Hús dagsins: Norðurgata 6

P9100043

Norðurgötu 6 reisti Metúsalem Jóhannsson árið 1898 á lóð þess sem hann fékk á horni Norðurgötu og "fyrirhugaðrar þvergötu" sem síðar fékk nafnið Gránufélagsgata. En húsið er einlyft timburhús á háum steinkjallara og með portbyggðu háu risi og klætt steinblikki. Miðjukvistur er á húsinu framantil fyrir miðju og er þetta ein algengasta gerð lítilla timburhúsa frá ofanverðri 19.öld. Einhvers staðar heyrði ég að líklega hefði húsið verið hækkað upp og steyptur undir það nýr kjallari en það var gert með húsin skáhallt á móti, Norðurgötu 11 og 13 uppúr 1920. Þá er líklegt að steinblikk hafi verið sett á húsið um svipað leiti en sú klæðning fór að berast hingað á því bili. Eftir 1910 voru flest timburhús nefnilega varin með járni eða steinskífu í færri tilfellum en brunarnir miklu sátu fast í mönnum og þetta ein öflugasta eldvörn þessa tíma. Það er, að ef kviknaði í, þá brynni aðeins eitt hús í stað sjö eða tíu. Á baklóð hússins stóð einlyft smáhús með lágu risi, óvíst með byggingarár en því var breytt í íbúð 1922 af Guðrúnu Jónsdóttur en þá var eigandi hússins Sölvi Halldórsson. Bakhúsið, Norðurgata 6b var lengst af íbúðarhús en það var rifið um 1996.  Sú lóð stóð um nokkurra ára skeið auð og í órækt eftir að húsið var rifið en var fyrir fáeinum árum aftur sameinuð við lóð framhússins. Norðurgata 6 er sennilega það hús í þessari þrenningu 2-6 sem minnst hefur verið breytt frá upphafi en öll eru húsin sviplík að framanverðu en á nr. 2 hefur risi verið lyft að aftan og það hefur einnig verið gert á nr.4 ásamt viðbyggingu bakatil. Húsið er í góðri hirðu og hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið, það er t.d. nýmálað síðan síðsumars 2013.  Umhverfi hússins er einnig einkar áhugavert en  þar hafa núverandi eigendur, Sigurvin Jónsson og Perla Fanndal sett upp mikinn og stórglæsilegan búgarð; þarna er eitt alstærsta og veglegasta hænsna-og fuglabú á Akureyri auk töluverðrar ræktunar í gróðurhúsum. Þessi mynd er tekin í morgunsólinni þann 10.september síðastliðin.

Áður hef ég fjallað um hina skemmtilegu röð við Norðurgötu 2-6 hér:

http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1109607/

http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/958152/

Heimildir:  Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


Bloggfærslur 9. desember 2013

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_2890
  • IMG_2885
  • IMG_2892
  • IMG_2888
  • IMG_2887

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 445776

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband