Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 22

Enn held ég áfram umfjölluninni um Eyrarlandsveg og næst í röðinni er Eyrarlandsvegur 22. En húsið reisti Vilhjálmur Þór Þórarinsson kaupfélagsstjóri, síðar forstjóri SíS árið 1926. P2230067Hér er um að ræða nokkuð svipað hús að gerð og húsin neðan við frá nr. 14, stórgert einlyft steinsteypuhús á kjallara með háu risi og miðjukvisti. Smekkleg, bogadregin forstofubygging er framan á húsinu, beint undir kvistinum og svalir ofan á með skrautlegu handriði. Á kvisti og göflum eru með steypt bogadregin kantskraut í anda Jugendstíls. Vilhjálmur bjó í húsinu til ársins 1939. Húsið er lítið sem ekkert breytt frá upphafi, en á blaðsíðu 82 í Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs e. Steindór Steindórsson (1993:82) er mynd af húsinu sem tekin er 1927 og þar má sjá að gluggapóstar eru upprunalegir og enn er skífuklæðning á þaki. Sennilega hefur hvort tveggja verið endurnýjað (t.d. sett tvöfalt gler og settar nýjar skífur) en þá haldið í upprunalegt útlit.  Bílskúr hefur einhvern tíma verið byggður í norðausturhorni lóðar. En mikið hefur bæst við af trjám í gegn um tíðina og lóðin vel gróin; húsið er eitt þeirra húsa sem ekki er hægt að mynda frá götu að sumarlagi vegna laufskrúðs. En sem fyrr segir er húsið lítið breytt frá upphafi og í frábæru standi. Þessi mynd er tekin 24.febrúar 2013.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta


Bloggfærslur 25. mars 2013

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 300
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband