Hús dagsins: Gamla Gróðrarstöðin v. Eyjafjarðarbraut

p5290048.jpgSkammt norðan Akureyrarflugvallar, við Krókeyri sem er reyndar engin eyri lengur vegna uppfyllinga stendur hin 104 ára Gamla Gróðrarstöð. Stendur hún við Eyjafjarðarbraut sem áður var aðalvegur fram í Eyjafjörð og út úr bænum og var í beinu framhaldi af Aðalstræti. Drottningarbraut leysti brautina svo af hólmi uppúr 1970 og nú er Skautahöll og Naustavegur þarna á milli og Eyjafjarðarbraut aðeins lítill götustubbur sem liggur frá Krókeyri að húsinu Háteigi, ca. 100-200m sunnan við Gróðrarstöðina.  Gróðrarstöðin er háreist, tvílyft timburhús, bárujárnsklætt á háum kjallara með háu risi. Húsið var reist árið 1906 fyrir Ræktunarfélag Norðurlands sem hafði þarna aðstöðu. Þar í kring var plantað trjám og runnum og nú er þarna mikið skógarþykkni, en eins og sjá má á myndinni. Framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins á þessum tíma, og sá fyrsti, hét Sigurður Sigurðsson. Er brjóstmynd af honum á lóðinni við húsið. Ræktunarfélagið hafði þarna lengi vel aðstöðu og einnig hef ég séð gamlar myndir af húsmæðrakennslu í kennslueldhúsi þarna. Þá hefur húsið verið íbúðarhús. Nú eru að ég held mest skrifstofur í húsinu en ekki veit ég til þess að hafi verið mikið nýtt síðustu ár. Það var raunar svolítið farið að láta á sjá, þó ekki hægt að tala um niðurníðslu að nokkru ráði, en eins og sjá má á þessari mynd standa yfir á því endurbætur, búið að skipta um járn á suðurgafli og vinnupallar við norðurgafl. En þetta er hið glæsilegasta hús og verður eflaust mikil prýði af því þegar endurbótum lýkur. Hugsanlega þyrfti að grisja einhver tré svo húsið nyti sín til fulls, en það er vissulega töluverður sjarmi af þeim. Það er nefnilega ekki laust við að trjáþykknið kringum húsið, og það að það stendur svona eitt og sér, skapi svolítið draugalega stemningu- sérstaklega í rökkri. Og það er  nú ekki amalegt!  Myndin er tekin 29.5.2010.

Bloggfærslur 18. júní 2010

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_2886
  • IMG_2891
  • IMG_2913
  • IMG_2915
  • IMG_2930

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 553
  • Frá upphafi: 444964

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband