Hús dagsins: Hafnarstræti 19

P5290055Hafnarstræti 19 var reist á vegum Höepfnersverslunar (sjá Hafnarstræti 20) árið 1913. Húsið er tvílyft steinhús með háu risi og miðjukvisti og er með fyrstu steinsteypuhúsum á Akureyri. Eitt  einkenni margra elstu steinsteypuhúsanna eru bogadregnir gluggar, en þannig gluggar eru einmitt á húsinu. Bogadregnir gluggar eru einnig á Ósi (102) og Gömlu fiskbúðinni (95) og einnig á Gefjunarhúsinu (byggt 1907, rifið 2007). Húsið var upprunalega vörugeymsla og greinilega hefur mikið þurft að hífa þunga hluti upp í ris, sbr. dyr á kvisti og krana. Húsið hefur gegn um tíðina þjónað sem verslunar- og eða geymsluhúsnæði, þar er verslun í dag. Húsið stóð um nokkurt skeið ónotað en  árin 2006-07 var húsið tekið til gagngerra endurbóta bæði að utan og innan og er nú til mikillar prýði. Þessa mynd tók ég sl. laugardag, 29.5.2010.


« Fyrri síða

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júní 2010
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • P6171048
  • IMG_2893
  • IMG_2889
  • IMG_3045
  • P6171046

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 305
  • Frá upphafi: 447507

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband