Hús dagsins: Hafnarstræti 19

P5290055Hafnarstræti 19 var reist á vegum Höepfnersverslunar (sjá Hafnarstræti 20) árið 1913. Húsið er tvílyft steinhús með háu risi og miðjukvisti og er með fyrstu steinsteypuhúsum á Akureyri. Eitt  einkenni margra elstu steinsteypuhúsanna eru bogadregnir gluggar, en þannig gluggar eru einmitt á húsinu. Bogadregnir gluggar eru einnig á Ósi (102) og Gömlu fiskbúðinni (95) og einnig á Gefjunarhúsinu (byggt 1907, rifið 2007). Húsið var upprunalega vörugeymsla og greinilega hefur mikið þurft að hífa þunga hluti upp í ris, sbr. dyr á kvisti og krana. Húsið hefur gegn um tíðina þjónað sem verslunar- og eða geymsluhúsnæði, þar er verslun í dag. Húsið stóð um nokkurt skeið ónotað en  árin 2006-07 var húsið tekið til gagngerra endurbóta bæði að utan og innan og er nú til mikillar prýði. Þessa mynd tók ég sl. laugardag, 29.5.2010.


Bloggfærslur 4. júní 2010

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • P6171048
  • IMG_2893
  • IMG_2889
  • IMG_3045
  • P6171046

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 305
  • Frá upphafi: 447507

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband