđ í Eyjafjarđarsveit vestan ár, um kílómetra frá sveitarfélagamörkunum viđ Akureyri. Skiltiđ mćtti e.t.v. flokka sem samgönguminjar en stígurinn liggur ađ hluta til á gamla veginum fram í fjörđ, ţjóđvegi 821. Fyrir miđri mynd er Stađarbyggđarfjall.

P9230802

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er myndatökumađur staddur um 2km sunnar, eđa framar, og horfir annars vegar til norđurs ađ Ytra Gili og hins vegar til fjalls, ađ Syđra Gili, sem hefur veriđ í eyđi í áratugi. Eins og sjá má, er stígurinn ómalbikađur enda myndin tekin ţann 27. júní, en malbikun fór fram um miđjan sept. 

P6270778   P6270781

Ekki ţarf endilega mikla hćđ yfir sjó til ađ skapa góđa og skemmtilega útsýnisstađi. Á höfđanum norđan Kirkjugarđs Akureyrar, á suđurbakka Búđargils er skemmtilegt sjónarhorn til norđurs yfir Oddeyrina og út Svalabarđsströndina handan fjarđar og Kaldbakur viđ sjóndeildarhring. Vinsćlt er ađ staldra ţarna viđ og virđa fyrir sér útsýniđ og sjálfsagt er ţetta sjónarhorn oft ljósmyndađ, enda flestallir međ myndavél viđ höndina í símum sínum. Ţessi mynd er tekin á sunnudagshjóltúr 9. sept. sl. P9090799

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfđinn er vinsćll útsýnisstađur, en líklega eru ţeir eilítiđ fćrri sem leggja leiđ sína á Háuklöpp norđan Gerđahverfis ofarlega á Brekkunni. Ţađan er býsna skemmtilegt útsýni til allra átta svo sem ţessar myndir bera međ sér. Sl. sunnudag, 23.sept. ákvađ ég nefnilega ađ leggja smárćđis lykkju á hjóltúrinn frameftir, út í Ţorp og ţađan á Brekkuna. Á efri mynd er horft til vesturs, gjörvallt Hlíđarfjalliđ blasir viđ ásamt syđstu og efstu byggđum Giljahverfis. Á neđri mynd er horft til norđurs út yfir Glerárţorp, í forgrunni eru Borgir, rannsóknarhús Háskólans á Akureyri og fjölnotaíţróttahúsiđ Boginn viđ Ţórssvćđiđ hittir sjálfsagt nákvćmlega á miđpunkt myndarinnar. Oftast nćr nota ég ađdrátt viđ landslagsmyndatökur en ekki í ţetta skipti. Ţá notađi ég stillingu á myndavélinni (Olympus VG-170, 14Mpixl.) sem kallast Magic 1. Ég er ekki frá ţví, ađ hún fari nćrri ţeim litbrigđum sem mannsaugun (a.m.k. augu ţess sem ţetta ritar) greina heldur en hefđbundna stillingin.

P9230807

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9230806

 

 

 


Munkaţverárstrćtiđ eins og ţađ leggur sig

Hér eru fćrslur um húsin viđ Munkaţverárstrćtiđ. Syđri og eldri hlutann tók ég fyrir ađ mestu í fyrrasumar, en sunnudaginn 18. febrúar arkađi ég um nyrđri hluta götunnar og ljósmyndađi hús nr. 17 - 44. Ásamt Sniđgötu, milli Munkaţverárstrćtis og Brekkugötu. Ţ.a. ţau hús (sem eru einungis ţrjú) tek ég fyrir á nćstunni. Enda ţótt ţessi vefur verđi 10 ára nćsta sumar og aldrei hafi liđiđ meira en 3 vikur milli pistla,eru enn fjölmörg Akureyrsk hús viđ ţó nokkrar götur sem ég gćti tekiđ fyrir hér. Og ţađ jafnvel ţótt ég haldi viđ ađ öllu jöfnu viđ byggingaráraviđmiđiđ 1940-50. 

 

Munkaţverárstrćtiđ er um 500 metra langt og viđ götuna standa 40 hús, byggđ árin 1930- 60, langflest húsin eđa öll nema tvö fyrir 1950. Ţess má geta, ađ 15 ţeirra teiknađi Tryggvi Jónatansson. Viđ eldri hluta götunnar standa hús í steinsteypuklassískum stíl, mörg međ háu risi en norđan Krabbastígs/Bjarkarstíg eru funkisáhrifin alls ráđandi. En hér eru tenglar á greinarnar mínar um Munkaţverárstrćtishúsin. Endilega látiđ mig vita, ef tenglarnir vísa annađ á rangar fćrslur - eđa ekki neitt ;) 

 

Munkaţverárstrćti 1 (1934)

Munkaţverárstrćti 2 (1960)

Munkaţverárstrćti 3 (1930)

Munkaţverárstrćti 4 (1934)

Munkaţverárstrćti 5 (1930)

Munkaţverárstrćti 6 (1934)

Munkaţverárstrćti 7 (1931)

Munkaţverárstrćti 8 (1931)

Munkaţverárstrćti 9 (1932)

Munkaţverárstrćti 10 (1931)

Munkaţverárstrćti 11 (1932)

Munkaţverárstrćti 12 (1935)

Munkaţverárstrćti 13 (1930)

Munkaţverárstrćti 14 (1942)

Munkaţverárstrćti 15 (1935)

Munkaţverárstrćti 16 (1930)

Munkaţverárstrćti 17  (1937)

Munkaţverárstrćti 18  (1937)

Munkaţverárstrćti 19  (1937)

Munkaţverárstrćti 20  (1936)

Munkaţverárstrćti 21  (1938)

Munkaţverárstrćti 22  (1936

Munkaţverárstrćti 23  (1937)

Munkaţverárstrćti 24  (1938)

Munkaţverárstrćti 25  (1937)

Munkaţverárstrćti 26  (1936)

Munkaţverárstrćti 27  (1940)

Munkaţverárstrćti 28  (1944)

Munkaţverárstrćti 29  (1951)

Munkaţverárstrćti 30  (1942)

Munkaţverárstrćti 31  (1942)

Munkaţverárstrćti 32  (1947)

Munkaţverárstrćti 33  (1948)

Munkaţverárstrćti 34  (1943)

Munkaţverárstrćti 35  (1941)

Munkaţverárstrćti 37  (1941)

Munkaţverárstrćti 38  (1942)

Munkaţverárstrćti 40  (1942)

Munkaţverárstrćti 42  (1942)

Munkaţverárstrćti 44  (1943)

Ef tekiđ er međaltal af byggingarárum er niđurstađan u.ţ.b. 1938, ţ.a. áriđ 2018 er međalaldur húsa viđ Munkaţverárstrćtiđ 80 ár.

 


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • PA090813
 • P5130723
 • PA090814
 • PA090810
 • PA090811

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 242
 • Sl. viku: 645
 • Frá upphafi: 219575

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 459
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband