Hús dagsins: Helgamagrastrćti 20

Daginn fyrir Lýđveldisstofnun kom Bygginganefnd Akureyrar P5030913saman á fundi, einu sinni sem oftar. Međal fundarefna var ađ veita Magnúsi Magnússyni trésmíđameistara viđ austanvert Helgamagrastrćtiđ, norđan viđ Hamarstíg. Um haustiđ fékk Magnús byggingarleyfi fyrir steinsteypu, međ flötu steinţaki, eina hćđ međ kjallara undir hálfu húsinu. Ekki er getiđ um stćrđ hússins ađ grunnfleti. Magnús gerđi teikningarnar ađ húsinu sjálfur, og samkvćmt Húsakönnun 2015 mun ţetta eina húsiđ sem Magnús teiknađi.

Helgamagrastrćti 20, sem fullbyggt var 1946, er einlyft steinhús á háum kjallara, međ lágu bárujárnklćddu valmaţaki og einföldum lóđréttum póstum í gluggum.  Nyrsti hluti framhliđar hússins skagar eilítiđ fram og í kverkinni á milli eru tröppur upp ađ inngöngudyrum.  

Enda ţótt Helgamagrastrćti 20 muni vera eina húsiđ sem Magnús Magnússon teiknađi má nćrri geta, ađ hann hafi komiđ ađ byggingu margra húsa á starfsferli sínum.  Magnús , sem fćddur var á Ólafsfirđi, bjó hér allt síđasta dags, 1989 og ekkja hans Ţórlaug Vestmann bjó hér áfram en hún lést 1993. Ćtla má, ađ ţau hafi haldiđ húsinu og lóđinni viđ af mikilli natni en hvort tveggja er enn í dag í afbragđs hirđu, enda ţótt húsiđ sé nćsta lítiđ breytt frá upphaflegri gerđ. Á lóđarmörkum er vandađur steyptur veggur međ járnavirki og mun hann upprunalegur, ţ.e. frá sama tíma og húsiđ. Líkt og á svo mörgum lóđum á ţessu svćđi er trjágróđur mjög áberandi á lóđinni og er margt gróskumikilla reynitrjáa viđ Helgamagrastrćti 20. Húsiđ hlýtur 1. stigs varđveislugildi í Húsakönnun 2015 sem hluti merkrar heildar. Myndin er tekin ţann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 980, ţ. 16. júní 1944. Fundur nr. 990, 8. sept. 1944. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Svipmyndir ađ sunnan

Um daginn birti ég nokkrar myndir, teknar á Eyjafjarđarsvćđinu. Hér koma nokkrar myndir, teknar sl. vikur á suđvesturhorninu.

20190704_223045

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til NV af Ásfjalli ofan Hafnarfjarđar í kvöldsólinni ţann 4. júlí sl.

20190704_223013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til vesturs af Ásfjalli horft yfir Reykjanesskagan norđanverđan. Lengst til vinstri er hinn formfagri Keilir (379 m) en ţarna má einnig sjá Trölladyngju (402m) nćr miđri mynd.

P7060903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Innri Njarđvík, böđuđ kvöldsól ađ kvöldi laugardagsins 6. júlí sl. Ţarna er Keilir nokkurn veginn fyrir miđri mynd. Horft frá Grćnásbraut á Ásbrú.

P7130901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru tvćr "kynslóđir" Garđskagavita, sá eldri til vinstri er byggđu 1897 en sá yngri, lengst til hćgri er byggđur 1944. Myndin tekin í fjörunni í Garđhúsavík viđ Garđskaga laugardaginn 13. júlí sl.

P7130906

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margt má finna í fjöru, t.d. fjörukál (Cakile arctica) sem vex víđa viđ Reykjanesskagann, ţ.á.m. viđ Garđskaga. 

P7140899

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suđvestan megin á Reykjanesskaganum má sjá Brimketil, nokkurs konar skál eđa skessuketil í hrauninu viđ flćđarmáliđ, sem ađ jafnađi er full af öldum Atlantshafsins sem ţarna dynja af ákafa. Myndin tekin sl. sunnudag, 14. júlí.

 


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 19

Áfram heldur "yfirreiđin" um Helgamagrastrćtiđ í númeraröđ, nćst er ţađ hús nr. 19. En hvađ međ Helgamagrastrćti 14, 16 og 18? Viđ ţví er einfalt svar: Ţau hús eru ekki til. Svo vill nefnilega til, ađ á suđausturhorni götunnar og Hamarstígs stendur nr. 12 en nćsta hús austan megin, norđan Hamarstígs 8 er Helgamagrastrćti 20. Hvers vegna er mér ókunnugt um en ţađ er svosem ekki óalgengt í eldri götum Akureyrar, ađ fáein númer vanti inn í.

Helgamagrastrćti 19 reistu brćđurnir Björgvin og Gústav Júlíussynir áriđ 1944.P5030912 Voriđ 1942 fékk Björgvin lóđ vestan Helgamagrastrćtis, ţriđju lóđ frá Hamarstíg, ţ.e. nr. 19, ţá er Hamarstígur 10 međtalin en ţá var ţar ţegar risiđ hús. Tveimur árum síđar fékk Björgvin, í félagi viđ Gústav bróđur sinn, byggingarleyfi fyrir tveggja hćđa steinsteyptu húsi á lágum grunni međ steinlofti ađ stćrđ 9,3x8,7m, auk útskots ađ sunnan 5,7x1,5m. Teikningarnar ađ húsinu, sem var frá upphafi tvíbýli međ hvorri íbúđ á sinni hćđ, gerđi Stefán Reykjalín.

Helgamagrastrćti 19 er, líkt og segir í hinni 75 ára bókun byggingarnefndar, tveggja hćđa steinsteypuhús á lágum grunni međ útskoti til suđurs. Í kverkinni viđ útskotiđ eru svalir til suđvesturs međ timburverki. Húsiđ er međ flötu ţaki, klćtt ţakpappa og veggir múrsléttađir og einfaldir, lóđréttir póstar međ opnanlegum ţverfögum í gluggum. Björgvin Júlíusson og kona hans Gréta Emilía Júlíusdóttir bjuggu hér allt til dánardćgurs, Björgvin lést 1981 en Gréta 2005 og hafđi hún ţá búiđ hér í um 60 ár. Á móti ţeim Björgvini og Grétu bjuggu hér, frá 1944 til 1971 ţau Eggert Ţorkelsson bifreiđarstjóri og Ţórunn Ágústsdóttir. Síđan hafa ýmsir átt hér heima um lengri eđa skemmri tíma. Húsiđ er nćsta óbreytt frá fyrstu gerđ, en er engu ađ síđur í frábćrri hirđu og lítur vel út.

 Lóđin er einnig vel gróin og standa ţar mörg tré, einkum reynitré en trjágróđur er mjög einkennandi fyrir ţetta hverfi. Ekki er ólíklegt, ađ Björgvin eđa Gréta hafi gróđursett einhver ţeirra stćđilegu trjáa sem á lóđinni eru, eđa Eggert eđa Ţórunn. Á lóđarmörkum er steyptur veggur, sem mun upprunalegur međ járnavirki og er hann í mjög góđu standi, eins og húsiđ sjálft.  Húsiđ hlýtur varđveislugildi 1 í Húsakönnun 2015 sem hluti heildar, og ţá vćntanlega ţeirrar heildar sem funkishúsaröđin viđ Helgamagrastrćtiđ er. Myndin er tekin ţann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 956, ţ. 24. apríl 1942. Fundur nr. 978, 30. maí 1944. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

  


Svipmyndir úr Eyjafirđi

Eins og gestum ţessa vefjar má vera kunnugt um, geri ég ţó nokkuđ af ţví ađ viđra mig og ekki er óalgengt ađ myndavélin sé međ í för. Líkt og ćđi margir, eđa allflestir, er ég ađ vísu ćvinlega međ myndavél međferđis í snjallsíma en mér ţykir einhvern veginn skemmtilegra ađ taka upp MYNDAVÉLINA og mynda- enda ţótt símamyndavélar séu margar hverjar orđnar vel sambćrilegar viđ miđlungs vandađar myndavélar. Hér eru nokkur sýnishorn af ţví sem fyrir augu hefur boriđ um vor og fyrri hluta sumars 2019.

P4250904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Botnsfoss í Botnsreit á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Botnsreitur er neđan viđ bćina Botn og Hranastađi, ríflega 14 km frá Miđbć Akureyrar.

P4250902  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4280886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fossar í Veigastađaklettum í Vađlaheiđi sunnudaginn 28. apríl. Klettabelti á borđ viđ ţetta urđu til fyrir nokkrum milljónum ára, ţegar hraun runnu á hraun ofan og mynduđu jarđlög. Gróđur og jarđvegur varđ ađ millilögum. Löngu, löngu síđar gróf skriđjökull ísaldar sig í gegn um jarđlögin og myndađi m.a. firđi og dali og skildi eftir jökulruđninga og grettistök. 

P5120886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona líta Súlutindarnir út séđir frá Eyjafjarđarbraut vestri skammt sunnan Litla-Hóls, rúmlega 17km framan Akureyrar. Myndin tekin 12. maí.

P5250890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona litu hins vegar Kjarnaskógur, Hamrar, Naustahverfi og Eyjafjörđur út í blíđunni laugardaginn 25. maí, ljósmyndari staddur sunnarlega í Lönguklettum. Sólríkt síđdegi, eđa Sunny Afternoon eins og Ray Davies og félagar í The Kinks sungu um fyrir ríflega hálfri öld. 

P6100889

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţverá efri, eđa Munkaţverá fellur úr Ţverárdal í Eyjafjarđará um hrikalegt gil. Hversu djúpt ţađ er veit ég ekki, en ég myndi giska á ađ frá gilbrún og niđur ađ ánni séu a.m.k. 25 metrar, jafnvel 30. Ţarna er vinsćlt ađ klifra og síga. Giliđ er tćpa 20 km frá Akureyri.

P6100900

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir Ţverárgiliđ hrikalega liggur ein elsta brú sem enn er í notkun á landinu. Hún er ađ stofni til frá 1913, en ţá var steinboginn steyptur. Áriđ 1958 var brúin hins vegar endurbyggđ og hćkkuđ og gamla brúin notuđ sem undirstađa. Hér má lesa um ţá framkvćmd. Nokkuđ ljóst má vera, ađ brúarsmiđir hafa ekki mátt vera mjög lofthrćddir. surprised

P6100901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammt ofan brúarinnar má sjá fossinn Gođafoss. Myndirnar viđ Munkaţverá eru teknar á annan í hvítasunnu, 10. júní.

P6200890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ađ kvöldi 20. júní brá ég mér, einu sinni sem oftar, upp ađ Fálkafelli. Hér má sjá hesthúsahverfiđ Breiđholt í forgrunni, en á bak viđ Miđhúsahćđ sést í ystu hverfi Brekkunnar og syđstu hverfi Glerárţorps.

P6220902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfsáinn reyniviđur gerir oft ekki miklar kröfur um vaxtarstađ. Ţessi hrísla hefur valiđ sér stađ í mel í miđjum kletti norđan og ofan Hamra. Myndin er tekin ţann 22. júní. 

 


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 17; Völuból. Endurbirtur pistill frá 2011

Áfram heldur yfirferđ mín um Helgamagrastrćti og nú er ţađ fyrrum p4200003.jpgfélagsheimili Valkyrjunnar, kvenskátafélags Akureyrar, Helgamagrastrćti 17 eđa Völuból. Ţađ hús tók ég fyrir voriđ 2011 og hér birtist sá pistill svo til orđréttur. Ţess má geta, ađ í upphafi skrifađi ég ađ Brynja Hlíđar hafi arfleitt skátahreyfinguna ađ húsinu, sem er ekki rétt, heldur keypti Valkyrjan húsiđ af Guđbrandi bróđur hennar, sem ţađ erfđi. En ţetta hafđi ég um Helgamagrastrćti 17 ađ segja 2011:

Fyrsta "Hús dagsins" á sumrinu 2011 er ţetta reisulega steinhús viđ Helgamagrastrćti 17. Húsiđ er tvílyft steinsteypuhús en hluti ţess ein hćđ á kjallara en norđurhluti tvćr hćđir á kjallara og er húsiđ ađ mörgu leyti dćmigert fúnkís-hús, ţar sem kassalögun og einfaldleiki er áberandi. Fúnkísstíll er einmitt mjög áberandi viđ Helgamagrastrćtiđ en gatan byggđist ađ mestu 1935-50 ţegar sú húsagerđ var mjög ríkjandi. Einhverjir kunna ađ taka eftir skátaliljunni á garđshliđinu en Helgamagrastrćti 17 er mjög tengt sögu skátastarfs á Akureyri. Húsiđ var nefnilega svo áratugum skipti skátaheimili Valkyrjunar, sem var félag kvenskáta á Akureyri. En lengst af var skátastarf í bćnum kynjaskipt (slíkt tíđkast víđa í heiminum enn í dag) og störfuđu kvenskátar undir nafni Valkyrjunnar og karlskátar hjá Skátafélagi Akureyrar en ţessi félög voru sameinuđ undir nafni Klakks áriđ 1987. Brynja Hlíđar lyfjafrćđingur  sem var mikilvirkur skátaleiđtogi reisti húsiđ áriđ 1945. Byggđi hún húsiđ sem íbúđarhús. En á ţessum tíma var skátastarf í bćnum mjög öflugt, bćđi hjá SKFA og Valkyrjunni og ţar fóru fremst í flokki áđurnefnd Brynja Hlíđar hjá Valkyrjunni og Tryggvi Ţorsteinsson hjá Skátafélagi Akureyrar. Ţau hefđu bćđi orđiđ 100 ára í vetur, Brynja í nóvember sl. (f. 9.10.1910) en Tryggvi var fćddur 24.4.1911 og hefđi ţví orđiđ 100 ára nk. sunnudag. Brynja Hlíđar fórst 29.maí 1947 í hinu hörmulega flugslysi viđ Héđinsfjörđ. Guđbrandur, bróđir Brynju erfđi húsiđ og upp úr 1950 keypti Valkyrjan húsiđ af honum og innréttuđu ţarna félagsheimili.  Kölluđu ţćr húsiđ Völuból og var heimili Valkyrjunar í fjóra áratugi eđa svo. Einnig var búiđ í húsinu á međan ţađ gengdi hlutverki skátaheimilis. Nú eru í húsinu tvćr íbúđir ađ ég held. 

Viđ ţetta má bćta, ađ húsiđ teiknađi Tryggvi Jónatansson og áriđ 1971 var byggt viđ húsiđ til norđurs, eftir teikningum Jóns Geirs Ágútssonar.  Ţess má líka geta, ađ ţađ var áriđ 1953 sem  Valkyrjan keypti húsiđ af Guđbrandi, m.a. međ styrk úr Félagsheimilasjóđi. Húsiđ hlaut nafniđ Völuból en ţađ nafn fylgdi félaginu, hafđi m.a. áđur veriđ á hermannabragga sem félagiđ hafđi til afnota en í Degi í maí 1945 segir Brynja ađ sá kofi sé “skammgóđur vermir og bíđi niđurrifs”. Völuból var skátaheimili í hartnćr fjóra áratugi, eđa fram undir 1990, en skömmu áđur var allt skátastarf á Akureyri sameinađ undir nafni Klakks. Í Húsakönnun 2015 hlýtur húsiđ varđveislugildi 1 sem hluti merkrar heildar. Myndin er sú hin sama og birtist hér upphaflega, tekin 20. apríl 2011.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Ýmsar munnlegar heimildir...

 


Hús dagsins: Hamarstígur 10

Helgamagrastrćti hefur veriđ til umfjöllunar hjá mér sl. vikur og verđur áfram. Nú er ég kominn ađ horninu ţar sem Hamarstígur ţverar götuna og sjálfsagt ađ taka fyrir hornhúsiđ viđ síđarnefndu götuna.Hamarstígur 10 stendur norđvestanvert á ţessu umrćdda horni. 

Voriđ 1938 bókađi Byggingarnefnd eftirfarandi:P5030916Nefndinni hafa borist umsóknir um hornlóđina vestan Helga-magrastrćtis og norđan Hamarstígs frá Halldóri Halldórssyni byggingafulltrúa, dags. 21. febrúar og Jóni G. Sólnes bankaritara, dags. 22. febrúar . Ţar sem umsókn Halldórs Halldórssonar, byggingarfulltrúa er fyrr fram komin leggur nefndin til ađ honum verđi leigđ lóđin.“ (Bygg.nefnd Ak. 1938: 815). Fyrstu kemur fyrstur fćr, en ţví má svosem bćta viđ, ađ Jón Sólnes fékk ári síđar lóđ og byggingarleyfi á öđru horni viđ Hamarstíg; nánar til tekiđ á horninu viđ Holtagötu. Halldór fékk síđan leyfi til ađ byggja íbúđarhús á lóđinni, eina hćđa međ flötu ţaki og kjallara undir hálfu húsinu. Húsiđ byggt úr steinsteypu, útveggir steyptir tvöfaldir og loft og ţak úr járnbentri steinsteypu, stćrđ 9x8,2m. Halldór gerđi sjálfur teikningarnar ađ húsinu, sem fullbyggt var 1939. Ţess má geta, ađ tćpum áratug fyrr reisti Halldór Hamarstíg 4, í félagi viđ Steinţór Jóhannsson.

Hamarstígur 10 er einlyft steinsteypuhús á lágum kjallara og međ háu risi. Á framhliđ eru tveir smáir kvistir. Á austurstafni eru inngöngudyr og steyptar tröppur en sólskáli á vesturstafni.  Horngluggar í anda funkisstefnunnar til suđurs. Veggir eru múrhúđađir og bárujárn á ţaki.

Halldór Halldórsson byggingafulltrúi var einn ötulasti hönnuđur bygginga á Akureyri á áratugunum milli 1920-1940 og skipta hús eftir hann hér í bć tugum. Í Húsakönnun 2015 fyrir Ytri Brekkuna (Norđurbrekkuna), ţar sem tekiđ er fyrir svćđiđ sem afmarkast af Ţingvallastrćti í norđri, Ţórunnarstrćti í vestri og Oddeyrargötu og Brekkugötu í austri er ađ finna 21 hús teiknađ af Halldóri.  Hann var fćddur 4. mars áriđ 1900 í Garđsvík á Svalbarđsströnd og lauk prófi í byggingarfrćđi í Hildisheim í Ţýskalandi áriđ 1924. Hann var byggingafulltrúi og byggingameistari hér í bć til ársins 1944 en fluttist ţá suđur og hóf störf hjá Skipulagi ríkis og bćja. Síđar varđ hann forstjóri Húsnćđismálastofnunar ríkisins viđ stofnun hennar, 1957 og gegndi hann ţví starfi til dánardćgurs. Hér má sjá minningargrein Magnúsar Inga Ingvarssonar um Halldór, sem lést 23. ágúst 1969. Halldór bjó hér ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1944, en ţá auglýsir hann húsiđ til sölu.  Kona Halldórs var Sigurlaug Ólafsdóttir frá Krossum á Árskógsströnd. Margir hafa átt húsiđ og búiđ á eftir Halldóri og Sigurlaugu, og öllum auđnast ađ halda húsi og lóđ vel viđ.

Upprunalega var húsiđ funkishús međ flötu ţaki, ekki ósvipađ húsinu handan hornsins, Hamarstíg 8, og húsaröđ Ţóris Baldvinssonar viđ Helgamagrastrćti sunnan viđ horniđ, kennd viđ Samvinnubyggingafélagiđ. Áriđ 1982 var hins vegar byggđ rishćđ ofan á húsiđ ásamt sólskála, eftir teikningum Gísla Kristinssonar. Fimm árum síđar voru settir kvistir á risiđ, eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Fékk húsiđ ţá ţađ lag sem ţađ síđan hefur. Húsiđ mun alla tíđ hafa veriđ einbýlishús. Hamarstígur 10 hlýtur varđveislugildi 1 í Húsakönnun 2015. Ţađ er traustlegt og glćst og í mjög góđri og sama er ađ segja af lóđinni sem er mjög vel gróin miklum runnum og trjám, m.a. reyni- og grenitrjám. Myndin er tekin ađ vorlagi, nánar til tekiđ ţann 3. maí 2019, og gróandinn ađ taka viđ sér svo sem sjá má.

 

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41. Fundur nr. 815, ţ. 23. apríl 1938. Fundur nr. 818, 16. júní 1938. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 15

Helgamagrastrćti 15, sem stendur á suđvestan megin á P2240895horni Hamarstígs og Helgamagrastrćtis, reisti Oddur Kristjánsson byggingameistari áriđ 1946, eftir teikningum Guđmundar Gunnarssonar.  Byggingarleyfi Odds hljóđađi upp á „Hús úr steinsteypu međ valmaţaki, tvćr hćđir međ kjallara undir hluta hússins. Stćrđ 9,3x12,5m“.  Ţessi lýsing á raunar enn viđ, enda húsiđ svo til óbreytt frá upphafi ađ ytra byrđi. Húsiđ er tvílyft steinsteypuhús međ valmaţaki, á lágum kjallara. Útskot er suđurs og ţađan gengiđ út svalir á annarri hćđ en inngöngudyr og steyptar tröppur norđaustan megin. Gluggapóstar eru ýmist lóđréttir eđa ţverpóstar, veggir eru múrsléttađir en bárujárn á ţaki.

Oddur Kristjánsson, sem byggđi Helgamagrastrćti 15 var fćddur áriđ 1901 í Saurbć í Eyjafirđi. Hann nam byggingariđn hjá Eggert Melsteđ á Akureyri en fluttist austur á Fljótsdalshérađ ţar sem hann bjó og starfađi viđ iđn sína á fjórđa áratugnum. Hann byggđi ţar ţó nokkur hús og líklega er ţađ ţekktasta Skriđuklaustur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, sem byggt er 1939. Áriđ 1942 fluttist hann aftur til Akureyrar og byggđi Helgamagrastrćti 15 fjórum árum síđar. Oddur starfađi sem byggingameistari hjá Akureyrarbć og kom ađ byggingu fjölmagra stórhýsa og opinberra bygginga í bćnum, ţ.á.m. P4010504sundlaugarhúsinu, sjúkrahúsinu, bćjarskrifstofum o.fl. Auk ţess vann hann sem leiktjaldasmiđur og leiksviđsstjóri hjá Leikfélagi Akureyri. Eiginkona Odds var Guđbjörg Guđmundsdóttir Kjerúlf,. Guđbjörg var frá Hafursá viđ Hallormstađ á Hérđađi, en ţess má geta, ađ ţau kynntust ţegar Oddur vann viđ byggingu íbúđarhúss ţar. Oddur og Guđbjörg bjuggu hér til ársins 1971 ađ ţau fluttust til Reykjavíkur.

Helgamagrastrćti 15 er reisulegt hús og í góđri hirđu. Ţađ mun teiknađ sem tvíbýlishús, hvor íbúđ á sinni hćđ og er svo enn. Húsiđ hlýtur varđveislugildi 1 í Húsakönnun 2015 sem hluti af merkri heild. Á lóđinni ber mikiđ á gróskumiklum trjám, framan viđ húsiđ er mikiđ lerkitré  og á baklóđinni er gróskumikiđ og stćđilegt grenitré. Síđuhafi kann ekki ađ tegundagreina ţađ nákvćmlega en myndi giska á annađ hvort sitka- eđa rauđgreni. En tréđ er a.m.k. 15 m hátt og til mikillar prýđi. Myndin af húsinu er tekin 24. febrúar 2019, en myndin af trénu er tekin 1. apríl 2017.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 1037, ţ. 2. nóv. 1945. Fundur nr. 1056, 3. maí 1946. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Skriđuklaustur, hús Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) rithöfundar. Oddur Kristjánsson mun hafa stýrt byggingu ţessa merka og glćsta húss en húsiđ er byggt 1939. Sjö árum síđar byggđi Oddur Helgamagrastrćti 15. Myndin af Skriđuklaustri er tekin 28. júní 2007. 

P6280043


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 13

Helgamagrastrćti 13 reistu Jón Helgason skósmiđur og PetrónellaP2240893 Pétursdóttir áriđ 1936, en Jón fékk haustiđ 1936 „ađra lóđ norđan viđ hús Jóhanns Kröyer“ [Helgamagrastrćti 9]. Hann fékk ađ reisa sams konar hús og ţau sem ţegar voru risin og voru ađ rísa viđ Helgamagrastrćti, tvćr hćđir međ flötu ţaki og kjallaralaus, veggir og loft úr steinsteypu, 7,6x8,10m ađ grunnfleti, eftir teikningu Ţóris Baldvinssonar.

Helgamagrastrćti 13 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og međ lágu valmaţaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suđurs, sem og svalir á efri hćđ á SA horni. Perluákast er á veggjum og bárujárn á ţaki og ţverpóstar í gluggum. Á norđurhliđ er útskot, jafn hátt húsinu og valmaţak slúttir ţak yfir svalirnar.

Jón Helgason sem byggđi húsiđ, var lengst af verkstjóri á skógerđinni Iđunni á Gleráreyrum og vann ţar í meira en 40 ár. Hann var frá Neđri Núpi í Miđfirđi. Jón og Petrónella, sem var frá Sigtúnum í Öngulsstađahreppi (nú Eyjafjarđarsveit) bjuggu hér í hálfa öld, eđa allt ţar til hún lést áriđ 1987. Síđan hafa ýmsir búiđ í  Helgamagrastrćti 13 og öllum auđnast ađ halda ţessu glćsta og traustlega húsi vel viđ, sem og gróskumikilli lóđ. Samkvćmt Húsakönnun 2015 var byggt viđ húsiđ áriđ 1939 til vesturs og áriđ 1950 var byggt viđ ţađ til norđurs og áriđ 1957 var byggt ofan á húsiđ, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Fékk húsiđ ţá ţađ lag sem ţađ hefur ć síđan.

Helgamagrastrćti 13 er traustlegt hús og í góđri hirđu. Ţá er einnig bílskúr á lóđarmörkum norđaustanmegin, líklega byggđur á svipuđum tíma og húsiđ og mun hann sá eini í ţessari húsaröđ Samvinnubyggingafélagsins. Áfastur honum er lágur steyptur veggur međ járnavirki sem einnig er vel viđ haldiđ.  Lóđin er vel gróin og hefur veriđ svo allt frá tíđ Jóns Helgasonar og Petrónellu. Ber ţar mikiđ á stćđilegum birkitrjám, en ţađ er sammerkt međ flestum húsum viđ Helgamagrastrćtiđ ađ ţar eru rćktarlegir og vel hirtir garđar og margt gróskumikilla trjáa.  Ein  íbúđ er í húsinu.

Helgamagrastrćti 13, sem er annađ hús sunnan og austan megin frá horni götunnar og Hamarstígs er yst í röđ sams konar funkishúsa. Ţessi hús, sem flestöll voru reist af starfsmönnum KEA voru byggđ árin 1936-37. Ţessi húsaröđ var ţá sú efsta í bćnum; ţađ sem lá ofan og vestan Ţórunnarstrćtis var „úti í sveit“. Alls urđu ţessi hús níu ađ tölu, ef taliđ eru međ Ţingvallastrćti 16 sem reist var eftir áţekkri teikningu en ekki ţeirri sömu og  Helgamagrastrćti 1-13, 4 og 6. Öll húsin teiknađi Ţórir Baldvinsson. Helgamagrastrćti 2 er einnig mjög svipađ, enda mun Skarphéđinn Ásgeirsson hafa stuđst viđ útlit og yfirbragđ nćrliggjandi húsa viđ hönnun og byggingu ţess.  Ţessi funkishúsaröđ Samvinnubyggingafélagsins er metin sem „varđveisluverđ heild“ í Húsakönnun 2015 og hljóta húsin varđveislugildi 2, sem hluti ţeirrar merku heildar.  Ţar á međal, ađ sjálfsögđu, Helgamagrastrćti 13. Myndin er tekin ţann 24. febrúar 2019, en hér má sjá mynd frá 1940 eđa ţar um bil, af funkishúsaröđinni viđ Helgamagrastrćti ásamt Ţingvallastrćti 16. 

Heimildir:  Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41. Fundur nr. 780, ţ. 5. sept. 1936. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 12

Fjórum dögum fyrir Lýđveldisstofnun, eđa 13. júní 1944,P2240894 fengu ţeir Jónatan Davíđsson og Hjalti Friđfinnsson lóđ á horni austan Helgamagrastrćtis og sunnan Hamarstígs. Réttum tíu mánuđum síđar, 13. apríl 1945 var Jónatan veitt byggingarleyfi á lóđinni og fékk hann ađ reisa steinsteypt hús međ gólfum úr steinsteypu međ flötu steinţaki. Húsiđ yrđi tvćr hćđir og kjallari, 10,2 x 8,5m ađ grunnfleti auk útskots ađ sunnan, 1,4m x 4,8m. Teikningarnar ađ húsinu, sem fullbyggt var 1946, gerđi Páll Friđfinnsson.

Helgamagrastrćti 12 er tvílyft steinsteypuhús á lágum kjallara og međ valmaţaki, forstofubyggingu og steyptum tröppum á norđurhliđ og tvílyftri útbyggingu austanmegin á suđurhliđ og eru svalir í kverkinni milli álmanna. Steining er á veggjum og bárujárn á ţaki. Horngluggar funkisstefnunnar eru á báđum suđurhornum.

Elsta auglýsingin sem finna má á timarit.is um Helgamagrastrćti 12 er haustinu 1953, en ţar auglýsir Guđrún Stefánsdóttir „tek ađ mér ađ húllsauma“.  En Jónatan Davíđsson, sem byggđi húsiđ,bjó líkast til ekki mörg ár á Helgamagrastrćti 12 en hann var lengi vel bóndi á Fífilgerđi í Öngulstađahreppi. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ tvíbýlishús, hvor íbúđin á sinni hćđ og gera upprunalegar teikningar ráđ fyrir ţví fyrirkomulagi. Í upphafi var húsiđ međ flötu ţaki, en áriđ 1981 var byggt á húsiđ valmaţak eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Ađ öđru leyti er húsiđ ađ nćsta lítiđ breytt frá upphaflegri gerđ.

Helgamagrastrćti 12 er reisulegt hús í mjög góđri hirđu. Sem hornhús tekur ţađ ţátt í götumyndum Helgamagrastrćtis og Hamarstígs og er til mikillar prýđi í umhverfi sínu. Lóđin er innrömmuđ međ steyptum vegg međ járnavirki, og er sá veggur einnig í mjög góđri hirđu. Húsakönnun 2015 metur húsiđ međ varđveislugildi 1 sem hluta samfelldrar rađar funkishúsa. Myndin er tekin ţann 24. febrúar 2019.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 979, ţ. 13. júní 1944. Fundur nr. 1010, 13. apríl 1945. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


"Hús dagsins" 10 ára

Ţađ var fyrir 10 árum, ţann 25. júní 2009 klukkan 10.28 sem ég birti hér mynd af Norđurgötu 17, Steinhúsinu eđa Gömlu prentsmiđjunni ásamt nokkrum málsgreinum um sögu hússins undir yfirskriftinni "Hús dagsins". Myndin var lítil enda kunni ég ekki almennilega ađ setja myndir hér inn og textinn var stuttur, enda skrifađi ég einungis ţađ sem ég mundi ţá stundina. Myndin var tekin 2006, og var ein 80 húsamynda sem ég átti ţá, en ég hafđi myndađ nokkur elstu hús bćjarins.  Ţá var ćtlunin ađ setja a.m.k. ţćr myndir sem ég átti hér inn ásamt stuttu söguágripi og láta ţá gott heita á fáeinum mánuđum eđa sjá til hversu lengi ég nennti ţessu...

Til ţess ađ gera langa sögu stutta eru pistlarnir orđnir 573 ţegar ţetta er ritađ, húsamyndasafniđ telur um 1000 myndir og enn á ég eftir ađ fjalla um Helgamagrastrćtiđ, Skipagötu í Miđbćnum, nokkur hús viđ Strandgötu á Oddeyri og ég veit ekki hvađ og hvađ. Eins og lesendur hafa eflaust tekiđ eftir, hef ég agalega gaman af tölfrćđi hvers konar og í ţví samhengi má gróflega áćtla, ađ ég hafi variđ um 430 klukkustundum í pistlaskrif og ferđast um 500km um götur Akureyrar međ myndavélina. (Geri ráđ fyrir, ađ hver pistill taki mig um 45mínútur í vinnslu og ég fari ađ jafnađi sjö sinnum á ári í 7-8 km ljósmyndagöngu- og hjóltúra. Hef svssem ekki haldiđ nákvćma skrá). Og ţá skal tekiđ fram, ađ ég myndi ekki eyđa í ţetta einni einustu mínútu, hefđi ég ekki gaman af ţessu sjálfur. Ţví til ţess er nú leikurinn gerđur. Ţó skal ađ sjálfsögu ekki gert lítiđ úr, hversu mjög gefandi ţađ er ađ fá viđbrögđ og verđa var viđ áhuga hjá lesendum. Ţađ er ćvinlega ánćgjulegt ađ vita til ţess ađ lesendur hafi af ţessum pistlum gagn og ekki síst gaman. Er ţađ ekki síst áhugi og viđbrögđ ykkar, lesendur góđir, sem drífur mig áfram í ţessari vegferđ. 

Ţađ er svosem ekkert sérstakt sem liggur fyrir í tilefni dagsins í dag hér á síđunni (engin flugeldasýning eđa veisla ), en í tilefni afmćlisins ég hef á síđustu vikum unniđ ađ ţví ađ gera eldri pistla ađgengilegri gegn um tengla, bćđi eftir árum auk ţess sem ég hef reynt ađ flokka tengla á greinar eftir götum (sjá hér til hliđar). Ţá má nefna listann yfir 100 elstu (102) hús bćjarins. Sjálfsagt hefur vefurinn einhvern tíma veriđ skemmitilegri á ađ líta, ţví langir listar á borđ viđ ţá sem hafa veriđ fyrirferđarmiklir hér, eru kannski ekki svo skemmtilegir aflestrar.Og alltaf má breyta og bćta. Eitt "eilífđarverkefni" í sambandi viđ vefsíđuna, er ađ bćta merkingar á myndasafninu og mun ég halda ţví áfram. Ţađ er, ađ ef mynd er opnuđ og skođuđ sérstaklega, komi fram hvert húsiđ er. Ţessu er mjög ábótavant hér og reyni ég jöfnum höndum ađ bćta úr ţví. En fyrst og fremst held ég áfram ađ birta hér húsapistla. En viđ skulum bregđa okkur 10 ár aftur í tímann og sjá hvađ ég hafđi ađ segja um Norđurgötu 17, 25. júní 2009. (Eins og fram kemur ţarna, hafđi ég reyndar fengist viđ ţetta á Facebook í nokkrar vikur, en ég miđa upphaf "Húsa dagsins" engu ađ síđur viđ ţennan vettvang hér):

Ég hef í nokkrar vikur birt myndir sem ég á af húsum á Akureyri og stutta umfjöllun um ţau á Facebook. Hérna mun halda áfram međ ţađ. Eru ţetta yfirleitt gömul hús á Oddeyri eđa Innbćnum en ég á orđiđ ágćtis myndasafn af ţeim. Heimildir um byggingarár og sögu húsanna eru fengnar úr öllum mögulegum bókum um byggingarsögu Akureyrar auk ţess sem ég hef sótt a.m.k. eina sögugöngu Minjasafnsins um ţessi eldri hverfi á hverju sumri síđan 1997.P6050029

Hús dagsins er Norđurgata 17, einnig kallađ Steinhúsiđ eđa Gamla Prentsmiđjan. Húsiđ er ţađ eina á Akureyri sem hlađiđ er úr blágrýti svipađ og Alţingishúsiđ og Hegningarhúsiđ. Byggingarár mun vera 1880 og er ţetta hús í 3.-4.sćti yfir elstu hús á Oddeyri. Í ţessu húsi var lengst af starfandi prentsmiđja en ýmis önnur starfsemi hefur einnig veriđ stunduđ í húsinu á 130 árum.

Ég minntist á ađ ţetta vćri 3.-4. elsta hús Oddeyrar. Sjálfsagt mál er ađ telja upp ţau hús á Oddeyri sem teljast eldri en Steinhúsiđ. Norđurgata 11 er jafn gamalt (1880), Lundargata 2 (1879), Strandagata 27 (1876) og elst er Strandgata 49, Gránufélagshúsiđ, (1874).

Svo mörg voru ţau orđ. En fyrst ţađ er afmćli er líklega upplagt, ađ bjóđa upp á tónlist svona í lok pistils. Og ađ sjálfsögđu eru ţađ lög um hús- en ekki hvađ. Hér er lagiđ "This Ol´house" (Ţetta gamla hús) í flutningi The Shadows. Ef Hús dagsins vćri sjónvarpsţáttur, ţćtti mér ţetta tilvaliđ upphafsstef:

https://www.youtube.com/watch?v=y-zdkL0_2sk

Led Zeppelin-liđar hljóđrituđu áriđ 1972 hiđ stórskemmtilega "Houses of the Holy". (Hús hinna heilögu). Ţeir gáfu ári síđar út samnefnda plötu, en lagiđ var ekki ađ finna ţar, heldur kom ţađ út á nćstu plötu Physical Graffiti. Ţess má geta, ađ ég hlusta oftar en ekki á ţetta lag í MP3-spilara ţegar ég held í húsaljósmyndunarleiđangra. Ţykir mér ţađ einhvern veginn viđeigandi, svona í ljósi titilsins.

https://www.youtube.com/watch?v=fPv2bbCTAfw 

Ţetta er íslensk vefsíđa um íslensk hús! gćti einhver sagt, sem er vissulega rétt. Ţví verđur auđvitađ ađ bjóđa upp á eitthvađ íslenskt. Og ţar sem Akureyrsk hús eru megin umfjöllunarefni er ţá ekki um ađ gera ađ bjóđa upp á Akureyrska tónlist. Hér flytja ţeir Villi og félagar í 200.000 naglbítum "Hćđ í húsi":

https://www.youtube.com/watch?v=FtV8K86c9Fc

 

Kćrar ţakkir, lesendur góđir, fyrir innlit og viđbrögđ hvers konar ţennan áratug.  smile   

 


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • P5030913
 • P7140899
 • P7130906
 • P7130901
 • P7130902

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.7.): 7
 • Sl. sólarhring: 82
 • Sl. viku: 801
 • Frá upphafi: 245941

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 577
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband