15.4.2015 | 11:57
Hús dagsins: Ægisgata 5
Ásmundur Elíasson kyndari á Lagarfossi og Valborg Ingimundardóttir reistu Ægisgötu 5 árið 1939. Líkt og öll hús við Ægisgötuna sunnan Eyrarvegar er það byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og hér er um að ræða sams konar hús og númer 3. Byggingarleyfi gerir ráð fyrir að grunnflötur hússins sé 8,80x7,20m eða um 64 fermetrar. Fljótlega byggði Ásmundur þó við húsið til norðvestur, lítið útskot sem á teikningum er sagt 3,7x2m. Teikningarnar eru dagsettar 24.júlí 1940 þannig byggingin hefur komið mjög fljótlega, 1-2 árum eftir byggingu hússins. Ægisgata 5 er einlyft steinsteypt einbýlishús með valmaþaki og horngluggum og einföldum lóðréttum gluggapóstum. Inngangar eru á miðjum austur og vesturhliðum. Líkt og gildir um flest hús í þessari röð er húsið að mestu óbreytt frá fyrstu gerð að ytra byrði. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin 15.2.2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar 1935-41. Fundargerð nr. 823 (19.sept. 1938). Óprentuð og óútgefin heimild, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Teikningar eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfi Akureyrar (sjá tengil hér til hliðar). Þær veita oft greinargóðar heimildir um það í fyrsta lagi hver byggði húsin og í öðru lagi hvenær byggt var við þau. Þó má slá þann varnagla að ekki er endilega víst að bygging hafi farið fram strax og teikningar komu- þó það sé almennt lang algengast.
Bloggar | Breytt 17.4.2015 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 22:54
Hús dagsins: Ægisgata 4
Á teikningum Tryggva Jónatanssonar af Ægisgötu 4 stendur Einbýlishús fyrir SBA Akureyri. Fyrir hvað SBA stendur er óljóst en nokkur hús við Ægisgötu eru reist eftir þessari sömu teikningu og eru þau flest óbreytt nema númer 2. En þetta hús reisti Ingibjörg Jónsdóttir árið 1937 og í byggingarleyfinu er tilgreint að húsið sé næst norðan við hús Jóns Jósefssonar. Húsið er einlyft,hlaðið úr r-steini, og með valmaþaki og er járn á þaki. Í byggingarleyfinu kemur fram að gólf sé "lagt í púkk" en ekki er mér kunnugt um hvað það merkir. Í gluggum eru lóðréttir póstar og með einu opnanlegu fagi í efra horni. Þá er á framhlið hússins þessi hlutfallslega breiði, rétthyrningslaga smágluggi sem einkennir þessi SBA-hús Tryggva. Grunnflötur er nánast ferningslaga en lítið útskot er á suðausturhorni. Húsið er að mestu óbreytt frá fyrstu gerð, a.m.k að ytra byrði. Það er í góðri hirðu líkt og flest húsin við Ægisgötuna. Myndin er tekin 8.febrúar 2015.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41, fundur nr.800 þ.9.6.1937. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Bloggar | Breytt 15.4.2015 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2015 | 09:56
Hús dagsins: Ægisgata 3
Húsið reistu þau Garðar Sigurjónsson og Amelía G. Valdemersdóttir árið 1939. Sögu hússins má rekja til 2.september 1938 er Garðar ritaði bréf til byggingarnefndar óskaði eftir því að fá að reisa íbúðarhús sömu gerðar og hús þau er þegar hafi verið reist. Byggingarleyfi var veitt á fundi þann 19.september 1938 en á sama fundi einnig afgreidd byggingarleyfi vegna Ægisgötu 1 og 5. Húsið er byggt eftir sömu teikningu og hús númer 5 og 7. Húsið er einlyft með valmaþaki, hlaðið úr r-steini. Horngluggar- í anda funkisstefnunnar- eru á suðurhlið en lóðréttir, einfaldir póstar eru í gluggum. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús. Húsið er í mjög góðu standi og virðist nýlega tekið í gegn m.a. er á því nýr þakkantur og nýlegir gluggapóstar og gler og hurðir en í stórum dráttum er húsið þó óbreytt frá fyrstu gerð. Þessi mynd er tekin 8.feb. 2015.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41, fundur nr. 823, 19.sept. 1938. Fundargerðarbækur Byggingarnefndar eru óútgefnar varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Bloggar | Breytt 15.4.2015 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2015 | 16:38
Hús dagsins: Ægisgata 2
Jón Jósefsson vélsmiður og Guðrún Jóhannsdóttir reistu húsið árið 1936 en hann fékk byggingarleyfi 9.nóvember það ár. Jón ólst upp sunnar á Eyrinni í Lundargötu 15, en bróðir hans var Jóhannes á Borg, glímukappi og hótelstjóri. Skráð byggingarár hússins í Fasteignaskrá er 1936 en þar sem byggingarleyfið er gefið út seint það ár má ætla að Jón hafi þegar hafið byggingu hússins eða skráð byggingarár hjá Fasteignamati miðist við afgreiðslu byggingarleyfis. Húsið er eitt nokkurra við neðanverða Ægisgötuna sem byggt er eftir teikningu Tryggva með áletruninni Einbýlishús fyrir S.B.A. Þessi hús eru 8x9 m á grunnfleti með litlu útskoti á horni, einlyft með valmaþaki Við hlið útidyra er lítill gluggi, meiri á breidd en hæð. Í húsinu eru einfaldir, lóðréttir gluggapóstar og virðast þeir nýlegir. Fleiri "SBA hús" standa ofar við götuna eða á nr. 10-14. Byggt var við húsið til suðurs um 1979 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Viðbygging er með stórum stofuglugga og er jafn há húsinu og einnig með valmaþaki. Einnig er nýlegur sólskáli bakatil við húsið og þá er einnig snotur sólpallur úr timbri framan við húsið. Ægisgata 2 virðist í góðu standi og vel hirt. Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin 8.feb. 2015.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-40; fundur nr.784 þ. 9-11-1936.
Manntal á Akureyri 1940. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2015 | 11:39
Gleðilega páska
Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegra páska. Meðfylgjandi eru þessar myndir, sem teknar eru laust fyrir klukkan 9 af Eyjafjarðarfjöllunum Súlum, Krumma og Bónda. Eins og sjá má er vorlegt um að litast í Eyjafirði þennan páskadaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2015 | 20:07
Hús dagsins: Ægisgata 1
Húsin við Ægisgötuna neðanverða eru öll með svipuðu lagi, enda hönnuð á svipuðum tíma af sama manni. Við sum þeirra hefur verið, eins og gengur og gerist, byggt við og önnur eru nánast óbreytt frá upphafi. En Ægisgötu númer eitt reisti Magnús Sigurjónsson bólstrari árið 1939. Hann fékk haustið 1938 leyfi til að reisa hús 11x9,5 m að stærð, en það er eilítið stærra en flest húsin við götuna þá. Húsið er, eins og öll húsin við Ægisgötuna neðanverða reist eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Það er einlyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki og horngluggum til suðurs, inngang á miðri götuhlið (austur) og þvottahúsinngang að norðanverðu. Gluggapóstar hússins eru einfaldir, lóðréttir og voru þeir settir í um 1986. Húsið er nokkuð stærra en flest húsin við neðri hluta götunnar,yfir 100 fermetrar, en stór stofuálma er á bakhlið norðvestanmegin. Hana byggði Magnús árið 1953 og stækkaði húsið þá úr 95 í 125 fermetra. Lóðin er nokkuð stór og nýtur þess að Ægisgatan og Ránargatan eru ekki alveg samsíða á þessum parti. Sem áður segir er húsið einbýli og hefur verið svo frá upphafi. Þess má líka geta, að húsið hefur alla tíð haldist innan sömu fjölskyldu, núverandi íbúar eru Lilja Magnúsdóttir sem fædd er í húsinu og maður hennar Birgir Sveinarsson, en hann veitti mér góðfúslega ýmsar upplýsingar m.a. um viðbyggingu hússins. Þessi mynd er tekin þ. 8.feb. 2015.
Heimildir: Birgir Sveinarsson, munnleg heimild (netspjall)
Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-40, fundur nr. 823, 19.sept. 1938. Fundargerðarbækur Byggingarnefndar eru óútgefnar varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Bloggar | Breytt 23.7.2015 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 19:47
Næst á dagskrá: Ægisgatan sunnanverð
Ég held áfram skipulagðri umfjöllun minni um þvergötur Oddeyrar með Eyrarveginn sem "markalínu". Næst neðan við Ránargötu liggur Ægisgatan til norðurs, á milli húsa nr. 7 og 9 við Eiðsvallagötu. Við Ægisgötuna er heilsteypt götumynd einlyftra funkishúsa eftir Tryggva Jónatansson, byggð á síðari hluta 4.áratugarins. Á þessum árum var mikill húsnæðisskortur í bænum og kreppa ríkjandi en fyrir Tryggva vakti að hanna lítil hús fyrir efnaminna fólk sem þarna fékk tækifæri til að búa í einbýlishúsum. Í grúski mínu um Oddeyrina hefur Húsakönnun Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs verið hálfgerð "biblía" en þar er markalína skipulagðrar umfjöllunar Eiðsvallagatan; þ.e. í grófum dráttum miðað við eldri byggð en 1930. Þar er hins vegar fjallað eilítið um hús Tryggva Jónatanssonar og sagt að þau séu flest hlaðin úr r-steini, einangruð með mómylsnu með valmaþaki úr timbri, járnvarið, húsin búin raflýsingu, venjulegri miðstöð, eldavél og þvottapotti og frágangur eins og best verður á kosið. Húsin þóttu hinsvegar ekki merkileg og jafnvel lágkúruleg og kölluð "hundakofar" (Guðný Gerður og Hjörleifur 1995: 108). Það er hins vegar ljóst að þessi hús stóðu fyllilega fyrir sínu og voru ekki síðri en hýbýli manna á þessum tíma. Og enn standa þessi ágætu hús Tryggva Jónatanssonar fyrir sínu, flest þeirra óbreytt frá fyrstu gerð.
Heimildir:
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri gaf út. (Öndvegisrit þetta er einnig aðgengilegt á pdf-formi, sjá slóð í færslu)
Bloggar | Breytt 24.4.2015 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 10:31
Hvernig liggur landið?
Þennan veturinn hefur Eyrin verið mér hugleikin, ég hef fjallað um Eiðsvallagötu eins og hún leggur sig, Norðurgötu, Ránargötu og næst á dagskrá er Ægisgatan, en síðarnefndu tvær göturnar eru þvergötur norður úr Eiðsvallagötu. Nú eru e.t.v. einhverjir áhugasamir lesendur sem þekkja hvorki haus né sporð á Eyrinni og átta sig engan vegin á staðháttum. Svipað og þegar ég heyri talað um Bergstaðastræti, Bræðraborgarstíg, Nönnugötu eða eða aðrar götur í Reykjavík. Hér hef ég búið til óskaplega frumstætt yfirlitskort og mynd af þeim hluta Oddeyrar sem ég hef tekið fyrir á þessari síðu. Þetta hverfi er steinsnar frá Miðbænum eins og sjá má hér.
Hér hef ég rissað upp mjög grófa afstöðumynd sem sýnir Oddeyrina sunnan Eyrarvegar, þeir hlutar sem ég hef tekið fyrir nú þegar - eða á næstu vikum- merktir gulu. ATH. HLUTFÖLL OG STEFNUR ENGAN VEGIN RÉTTAR.
Þessi mynd (nauðsynlegt að stækka hana upp með því að smella á hana) sem tekin er ofan af Neðri-Brekku sólríkan síðsumardag (31.ágúst) 2013 sýnir nokkurn vegin hvernig landið liggur á syðsta og elsta hluta Oddeyrar. Eiðsvallagata er nyrst en Ránargata og Ægisgata liggja þaðan til norðurs. Í forgrunni eru hús við Munkaþverárstræti en handan fjarðar má sjá býlið Halllandsnes lengst til hægri og ofar framkvæmdasvæði Vaðlaheiðarganga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 359
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 237
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar