Hús dagsins: Grundargata 3

Elsta húsið við Grundargötu er þetta hús, Grundargata 3 en það var reist 1886 af Einari Sveinssyni. P6060003Þá var það töluvert öðru vísi en nú og líkast til ekki óáþekkt næsta húsi, Grundargötu 5 (sem var reyndar byggt rúmum áratug síðar) einlyft timburhús á lágum kjallara með lágu risi. Fyrir sléttri öld eða 1913 mun fyrst hafa verið byggt við húsið og þá til suðurs og var það þáverandi eigandi, Steinn Jóhannsson sem stóð að því. Það var tvílyft steinsteypt álma sem sneri göflum A-V en húsið snýr líkt og gatan N-S. Þegar húsið er virt 1918 er það allavega sagt einlyft timburhús með risi með tvílyftri viðbyggingu að norðan og þá var mun það hafa verið orðið allavega tveir eignarhlutar. Tveim árum síðar, eða 1920 er húsið enn stækkað en þá líkast til suðurs og var húsið eftir lengi vel eftir það eiginlega þrjár álmur, sú nyrsta tvílyft með lágu risi, í miðið var upprunalega húsið, einlyft með bröttu risi og kvisti og nyrst tvílyfta steinsteypuálman frá 1913. Löngu seinna var svo risið hækkað á miðhluta og nú er húsið tvílyft með lágu risi, múrhúðað timburhús og steinsteypt að hluta en bakhlið er bárujárnsklædd. Þverpóstar eru í gluggum. Hvenær nákvæmlega húsið fékk þetta lag sem það nú hefur er mér ókunnugt um.  En allavega er húsið nú tveir eignarhlutar og skiptist í miðju og hefur verið svo í áratugi. Eigendur, leigjendur og aðrir íbúar hússins gegnum þessi tæpu 130 ár hljóta að skipta mörg hundruðum og ljóst er að nokkrum sinnum hefur það sprungið utan af innbyggjurum sínum. Margar og miklar viðbyggingar segja oft slíka sögu, en oft var búið mjög þröngt á Eyrinni á fyrri hluta 20.aldar. Í mörgum tilvikum hefur eflaust ekki veitt af að byggja við ýmis hús en fjárráð ekki leyft það. En Grundargata 3  lítur í dag vel út og virðist í góðu standi. Þessi myndir er tekin á lognkyrru sumarkvöldi, 6.júní 2013.

P6060005Grundargata 5, byggð 1898. Grundargata 3 var fyrstu 25 árin ekki ósvipuð þessu húsi að lögun og gerð. Ég mun fjalla um þetta hús í þar næsta pistli. Til hægri sést í norðurhlið Grundargötu 3 en þar steyptur gluggalaus veggur; eldvarnarveggur.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


Bloggfærslur 15. júní 2013

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 31
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 305
  • Frá upphafi: 450463

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband